Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi aðra en þjóðvegi þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil.
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi aðra en þjóðvegi þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil.
Mynd / HKr.
Fréttir 27. mars 2018

Reglugerð um vegi í náttúru Íslands

Höfundur: VH
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um vegi í náttúru Íslands samkvæmt lögum um náttúruvernd. 
 
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi aðra en þjóðvegi í náttúru Íslands þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. 
 
Reglugerðin kveður á um að við gerð aðalskipulags eða svæðisskipulags geri sveitarfélög tillögu að slíkri skrá í víðtæku samráði við meðal annars félaga- og hagsmunasamtök og stofnanir. 
 
Við mat á því hvort vegir eigi heima á skránni skal sérstaklega líta til þess hvort akstur á þeim sé líklegur til að valda neikvæðum áhrifum á náttúru, s.s. raska gróðri, valda jarðvegsrofi eða hafa neikvæð áhrif á ásýnd og landslag. Vegirnir verða flokkaðir í fjóra flokka, meðal annars eftir greiðfærni. 
 
Einnig þarf að tiltaka hvort um opna vegi eða vegi með takmarkaða notkun er að ræða. Þó svo að akstur sé heimilaður á vegum samkvæmt skránni felur það ekki í sér að þeir séu færir öllum vélknúnum ökutækjum og leiða ekki til ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga á viðhaldi þeirra.
 
Vegagerðin heldur skrá yfir þessa vegi í stafrænum kortagrunni og veitir almenningi aðgang að skránni í gegnum vefþjónustu bæði til skoðunar og niðurhals.
Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...