Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Merkin þrjú fyrir vernd afurðaheita.
Merkin þrjú fyrir vernd afurðaheita.
Fréttir 2. júní 2016

Reglugerð um vernd afurðaheita

Höfundur: smh
Í lok árs 2014 voru ný lög samþykkt á Alþingi um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Í lok aprílmánaðar síðastliðins birti atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið reglugerð þar sem lögin eru útfærð og um leið var auglýst eftir athugasemdum um hana. Frestur til að skila inn athuga­semdum um hana rann út 11. maí síðastliðinn. 
 
Hægt að vernda bæði matvæli og aðrar afurðir
 
Tilgangur laganna er að vernda afurðaheiti til að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti.  
 
Í drögunum sem eru fyrirliggjandi er tiltekið í 1. grein 1. kafla að reglugerðin gildi um matvæli og aðrar afurðir samkvæmt viðauka I. Matvæli samkvæmt skilgreiningu í reglugerðinni eru hvers konar efni eða vörur, hvort sem þau eru fullunnin, unnin að hluta eða óunnin, sem fólki er ætlað að neyta eða sem eðlilegt er að vænta að fólk neyti. Hugtakið tekur einnig til drykkja, tyggigúmmís og hvers kyns efna sem bætt er af ásettu ráði í matvæli við frumframleiðslu þeirra, vinnslu eða meðferð, svo og fæðubótarefna. Í viðauka I eru aðrar afurðir en matvæli tilgreindar: ull, fjaðrir, skinn, fiskroð, leður, horn og bein, bómull, korkur, hampur, tág, náttúrulegt gúmmí og kvoður, náttúrulegt litarefni, blóm og skrautplöntur, ilmolíur, tóbak, hey og mjölblöndur ætlaðar til dýrafóðurs.
 
Með lögunum geta íslenskir afurðaframleiðendur sótt um sér­staka vernd fyrir afurðir sínar sem framleiddar eru á tilteknu svæði eða eftir tiltekinni framleiðsluaðferð. Slík vernd þekkist vel í nágrannalöndum okkar en íslensku lögin og drög reglugerðarinnar taka mið af reglugerð Evrópusambandsins um gæðakerfi fyrir landbúnaðarafurðir og matvæli. 
 
Gert er ráð fyrir að umsóknargjald fyrir vernd á afurðaheiti sé 75 þúsund krónur. 
 
Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...