Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Heimilisfólk í Hlíðartúni í Njarðvík, Margrét B. Hjarðar, Jakob Sigurðsson og Bóas Jakobsson. Myndin var tekin í haust þegar Bændablaðið var þar í heimsókn.
Heimilisfólk í Hlíðartúni í Njarðvík, Margrét B. Hjarðar, Jakob Sigurðsson og Bóas Jakobsson. Myndin var tekin í haust þegar Bændablaðið var þar í heimsókn.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 5. janúar 2015

Rafmagnslaust í hátt í tvo sólarhringa í Hlíðartúni við Borgarfjörð eystra

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það brunnu nú upp ansi mörg kerti hjá okkur, en það var í lagi því nóg var til,“ segir Jakob Sigurðsson, sem býr ásamt konu sinni, Margréti B. Hjarðar, og Bóasi, syni þeirra, að Hlíðartúni í Njarðvík við Borgarfjörð eystra.

Þar reka þau sauðfjárbú, eru með nautaeldi og starfrækja ferðaþjónustu.  Rafmagnslaust varð í 10 húsum í tæpa tvo sólarhringa á leggnum frá Borgarfirði eystra og að Njarðvík, en einungis er búið í fjórum þeirra. Spennir í jarðstreng sem liggur frá Borgarfirði og yfir í Njarðvík gaf sig af einhverjum ástæðum.

Dúða sig vel undir sængina

„Það væsti ekki um okkur, íbúðar­húsið er vel einangrað og við fundum ekki fyrir miklum kulda, vorum bara vel klædd, lopapeysur koma að góðum notum og svo var bara að dúða sig vel undir sængina,“ segir Jakob. Þá höfðu þau gaseldavél innan seilingar og frá henni barst ágætis hiti þegar kvöldmaturinn var eldaður.

„Bóas fékk okkur til að spila, við sátum við það í kertaljósinu svo það má segja að við höfum fengið forskot á jólastemninguna og það var alveg ljómandi gott,“ segir hann.

Sat yfir fjárbókinni

Margrét sat yfir fjárbókinni í tölvunni þegar rafmagnið fór af um kl. 21 á sunnudagskvöld. Tölvan fór í gang að nýju og hafði ekki orðið fyrir skemmdum. Mestar áhyggjur segir Jakob að þau hafi haft af rafmagnstækjum, ísskáp og frystikistu og matvælum sem þar voru geymd, en svo virðist sem allt hafi sloppið nokkuð vel.

„Við gáfum skepnum bara einu sinni á dag og þá vel, það var svo mikið myrkur og erfitt að paufast niður í hús. Þeim virðist ekki hafa orðið meint af og eru vel haldnar,“ segir Jakob. Engir gestir voru á vegum ferðaþjónustunnar á þeim tíma sem rafmagnsleysið varði.

Þakplötur fuku af hlöðu

Í óveðrinu sem geisaði fyrr í mánuðinum fuku þakplötur af hlöðunni við bæinn og voru félagar í björgunarsveitinni Sveinungum kallaðir til aðstoðar. „Það fuku þarna nokkrar plötur út í veður og vind og til allrar hamingju ollu þeir ekki neinu tjóni, en slíkt hefði vel getað orðið. Þannig að það má segja að við höfum sloppið vel frá þessu öllu saman,“ segir Jakob.

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...