Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu endurskoðuð
Fréttir 10. júlí 2014

Reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu endurskoðuð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að endurskoða reglugerð númer 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Hópinn skipa fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands og Sölufélags garðyrkjumanna. Auk þess hefur Neytendasamtökunum verið boðið að skipa fulltrúa.

Hópnum er ætlað að fara yfir reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu í heild sinni, meðal annars allar skilgreiningar á framleiðslunni og reglur um eftirlit. Tillögum hópsins er ætlað að byggja nýjan grunn að reglum um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Þar til þeirri vinnu lýkur verður stuðst við núgildandi reglugerð og þeir framleiðendur sem áður hafa fengið vottun geta á grundvelli reglugerðarinnar fengið viðurkenningu á því að þeir standist skilyrði hennar. Áfram verður stuðst við gildandi merki um vistvæna framleiðslu.

Samkvæmt 4. grein reglugerðarinnar geta framleiðendur óskað eftir viðurkenningu á vistvænni landbúnaðarafurð til viðkomandi búnaðarsambands. Framleiðendur sem nú nýta sér merkið eru hvattir til að óska sem fyrst eftir úttekt til búnaðarsambands á sínu starfssvæði. Framleiðendum, sem óska þess að fá framleiðslu sína viðurkennda sem vistvæna, er á sama hátt bent á að sækja um til búnaðarsambands við fyrsta tækifæri. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið mun halda skrá um þá sem fá slíka viðurkenningu og birta á heimasíðu sinni. Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið vill með aðgerðum sínum núna, í samstarfi við samtök framleiðenda og neytenda koma reglum um vistvæna landbúnaðarframleiðslu í betra horf svo ekki þurfi að leika vafi á því í hugum neytenda, hvaða framleiðsla hefur rétt til að nýta sér það heiti.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...