Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Rannsóknir á hvalakúk
Fréttir 5. desember 2018

Rannsóknir á hvalakúk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur líffræðinga og hvala­sérfræðinga mun á næstunni halda í sjö vikna leiðangur til hafsins umhverfis Suður­heimsskautslandið. Tilgangur leiðangursins er að safna sýnum af kúk bláhvala og rannsaka áhrif kúksins á umhverfið.

Samkvæmt því sem haf­líffræðingur frá háskólanum í Liverpool segir er leiðangurinn mjög vel skipulagður og vonast er til að safna miklu magni af sýnum í honum. Tilgátan sem gengið er út frá er að bláhvalakúkur gegni veigamiklu hlutverki í lífkeðju hafsins umhverfis Suðurheimsskautslandið.

Stærsta lífvera hafsins

Þeir sem til þekkja segja að ekki sé eins erfitt að safna hvalakúk eins og ætla mætti í fyrstu. Erfiðasti hluti leiðangursins er að hafa uppi á hvölunum. Næsta skref er að fylgja þeim eftir og vona að þeir kafi ekki of djúpt áður en þeir létta af sér.

Fjöldi bláhvala í heiminum dróst saman um 95% vegna veiða í byrjun tuttugustu aldarinnar. Veiðar á tegundinni voru bannaðar 1966 og í dag er talið að milli 10 og 35 þúsund bláhvali sé að finna í hafinu og mestur er fjöldinn í hafinu umhverfis Suðurheimsskautið.

Bláhvalir er með stærstu lífverum sem lifað hafa á jörðinni, geta orðið meira en 30 metrar að lengd og 200 tonn á þyngd. Til þessa hafa rannsóknir á bláhvölum að mestu snúist um mökun þeirra og far en áhrif þeirra á umhverfi setið á hakanum.

Áburður fyrir plöntusvif

Vitað er að hvalakúkur er járn- og næringarefnaríkur og stuðlar að vexti sjávarbaktería og plöntusvifa sem eru undirstaða fæðukeðjunnar í hafinu og framleiða mikið magn súrefnis.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...