Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rannsóknir á hvalakúk
Fréttir 5. desember 2018

Rannsóknir á hvalakúk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur líffræðinga og hvala­sérfræðinga mun á næstunni halda í sjö vikna leiðangur til hafsins umhverfis Suður­heimsskautslandið. Tilgangur leiðangursins er að safna sýnum af kúk bláhvala og rannsaka áhrif kúksins á umhverfið.

Samkvæmt því sem haf­líffræðingur frá háskólanum í Liverpool segir er leiðangurinn mjög vel skipulagður og vonast er til að safna miklu magni af sýnum í honum. Tilgátan sem gengið er út frá er að bláhvalakúkur gegni veigamiklu hlutverki í lífkeðju hafsins umhverfis Suðurheimsskautslandið.

Stærsta lífvera hafsins

Þeir sem til þekkja segja að ekki sé eins erfitt að safna hvalakúk eins og ætla mætti í fyrstu. Erfiðasti hluti leiðangursins er að hafa uppi á hvölunum. Næsta skref er að fylgja þeim eftir og vona að þeir kafi ekki of djúpt áður en þeir létta af sér.

Fjöldi bláhvala í heiminum dróst saman um 95% vegna veiða í byrjun tuttugustu aldarinnar. Veiðar á tegundinni voru bannaðar 1966 og í dag er talið að milli 10 og 35 þúsund bláhvali sé að finna í hafinu og mestur er fjöldinn í hafinu umhverfis Suðurheimsskautið.

Bláhvalir er með stærstu lífverum sem lifað hafa á jörðinni, geta orðið meira en 30 metrar að lengd og 200 tonn á þyngd. Til þessa hafa rannsóknir á bláhvölum að mestu snúist um mökun þeirra og far en áhrif þeirra á umhverfi setið á hakanum.

Áburður fyrir plöntusvif

Vitað er að hvalakúkur er járn- og næringarefnaríkur og stuðlar að vexti sjávarbaktería og plöntusvifa sem eru undirstaða fæðukeðjunnar í hafinu og framleiða mikið magn súrefnis.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...