Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Rannsóknir á næmi arfgerða
Fréttir 26. október 2023

Rannsóknir á næmi arfgerða

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Undanfarin tvö ár hafa verið framkvæmdar rannsóknir á öllum helstu arfgerðum sem íslenskt sauðfé býr yfir og gætu hugsanlega veitt vernd gegn riðu. Niðurstöður liggja nú fyrir.

Þessar rannsóknir eru mikil tímamót, því samkvæmt þeim hafa fundist fleiri genasamsætur sem veita mjög sterka mótstöðu gegn riðu, umfram ARR og T137. Fyrrnefnda arfgerðin er alþjóðlega samþykkt sem verndandi gegn riðu og fannst í íslensku sauðfé árið 2022. Niðurstöður rannsóknanna benda sterklega til þess að T137 arfgerðin sé verndandi gegn riðu.

Einn helsti sérfræðingur heims í næmisrannsóknum og príonsjúkdómum spendýra, dr. Vincent Béringue, hefur framkvæmt PMCA-næmispróf á öllum helstu arfgerðum í íslensku sauðfé frá 2022. Auk þess hefur íslenska teymið (Eyþór Einarsson, Karólína Elísabetardóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Svansson), framkvæmt samanburð arfgerða í jákvæðum og neikvæðum kindum í raunverulegum íslenskum riðuhjörðum. Vincent mun kynna niðurstöður rannsóknanna á sex fræðslufundum víðs vegar um landið. Auk hans munu nokkrir íslenskir sérfræðingar halda erindi um mismunandi atriði rannsóknanna og um framtíðarhorfur. Dagskrá fundanna má sjá í meðfylgjandi töflu.

Skylt efni: rannsóknir arfgerða

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...