Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rannsóknir á hvalakúk
Fréttir 5. desember 2018

Rannsóknir á hvalakúk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur líffræðinga og hvala­sérfræðinga mun á næstunni halda í sjö vikna leiðangur til hafsins umhverfis Suður­heimsskautslandið. Tilgangur leiðangursins er að safna sýnum af kúk bláhvala og rannsaka áhrif kúksins á umhverfið.

Samkvæmt því sem haf­líffræðingur frá háskólanum í Liverpool segir er leiðangurinn mjög vel skipulagður og vonast er til að safna miklu magni af sýnum í honum. Tilgátan sem gengið er út frá er að bláhvalakúkur gegni veigamiklu hlutverki í lífkeðju hafsins umhverfis Suðurheimsskautslandið.

Stærsta lífvera hafsins

Þeir sem til þekkja segja að ekki sé eins erfitt að safna hvalakúk eins og ætla mætti í fyrstu. Erfiðasti hluti leiðangursins er að hafa uppi á hvölunum. Næsta skref er að fylgja þeim eftir og vona að þeir kafi ekki of djúpt áður en þeir létta af sér.

Fjöldi bláhvala í heiminum dróst saman um 95% vegna veiða í byrjun tuttugustu aldarinnar. Veiðar á tegundinni voru bannaðar 1966 og í dag er talið að milli 10 og 35 þúsund bláhvali sé að finna í hafinu og mestur er fjöldinn í hafinu umhverfis Suðurheimsskautið.

Bláhvalir er með stærstu lífverum sem lifað hafa á jörðinni, geta orðið meira en 30 metrar að lengd og 200 tonn á þyngd. Til þessa hafa rannsóknir á bláhvölum að mestu snúist um mökun þeirra og far en áhrif þeirra á umhverfi setið á hakanum.

Áburður fyrir plöntusvif

Vitað er að hvalakúkur er járn- og næringarefnaríkur og stuðlar að vexti sjávarbaktería og plöntusvifa sem eru undirstaða fæðukeðjunnar í hafinu og framleiða mikið magn súrefnis.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...