Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Garður í Mývatnssveit, Torfbær með fjórum burstum. Fyrir framan bæinn stendur kona sem styður hendi undir kinn. Myndin er tekin á árunum 1925–1935. Mynd / Þjóðminjasafn
Garður í Mývatnssveit, Torfbær með fjórum burstum. Fyrir framan bæinn stendur kona sem styður hendi undir kinn. Myndin er tekin á árunum 1925–1935. Mynd / Þjóðminjasafn
Fréttir 6. ágúst 2019

Rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þjóðminjasafn Íslands hefur sent út spurningaskrá um viðhorf almennings til torfhúsa og er henni ætlað að leiða í ljós hvaða sess torfhús skipa í hversdagslífi þjóðarinnar, minjavernd, fræðslu og ferðaþjónustu og hvort Íslendingar vilji vernda og nýta þannig hús með öðrum hætti en nú er gert.

Torfkirkjan að Víðimýri í Skagafirði sem byggð var árið 1834. Kirkjan hefur verið í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1936. Mynd / Sigríður Sigurðardóttir

Með hugtakinu torfhús er átt við byggingu sem að meira eða minna leyti er hlaðin úr torfi og grjóti.
Að rannsókninni standa Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands, Byggðasafn Skagfirðinga og Rannsóknamiðstöð ferðamála undir forystu Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, sem leiðir verkefnið.

Sérstakur byggingararfur

Sigríður Sigurðardóttir, kennari við Ferða-máladeild Háskólans á Hólum, segir að torfhús séu mikilvægur hluti af íslenskum menningararfi. „Torfbyggingar varpa ljósi á sérstöðu íslensks bygg­ingararfs. Erlendir ferðamenn sýna þeim áhuga og ferðamennska og -þjónusta, sem hefur vaxandi áhrif á efnahag, menningu, náttúru og ímynd landsins, hefur einnig haft áhrif á sjónarmið fólks til verndunar og nýtingar menningar- og náttúruminja.

Sigríður Sigurðardóttir.

Viðhaldsþekking hverfandi

Ókunnur fjöldi standandi og hálfstandandi torfhúsa er um allt land en viðhaldsþekking þeirra er hverfandi. Við því þarf að bregðast svo hægt verði að gera ráðstafanir, hvort sem er til verndunar og nytja eða utanumhalds til framtíðar litið. Markmið með rannsókn um viðhorf landsmanna og ferðamanna til þessa menningararfs er til að leiða í ljós hvaða sess torfhús hafa í fræðslu, minjavernd og í ferðaþjónustu og hver vilji Íslendinga er til að vernda og nýta torfhús, hvort sem þau eru notuð eða ekki.“

Skráning torfhúsa og torfhúsaleifa

Samhliða rannsókninni eru áform um að skrá allar torfbyggingar, híbýli og búpeningshús, á landinu því fjöldi standandi eða nýtanlegra torfhúsa er óþekktur.

Þá verða torfhús þar sem yngri byggingarefni, eins og til dæmis steinsteypa og bárujárn eru áberandi, einnig skrásett.

Tengil á spurningaskrána má finna inni á vefsíðunni www.sarpur.is undir flipanum „Þjóðhættir“.
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...