Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Atferliseiginleikar íslensks forystufjár eru einstakir á heimsvísu.
Atferliseiginleikar íslensks forystufjár eru einstakir á heimsvísu.
Fréttir 8. desember 2020

Rannsókn á forustufé og hjarðhegðun í návígi við rándýr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýrri grein í Applied Animal Behaviour Science fjalla Emm Brunberga, Emma Eyþórsdóttir, Ólafur R. Dýrmundsson og Lise Grøvad um forustukindur og áhrif þess á hegðun hjarða sauðfjár komist það í návígi við rándýr. Um er að ræða ritrýnda vísindagrein sem kom út í október 2020.

Fram til þessa hafa erfðarannsóknir og erfðaval í sauðfjárrækt nánast eingöngu beinst að því að auka framleiðslu en litið framhjá atferli og hegðun eins og viðbrögðum fjárins við rándýrum.

Forustukindur hafi  áhrif á hegðun hópa

Í greininni kemur fram að íslenskt forustufé hafi verið valið vegna sérstakra hegðunareinkenna eins og að leiða fjárhópa heim af afrétti þegar hætta stafar af. Eiginleikar eins og þessi geta reynst vel á svæðum þar sem mikið er um rándýr og í rannsókninni var kannað hvort viðbrögð og hegðunarmunstur fjárhópa með og án forustufjár væri misjafnt við rask vegna rándýra.

Rannsóknin fór þannig fram að atferli lítilla hópa sauðfjár með og án forustukinda var skoðað á meðan maður, hundur og dróni fór um tilraunasvæðið. Athugunin sýndi að hópar forustukinda eyddu meiri tíma við beit en hópar án forustusauðar og voru auk þess fljótari að jafna sig og taka upp eðlilega hegðun eftir rask af völdum hunda eða manna. Auk þess sem hópur fjár með forustukind staðsetti sig nær flóttaleiðum en hópar án forustukinda og það fellur vel að kenningunni um að forustufé leiði hjörðina heim þegar hætta steðjar að.

Aftur á móti var fé þar sem forustukind var í hópnum meira á ferðinni miðað við hópa án forustukinda þegar dróni var látinn fljúga yfir tilraunareitina.

Ástæða þess kann að vera sú að báðir hóparnir þekktu til manna og hunda en ekki dróna og af þeim sökum jafnað sig fyrr eftir rask hunda eða manna en forustukindur verið meira á varðbergi gagnvart drónanum.

Að rannsókninni lokinni virðist líklegt að vera forustukindar í hópnum hafi áhrif á hegðun hópsins og breyti henni.

Flytja átti forustufé til Noregs

Ólafur R. Dýrmundsson, einn af aðstandendum rannsóknarinnar, sagði í samtali við Bændablaðið að til hafi staðið að flytja forustukindur til Noregs og kanna hvort þær gætu dregið úr vanhöldum í fjárhópum af völdum rándýra vegna þess hve forystukindur sýna mikla árvekni. „Vísbendingar um slíka verndun voru komnar fram í íslensku fé í Kanada um aldamótin. Því miður var okkur í þessu norsk-íslenska verkefni ekki leyft að flytja forystufé til Noregs og því var sett upp vel skipulögð tilraun á Hesti í Borgarfirði.“

Hann segir að niðurstöðurnar staðfesti suma þá arfbundnu atferliseiginleika sem einkenni íslenskt forystufé, sem er einstakt á heimsvísu.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...