Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi aðra en þjóðvegi þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil.
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi aðra en þjóðvegi þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil.
Mynd / HKr.
Fréttir 27. mars 2018

Reglugerð um vegi í náttúru Íslands

Höfundur: VH
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um vegi í náttúru Íslands samkvæmt lögum um náttúruvernd. 
 
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi aðra en þjóðvegi í náttúru Íslands þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. 
 
Reglugerðin kveður á um að við gerð aðalskipulags eða svæðisskipulags geri sveitarfélög tillögu að slíkri skrá í víðtæku samráði við meðal annars félaga- og hagsmunasamtök og stofnanir. 
 
Við mat á því hvort vegir eigi heima á skránni skal sérstaklega líta til þess hvort akstur á þeim sé líklegur til að valda neikvæðum áhrifum á náttúru, s.s. raska gróðri, valda jarðvegsrofi eða hafa neikvæð áhrif á ásýnd og landslag. Vegirnir verða flokkaðir í fjóra flokka, meðal annars eftir greiðfærni. 
 
Einnig þarf að tiltaka hvort um opna vegi eða vegi með takmarkaða notkun er að ræða. Þó svo að akstur sé heimilaður á vegum samkvæmt skránni felur það ekki í sér að þeir séu færir öllum vélknúnum ökutækjum og leiða ekki til ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga á viðhaldi þeirra.
 
Vegagerðin heldur skrá yfir þessa vegi í stafrænum kortagrunni og veitir almenningi aðgang að skránni í gegnum vefþjónustu bæði til skoðunar og niðurhals.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...