Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Raunávöxtun LSB 5,6% 2013
Fréttir 3. apríl 2014

Raunávöxtun LSB 5,6% 2013

Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda (LSB) var haldinn 21. mars. Þar kom fram að hrein eign til greiðslu lífeyris nam 27,3 milljörðum króna í árslok 2013, hækkaði um 1,8 milljarða króna milli ára eða 7,0%.

Hrein eign til greiðslu lífeyris hefur vaxið frá bankahrunsárinu 2008, ekki aðeins miðað við verðlag hvers árs heldur hefur orðið nokkur aukning umfram hækkun verðlags. Ávöxtun á árinu 2013 var 9,6%, sem samsvarar 5,7% raunávöxtun. Hrein raunávöxtun nam 5,6% á árinu 2013, á móti 5,5% árið 2012.

Ávöxtun síðustu fjögurra ára er 4,5% að meðaltali, sem er talsvert umfram það viðmið sem stuðst er við í tryggingafræðilegri athugun lífeyrissjóðanna.

Afkoma ársins 2013 var með ágætum þegar horft er til takmarkaðra fjárfestingarmöguleika með tilkomu gjaldeyrishaftanna.

Eignasafn sjóðsins er traust og væntingar eru um stöðuga og góða ávöxtun á næstu árum. Aukin áhersla á greiningu á fjárhagslegri stöðu við fjárfestingar, greiðslugetu og gæðamat á skuldara fremur en að horfa eingöngu til ávöxtunar, mun styrkja sjóðinn enn frekar og afkomu hans þegar til framtíðar er litið.
Lífeyrisréttindi sjóðsins eru verðtryggð og breytast til samræmis við breytingu á vísitölu neysluverðs.
Heildariðgjaldatekjur námu 575 m.kr., sem er 13,0% hækkun frá fyrra ári. Iðgjöld sjóðfélaga námu 195 m.kr., mótframlög 379 m.kr. og réttindaflutningar og endurgreiðslur nettó var 1,1 m.kr. Greiðandi virkir sjóðfélagar voru 2.592 á árinu 2013 samanborið við 2.657 á árinu 2012.

Iðgjöld sjóðfélaga eru 4% af launum. Hjá bændum miðast iðgjöld við reiknað endurgjald í landbúnaði eða greidd laun þar sem búrekstrarformi er þannig háttað, sbr. 1. og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 12/1999.
Starfsmenn LSB í árslok 2013 voru þrír auk framkvæmdastjórans, Ólafs K. Ólafs, og er Skúli Bjarnason þar stjórnarformaður.

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...