Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framkvæmdir eru hafnar við smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun tengja austur- og vesturbakka Eyjafjarðar. Brúin nýtist umferð hestafólks um svæðið en einnig þeim fjölmörgu sem þangað fara í fuglaskoðunar- og gönguferðir.
Framkvæmdir eru hafnar við smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun tengja austur- og vesturbakka Eyjafjarðar. Brúin nýtist umferð hestafólks um svæðið en einnig þeim fjölmörgu sem þangað fara í fuglaskoðunar- og gönguferðir.
Fréttir 2. janúar 2020

Reið- og göngubrú byggð yfir Eyjafjarðará

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við fögnum því fyrst og fremst að málið er í höfn og framkvæmdir hafnar. Búið er að tengja saman austur og vesturbakka Eyjafjarðarár með landfyllingu og hægt að ganga þurrum fótum yfir í Stórhólma,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis, um smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun nýtast hestafólki á ferð um Kaupvangsbakka, á leið fram í Eyjafjörð eða austur í Þingeyjarsýslu. Framkvæmdir við smíðina hófust á dögunum.

Nokkur styrr stóð um brúarsmíðina, Léttismenn hafa undanfarið eitt og hálft ár tekist á við bæjaryfirvöld á Akureyri um smíðina og hver beri kostnað af henni.

Brúin skiptir verulegu máli fyrir hestafólk en hún nýtist fyrir hestaumferð milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu og eins vegna umferðar hestafólks fram í Eyjafjörð. „Það var á stundum tekist á við bæjaryfirvöld en við töldum okkur hafa réttinn okkar megin og sem betur fer fékk þetta mál farsælan endi,“ segir Sigfús.

Vonum að verkið vinnist hratt og vel

Hann segir Léttisfólk fagna því að framkvæmdir við brúarsmíðina séu hafnar og að þetta erfiða mál sé að baki. „Við vonum að verkið vinnist hratt og vel og stefnum að því að vígja þessa nýju reið- og göngubrú á Eyjafjarðará með viðhöfn á mikilli hátíð sem efnt verður til síðla í maí á næsta ári í tengslum við hina árlegu Bakkareið Léttis á Kaupvangsbökkum,“ segir Sigfús og bætir við að nýja brúin verði glæsilegt mannvirki sem nýtast mun sem tenging milli austur- og vesturbakka um ókomin ár.

Mikil samgöngubót fyrir hestamenn og útivistarfólk

„Nýja brúin á Eyjafjarðará verður okkur öllum til sóma og mikil samgöngubót fyrir, ekki bara okkur hestamenn eina, heldur líka allt annað útivistarfólk sem notar bakka Eyjafjarðarár í ríkum mæli  til göngu- og fuglaskoðunar. Við Léttismenn börðumst því ekki bara fyrir brúnni fyrir okkur hestamenn, heldur miklu fleiri líka,“ segir Sigfús.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...