Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Merkin þrjú fyrir vernd afurðaheita.
Merkin þrjú fyrir vernd afurðaheita.
Fréttir 2. júní 2016

Reglugerð um vernd afurðaheita

Höfundur: smh
Í lok árs 2014 voru ný lög samþykkt á Alþingi um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Í lok aprílmánaðar síðastliðins birti atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið reglugerð þar sem lögin eru útfærð og um leið var auglýst eftir athugasemdum um hana. Frestur til að skila inn athuga­semdum um hana rann út 11. maí síðastliðinn. 
 
Hægt að vernda bæði matvæli og aðrar afurðir
 
Tilgangur laganna er að vernda afurðaheiti til að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti.  
 
Í drögunum sem eru fyrirliggjandi er tiltekið í 1. grein 1. kafla að reglugerðin gildi um matvæli og aðrar afurðir samkvæmt viðauka I. Matvæli samkvæmt skilgreiningu í reglugerðinni eru hvers konar efni eða vörur, hvort sem þau eru fullunnin, unnin að hluta eða óunnin, sem fólki er ætlað að neyta eða sem eðlilegt er að vænta að fólk neyti. Hugtakið tekur einnig til drykkja, tyggigúmmís og hvers kyns efna sem bætt er af ásettu ráði í matvæli við frumframleiðslu þeirra, vinnslu eða meðferð, svo og fæðubótarefna. Í viðauka I eru aðrar afurðir en matvæli tilgreindar: ull, fjaðrir, skinn, fiskroð, leður, horn og bein, bómull, korkur, hampur, tág, náttúrulegt gúmmí og kvoður, náttúrulegt litarefni, blóm og skrautplöntur, ilmolíur, tóbak, hey og mjölblöndur ætlaðar til dýrafóðurs.
 
Með lögunum geta íslenskir afurðaframleiðendur sótt um sér­staka vernd fyrir afurðir sínar sem framleiddar eru á tilteknu svæði eða eftir tiltekinni framleiðsluaðferð. Slík vernd þekkist vel í nágrannalöndum okkar en íslensku lögin og drög reglugerðarinnar taka mið af reglugerð Evrópusambandsins um gæðakerfi fyrir landbúnaðarafurðir og matvæli. 
 
Gert er ráð fyrir að umsóknargjald fyrir vernd á afurðaheiti sé 75 þúsund krónur. 
 
Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...