Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framkvæmdir eru hafnar við smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun tengja austur- og vesturbakka Eyjafjarðar. Brúin nýtist umferð hestafólks um svæðið en einnig þeim fjölmörgu sem þangað fara í fuglaskoðunar- og gönguferðir.
Framkvæmdir eru hafnar við smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun tengja austur- og vesturbakka Eyjafjarðar. Brúin nýtist umferð hestafólks um svæðið en einnig þeim fjölmörgu sem þangað fara í fuglaskoðunar- og gönguferðir.
Fréttir 2. janúar 2020

Reið- og göngubrú byggð yfir Eyjafjarðará

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við fögnum því fyrst og fremst að málið er í höfn og framkvæmdir hafnar. Búið er að tengja saman austur og vesturbakka Eyjafjarðarár með landfyllingu og hægt að ganga þurrum fótum yfir í Stórhólma,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis, um smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun nýtast hestafólki á ferð um Kaupvangsbakka, á leið fram í Eyjafjörð eða austur í Þingeyjarsýslu. Framkvæmdir við smíðina hófust á dögunum.

Nokkur styrr stóð um brúarsmíðina, Léttismenn hafa undanfarið eitt og hálft ár tekist á við bæjaryfirvöld á Akureyri um smíðina og hver beri kostnað af henni.

Brúin skiptir verulegu máli fyrir hestafólk en hún nýtist fyrir hestaumferð milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu og eins vegna umferðar hestafólks fram í Eyjafjörð. „Það var á stundum tekist á við bæjaryfirvöld en við töldum okkur hafa réttinn okkar megin og sem betur fer fékk þetta mál farsælan endi,“ segir Sigfús.

Vonum að verkið vinnist hratt og vel

Hann segir Léttisfólk fagna því að framkvæmdir við brúarsmíðina séu hafnar og að þetta erfiða mál sé að baki. „Við vonum að verkið vinnist hratt og vel og stefnum að því að vígja þessa nýju reið- og göngubrú á Eyjafjarðará með viðhöfn á mikilli hátíð sem efnt verður til síðla í maí á næsta ári í tengslum við hina árlegu Bakkareið Léttis á Kaupvangsbökkum,“ segir Sigfús og bætir við að nýja brúin verði glæsilegt mannvirki sem nýtast mun sem tenging milli austur- og vesturbakka um ókomin ár.

Mikil samgöngubót fyrir hestamenn og útivistarfólk

„Nýja brúin á Eyjafjarðará verður okkur öllum til sóma og mikil samgöngubót fyrir, ekki bara okkur hestamenn eina, heldur líka allt annað útivistarfólk sem notar bakka Eyjafjarðarár í ríkum mæli  til göngu- og fuglaskoðunar. Við Léttismenn börðumst því ekki bara fyrir brúnni fyrir okkur hestamenn, heldur miklu fleiri líka,“ segir Sigfús.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...