Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu endurskoðuð
Fréttir 10. júlí 2014

Reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu endurskoðuð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að endurskoða reglugerð númer 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Hópinn skipa fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands og Sölufélags garðyrkjumanna. Auk þess hefur Neytendasamtökunum verið boðið að skipa fulltrúa.

Hópnum er ætlað að fara yfir reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu í heild sinni, meðal annars allar skilgreiningar á framleiðslunni og reglur um eftirlit. Tillögum hópsins er ætlað að byggja nýjan grunn að reglum um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Þar til þeirri vinnu lýkur verður stuðst við núgildandi reglugerð og þeir framleiðendur sem áður hafa fengið vottun geta á grundvelli reglugerðarinnar fengið viðurkenningu á því að þeir standist skilyrði hennar. Áfram verður stuðst við gildandi merki um vistvæna framleiðslu.

Samkvæmt 4. grein reglugerðarinnar geta framleiðendur óskað eftir viðurkenningu á vistvænni landbúnaðarafurð til viðkomandi búnaðarsambands. Framleiðendur sem nú nýta sér merkið eru hvattir til að óska sem fyrst eftir úttekt til búnaðarsambands á sínu starfssvæði. Framleiðendum, sem óska þess að fá framleiðslu sína viðurkennda sem vistvæna, er á sama hátt bent á að sækja um til búnaðarsambands við fyrsta tækifæri. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið mun halda skrá um þá sem fá slíka viðurkenningu og birta á heimasíðu sinni. Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið vill með aðgerðum sínum núna, í samstarfi við samtök framleiðenda og neytenda koma reglum um vistvæna landbúnaðarframleiðslu í betra horf svo ekki þurfi að leika vafi á því í hugum neytenda, hvaða framleiðsla hefur rétt til að nýta sér það heiti.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...