Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Engin frystiskylda er lengur á innflutningi á kjöti.
Engin frystiskylda er lengur á innflutningi á kjöti.
Fréttir 8. janúar 2020

Reglur tóku gildi um áramótin sem heimila innflutning á hráum ófrosnum búvörum

Höfundur: smh

Um áramótin tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu.

Forsöguna má rekja til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim í sumar til að heimila þennan innflutning, í kjölfar EFTA-dóms frá því í nóvember 2017. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að innflutningseftirlit á Íslandi með hrárri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólk samræmdist ekki samningum um Evrópska efnahagssvæðið. Eftir lagabreytingu er ekki lengur nein frystiskylda fyrir hrátt kjöt og ekki þarf að sækja um sérstakt leyfi til Matvælastofnunar um innflutning á matvælum frá löndum á Evrópska efnahagssvæðinu.

Viðbótartryggingar fyrir salmonellu

Heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum var samþykkt í upphafi síðasta árs. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var svo samþykkt á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 25. október á síðasta ári. Í því felst að fyrir ferskt alifugla-, nauta- og svínakjöt þarf að fylgja viðskiptaskjal frá sendanda afurðanna þar sem allar uppruna- og rekjanleikjaupplýsingar er að finna – og staðfesting á neikvæðum niðurstöðum salmonellugreininga. Komi afurðirnar frá landi sem er með sambærilegar viðbótartryggingar, eins og Svíþjóð, Finnlandi eða Noregi, þarf ekki staðfestingu á þessu.

Leyfisveitingakerfi Matvælastofnunar um innflutning er lagt niður og færist ábyrgðin nú yfir á innflutningsaðilana sjálfa. Opinber vöktun verður þó með salmonellu í innfluttum kjötafurðum og eggjum og kampýlóbakter í innfluttu alifuglakjöti. Sérreglur sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið að um kampýlóbakter í ófrosnu alifuglakjöti miða að því að koma í veg fyrir að fólk sýkist og draga úr líkum á því að kampýlóbakter-mengað kjöt berist til landsins. Í þeim felst að til að mega setja ferskt ófrosið kjöt á markað verða innflutningsaðilar að krefjast niðurstaðna greininga áður en vöru er dreift á markað, þar sem staðfest er að kampýlóbakter hafi ekki geinst í kjötinu. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...