Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ný reglugerð rýmkar ekki svigrúm bænda til að meðhöndla dýralyf.
Ný reglugerð rýmkar ekki svigrúm bænda til að meðhöndla dýralyf.
Fréttir 21. ágúst 2015

Reglugerðum um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum breytt

Höfundur: smh
Þann 30. júní síðastliðinn gaf heil­brigðis­ráðherra út breytingu á reglugerð um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum. Breytingin rýmkar heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum á milli dýrategunda – og jafnvel lyfjum sem ætluð eru fólki. 
 
Fulltrúar Bændasamtaka Íslands (BÍ) funduðu með ráðherra um síðustu áramót þar sem sjónarmiðum bænda var komið á framfæri um að æski­legt væri að þeir mættu eiga lágmarksmagn af lyfjum og notkun þeirra yrði háð ákveðnum skilyrðum.
 
Erna Bjarnadóttir skrifaði í kjölfarið minnisblaðið fyrir hönd BÍ og þar var vitnað til ályktunar frá Búnaðarþingi 2013 þar sem vandi bænda í málinu er rammaður inn: „Búnaðarþing 2013 leggur ríka áherslu á að löggjöf um stærð vaktsvæða dýralækna verði endurskoðuð. Vaktsvæðin eru alltof víðfeðm og ógna dýravelferð á sumum svæðum á landinu. […] Gæta þarf þess að aðgengi bænda að dýralæknum og/eða dýralyfjum komi ekki niður á velferð dýra og skapi mikið misræmi út frá staðsetningu bænda á landinu, hvort heldur er innan eða utan dagvinnutíma. Leggja þarf sérstaka áherslu á að dýralæknar fái heimild, á grund­velli þjónustusamninga, til að ráðstafa lyfj­um til bænda sem undirgengist hafa námskeið um notkun og geymslu lyfja.“ 
 
Var í minnisblaðinu farið þess á leit að skipaður yrði starfshópur með full­­trúum velferðarráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins auk fulltrúa BÍ til að fara yfir reglugerð um afhendingu dýra­lyfja með að markmiði að bændur geti átt lágmarks lyfjabirgðir til að bregðast við skyndilegum veikindum í búfé. 
 
Búnaðarþingið 2015 ítrekaði stefnu­mótunina frá 2013, enda eru áhyggj­ur bænda af aðgengi að þjónustu dýralækna verulegar.
 
Ekki var orð­ið við tilmælum BÍ um að skipa starfshóp og rýmka því reglugerðarbreytingarnar ekki heimildir bænda til að eiga og nota lyf. Sigurður Ey­þórs­son framkvæmdastjóri BÍ segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Það stefnir dýravelferð í hættu ef bændur geta ekki átt nauðsynlegustu lyf til að nota í neyðartilvikum þegar aðgengi að dýralæknaþjónustu er á sama tíma ófullnægjandi. Við höldum áfram að þrýsta á um úrbætur í þessu máli,“ segir hann. 
Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...