Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Engin frystiskylda er lengur á innflutningi á kjöti.
Engin frystiskylda er lengur á innflutningi á kjöti.
Fréttir 8. janúar 2020

Reglur tóku gildi um áramótin sem heimila innflutning á hráum ófrosnum búvörum

Höfundur: smh

Um áramótin tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu.

Forsöguna má rekja til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim í sumar til að heimila þennan innflutning, í kjölfar EFTA-dóms frá því í nóvember 2017. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að innflutningseftirlit á Íslandi með hrárri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólk samræmdist ekki samningum um Evrópska efnahagssvæðið. Eftir lagabreytingu er ekki lengur nein frystiskylda fyrir hrátt kjöt og ekki þarf að sækja um sérstakt leyfi til Matvælastofnunar um innflutning á matvælum frá löndum á Evrópska efnahagssvæðinu.

Viðbótartryggingar fyrir salmonellu

Heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum var samþykkt í upphafi síðasta árs. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var svo samþykkt á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 25. október á síðasta ári. Í því felst að fyrir ferskt alifugla-, nauta- og svínakjöt þarf að fylgja viðskiptaskjal frá sendanda afurðanna þar sem allar uppruna- og rekjanleikjaupplýsingar er að finna – og staðfesting á neikvæðum niðurstöðum salmonellugreininga. Komi afurðirnar frá landi sem er með sambærilegar viðbótartryggingar, eins og Svíþjóð, Finnlandi eða Noregi, þarf ekki staðfestingu á þessu.

Leyfisveitingakerfi Matvælastofnunar um innflutning er lagt niður og færist ábyrgðin nú yfir á innflutningsaðilana sjálfa. Opinber vöktun verður þó með salmonellu í innfluttum kjötafurðum og eggjum og kampýlóbakter í innfluttu alifuglakjöti. Sérreglur sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið að um kampýlóbakter í ófrosnu alifuglakjöti miða að því að koma í veg fyrir að fólk sýkist og draga úr líkum á því að kampýlóbakter-mengað kjöt berist til landsins. Í þeim felst að til að mega setja ferskt ófrosið kjöt á markað verða innflutningsaðilar að krefjast niðurstaðna greininga áður en vöru er dreift á markað, þar sem staðfest er að kampýlóbakter hafi ekki geinst í kjötinu. 

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...