Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína tekur gildi
Fréttir 22. júní 2015

Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína tekur gildi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína hefur tekið gildi og samhliða því breyting á reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Í reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína  er m.a. kveðið á um á hvaða svæðum má byggja eldishús og um varnir gegn mengun og fjarlægðarmörk.

Meginreglan er að eldishús skuli byggja á svæðum sem skipulögð eru fyrir landbúnað, iðnað eða þar sem hefur verið mörkuð stefna í aðalskipulagi um staðsetningu eldishúsa. Sveitarstjórn á að taka ákvarðanir um fjarlægðir að teknu tilliti til hugsanlegra umhverfisþátta, í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar en þar eru settar fram lágmarksfjarlagðir að teknu tilliti til mengunarálags og hollustuhátta.

Fram að þessu hefur gilt sú regla að fjarlægðarmörk fyrir loðdýrabú, alifuglabú og svínabú séu 500 metrar frá mannabústöðum, matvælafyrirtækjum eða vinnustöðum annarra en sjálfs búsins. Undanfarin ár hefur ráðherra veitt undanþágur til eldisbúa,  eins og heimilt er samkvæmt lögum, að teknu tilliti til stærðar þeirra, tegundar eldis, tæknibúnaðar og fjarlægðar frá aðliggjandi byggð og hefur komið í ljós að ekki er unnt að hafa ein fjarlægðarmörk fyrir allt eldi. Með nýrri reglugerð eru sett mismunandi fjarlægðamörk að teknu tilliti til tegundar eldis, eðlis og umfangs.


Þá er í reglugerðinni fjallað um mengunarvarnir og kveðið á um að fara skuli eftir bestu fáanlegu tækni við hönnun og byggingu eldishúsa.

Reglugerð nr. 520/2015 um eldishús alifugla, loðdýra og svína.

Skylt efni: Dýrahald | alifuglar | Loðdýr | Svín

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...