Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Reglugerð til umsagnar um velferð dýra við flutning
Fréttir 27. janúar 2017

Reglugerð til umsagnar um velferð dýra við flutning

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um velferð dýra við flutning til kynningar og umsagnar. 

Frestur til að skila umsögnum er til 16. febrúar 2017.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að samkvæmt lögum um velferð dýra skal ráðherra setja í reglugerð ákvæði um flutning og rekstur dýra og um leyfi fyrir flutningstækjum, öryggisbúnaði og merkingu þeirra. „Þá skal ráðherra setja fyrirmæli er tryggja velferð búfjár í tengslum við flutninga. Einnig skal ráðherra setja nánari ákvæði um flutning búfjár frá brottfararstað til áfangastaðar, þ.m.t. um hleðslu í rými, umfermingu, affermingu, hámarksflutningstíma og um þær kröfur sem eru gerðar um flutningstæki sem flytja búfé, þ.m.t. um hleðslubúnað þeirra. Ráðherra er einnig heimilt að setja reglur um flutningsskilríki flutningsaðila, skyldur gæsluaðila með búfé, sérstök leyfi flutningsaðila sem veitt verða af Matvælastofnun og reglur til að skylda aðila sem vinna við flutning á búfé til að sækja námskeið þar sem m.a. er fjallað um velferð dýra og dýrasjúkdóma. 

Drög reglugerðar um velferð dýra í flutningi hafa verið til vinnslu hjá ráðuneytinu í nokkurn tíma og hafa margir aðilar komið að vinnslu reglugerðarinnar og veitt umsögn um drög hennar á fyrri stigum, má þar nefna: Bændasamtök Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýralæknafélag Íslands, Félag hrossabænda, Svínaræktarfélag Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda, Geitfjárræktarfélag Íslands, Samband íslenskra loðdýrabænda, Landssamband kúabænda, Félag kjúklingabænda, Félag eggjaframleiðenda, Landssamband kanínubænda, Samtök iðnaðarins, Landssamtök sláturleyfishafa, Matvælastofnun, Samgöngustofa, Innanríkisráðuneytið og Icelandair Cargo. Drög reglugerðarinnar fela í sér mikil nýmæli frá núgildandi reglugerð um meðferð búfjár við rekstur og flutning með vögnum, skipum og flugvélum nr. 127/1958, með síðari breytingum.

Drög reglugerðarinnar taka mið af reglugerð ESB nr. 1/2005 um velferð dýra við flutning og sambærilegra reglna í Noregi. Þrátt fyrir að horft hafi verið til ofangreindra reglna taka drög reglugerðarinnar mið af íslenskum aðstæðum með tilliti til vegalengda, veðurfars, sérreglna um inn- og útflutning lifandi dýra og öðrum atriðum sem skipta máli hér á landi.

Reglugerðin er sett er á grundvelli laga um velferð dýra og gildir um flutninga allra dýra. Sérstök athygli er vakin á því að í reglugerðinni er gerður greinamunur annars vegar á flutningi umráðamanns á dýrum sínum á eigin flutningatæki, sé um að ræða hefðbundna árlega flutninga til eða frá beitilandi og flutning á 15 dýrum eða færri og hins vegar flutningum í atvinnuskyni.

Athugasemdir og ábendingar um reglugerðina óskast sendar á netfangið postur@anr.is merkt "Reglugerð um velferð dýra í flutningi." Frestur til að skila umsögnum er til 16. febrúar 2017,“ segir í tilkynningunni.

Reglugerð um velferð dýra við flutning - DRÖG TIL UMSAGNAR

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...