Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ný reglugerð rýmkar ekki svigrúm bænda til að meðhöndla dýralyf.
Ný reglugerð rýmkar ekki svigrúm bænda til að meðhöndla dýralyf.
Fréttir 21. ágúst 2015

Reglugerðum um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum breytt

Höfundur: smh
Þann 30. júní síðastliðinn gaf heil­brigðis­ráðherra út breytingu á reglugerð um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum. Breytingin rýmkar heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum á milli dýrategunda – og jafnvel lyfjum sem ætluð eru fólki. 
 
Fulltrúar Bændasamtaka Íslands (BÍ) funduðu með ráðherra um síðustu áramót þar sem sjónarmiðum bænda var komið á framfæri um að æski­legt væri að þeir mættu eiga lágmarksmagn af lyfjum og notkun þeirra yrði háð ákveðnum skilyrðum.
 
Erna Bjarnadóttir skrifaði í kjölfarið minnisblaðið fyrir hönd BÍ og þar var vitnað til ályktunar frá Búnaðarþingi 2013 þar sem vandi bænda í málinu er rammaður inn: „Búnaðarþing 2013 leggur ríka áherslu á að löggjöf um stærð vaktsvæða dýralækna verði endurskoðuð. Vaktsvæðin eru alltof víðfeðm og ógna dýravelferð á sumum svæðum á landinu. […] Gæta þarf þess að aðgengi bænda að dýralæknum og/eða dýralyfjum komi ekki niður á velferð dýra og skapi mikið misræmi út frá staðsetningu bænda á landinu, hvort heldur er innan eða utan dagvinnutíma. Leggja þarf sérstaka áherslu á að dýralæknar fái heimild, á grund­velli þjónustusamninga, til að ráðstafa lyfj­um til bænda sem undirgengist hafa námskeið um notkun og geymslu lyfja.“ 
 
Var í minnisblaðinu farið þess á leit að skipaður yrði starfshópur með full­­trúum velferðarráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins auk fulltrúa BÍ til að fara yfir reglugerð um afhendingu dýra­lyfja með að markmiði að bændur geti átt lágmarks lyfjabirgðir til að bregðast við skyndilegum veikindum í búfé. 
 
Búnaðarþingið 2015 ítrekaði stefnu­mótunina frá 2013, enda eru áhyggj­ur bænda af aðgengi að þjónustu dýralækna verulegar.
 
Ekki var orð­ið við tilmælum BÍ um að skipa starfshóp og rýmka því reglugerðarbreytingarnar ekki heimildir bænda til að eiga og nota lyf. Sigurður Ey­þórs­son framkvæmdastjóri BÍ segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Það stefnir dýravelferð í hættu ef bændur geta ekki átt nauðsynlegustu lyf til að nota í neyðartilvikum þegar aðgengi að dýralæknaþjónustu er á sama tíma ófullnægjandi. Við höldum áfram að þrýsta á um úrbætur í þessu máli,“ segir hann. 
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...