Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Raunávöxtun LSB 5,6% 2013
Fréttir 3. apríl 2014

Raunávöxtun LSB 5,6% 2013

Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda (LSB) var haldinn 21. mars. Þar kom fram að hrein eign til greiðslu lífeyris nam 27,3 milljörðum króna í árslok 2013, hækkaði um 1,8 milljarða króna milli ára eða 7,0%.

Hrein eign til greiðslu lífeyris hefur vaxið frá bankahrunsárinu 2008, ekki aðeins miðað við verðlag hvers árs heldur hefur orðið nokkur aukning umfram hækkun verðlags. Ávöxtun á árinu 2013 var 9,6%, sem samsvarar 5,7% raunávöxtun. Hrein raunávöxtun nam 5,6% á árinu 2013, á móti 5,5% árið 2012.

Ávöxtun síðustu fjögurra ára er 4,5% að meðaltali, sem er talsvert umfram það viðmið sem stuðst er við í tryggingafræðilegri athugun lífeyrissjóðanna.

Afkoma ársins 2013 var með ágætum þegar horft er til takmarkaðra fjárfestingarmöguleika með tilkomu gjaldeyrishaftanna.

Eignasafn sjóðsins er traust og væntingar eru um stöðuga og góða ávöxtun á næstu árum. Aukin áhersla á greiningu á fjárhagslegri stöðu við fjárfestingar, greiðslugetu og gæðamat á skuldara fremur en að horfa eingöngu til ávöxtunar, mun styrkja sjóðinn enn frekar og afkomu hans þegar til framtíðar er litið.
Lífeyrisréttindi sjóðsins eru verðtryggð og breytast til samræmis við breytingu á vísitölu neysluverðs.
Heildariðgjaldatekjur námu 575 m.kr., sem er 13,0% hækkun frá fyrra ári. Iðgjöld sjóðfélaga námu 195 m.kr., mótframlög 379 m.kr. og réttindaflutningar og endurgreiðslur nettó var 1,1 m.kr. Greiðandi virkir sjóðfélagar voru 2.592 á árinu 2013 samanborið við 2.657 á árinu 2012.

Iðgjöld sjóðfélaga eru 4% af launum. Hjá bændum miðast iðgjöld við reiknað endurgjald í landbúnaði eða greidd laun þar sem búrekstrarformi er þannig háttað, sbr. 1. og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 12/1999.
Starfsmenn LSB í árslok 2013 voru þrír auk framkvæmdastjórans, Ólafs K. Ólafs, og er Skúli Bjarnason þar stjórnarformaður.

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...