Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rannsóknir á hvalakúk
Fréttir 5. desember 2018

Rannsóknir á hvalakúk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur líffræðinga og hvala­sérfræðinga mun á næstunni halda í sjö vikna leiðangur til hafsins umhverfis Suður­heimsskautslandið. Tilgangur leiðangursins er að safna sýnum af kúk bláhvala og rannsaka áhrif kúksins á umhverfið.

Samkvæmt því sem haf­líffræðingur frá háskólanum í Liverpool segir er leiðangurinn mjög vel skipulagður og vonast er til að safna miklu magni af sýnum í honum. Tilgátan sem gengið er út frá er að bláhvalakúkur gegni veigamiklu hlutverki í lífkeðju hafsins umhverfis Suðurheimsskautslandið.

Stærsta lífvera hafsins

Þeir sem til þekkja segja að ekki sé eins erfitt að safna hvalakúk eins og ætla mætti í fyrstu. Erfiðasti hluti leiðangursins er að hafa uppi á hvölunum. Næsta skref er að fylgja þeim eftir og vona að þeir kafi ekki of djúpt áður en þeir létta af sér.

Fjöldi bláhvala í heiminum dróst saman um 95% vegna veiða í byrjun tuttugustu aldarinnar. Veiðar á tegundinni voru bannaðar 1966 og í dag er talið að milli 10 og 35 þúsund bláhvali sé að finna í hafinu og mestur er fjöldinn í hafinu umhverfis Suðurheimsskautið.

Bláhvalir er með stærstu lífverum sem lifað hafa á jörðinni, geta orðið meira en 30 metrar að lengd og 200 tonn á þyngd. Til þessa hafa rannsóknir á bláhvölum að mestu snúist um mökun þeirra og far en áhrif þeirra á umhverfi setið á hakanum.

Áburður fyrir plöntusvif

Vitað er að hvalakúkur er járn- og næringarefnaríkur og stuðlar að vexti sjávarbaktería og plöntusvifa sem eru undirstaða fæðukeðjunnar í hafinu og framleiða mikið magn súrefnis.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...