Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rannsóknir á næmi arfgerða
Fréttir 26. október 2023

Rannsóknir á næmi arfgerða

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Undanfarin tvö ár hafa verið framkvæmdar rannsóknir á öllum helstu arfgerðum sem íslenskt sauðfé býr yfir og gætu hugsanlega veitt vernd gegn riðu. Niðurstöður liggja nú fyrir.

Þessar rannsóknir eru mikil tímamót, því samkvæmt þeim hafa fundist fleiri genasamsætur sem veita mjög sterka mótstöðu gegn riðu, umfram ARR og T137. Fyrrnefnda arfgerðin er alþjóðlega samþykkt sem verndandi gegn riðu og fannst í íslensku sauðfé árið 2022. Niðurstöður rannsóknanna benda sterklega til þess að T137 arfgerðin sé verndandi gegn riðu.

Einn helsti sérfræðingur heims í næmisrannsóknum og príonsjúkdómum spendýra, dr. Vincent Béringue, hefur framkvæmt PMCA-næmispróf á öllum helstu arfgerðum í íslensku sauðfé frá 2022. Auk þess hefur íslenska teymið (Eyþór Einarsson, Karólína Elísabetardóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Svansson), framkvæmt samanburð arfgerða í jákvæðum og neikvæðum kindum í raunverulegum íslenskum riðuhjörðum. Vincent mun kynna niðurstöður rannsóknanna á sex fræðslufundum víðs vegar um landið. Auk hans munu nokkrir íslenskir sérfræðingar halda erindi um mismunandi atriði rannsóknanna og um framtíðarhorfur. Dagskrá fundanna má sjá í meðfylgjandi töflu.

Skylt efni: rannsóknir arfgerða

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.