Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Landnet telur mikilvægt að koma á fót raflínunefnd til að efla samtal vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Ekki eru allir á eitt sáttir við þá nálgun, því slík nefnd myndi skerða skipulagsvald sveitarfélaga. Meðfylgjandi mynd sýnir Búrfellslínur 1 og 3 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Landnet telur mikilvægt að koma á fót raflínunefnd til að efla samtal vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Ekki eru allir á eitt sáttir við þá nálgun, því slík nefnd myndi skerða skipulagsvald sveitarfélaga. Meðfylgjandi mynd sýnir Búrfellslínur 1 og 3 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Mynd / ál
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raflínunefndar sem myndi rýra skipulagsvald sveitarfélaga. Samkvæmt upplýsingum hefur Landsnet þrýst á stjórnvöld um að stofna þessa nefnd til þess að liðka fyrir uppbyggingu á Holtavörðuheiðarlínu 1.

Í svari við fyrirspurn segir að byggðarráð Borgarbyggðar ítreki afstöðu sveitarstjórnar um að ekki sé tímabært að skipa raflínunefnd vegna fyrirhugaðrar Holtavörðuheiðarlínu 1. Þó að Holtavörðuheiðarlína 1 sé mikilvæg fyrir raforkuöryggi landsins feli skipan raflínunefndar í sér eftirgjöf skipulagsvalds sveitarfélaga.

Ekki endilega tímabær nefnd

Í bókun sveitarstjórnar segir: „Innan sveitarfélaga eru skiptar skoðanir um æskilegt línustæði og ekki loku fyrir það skotið að ágreiningur muni vakna milli sveitarfélaga sömuleiðis. Því er æskilegt að skapaður sé farvegur til að ávarpa og greiða úr slíkum ágreiningi og tryggja sameiginlegan skilning. Fulltrúar sveitarfélaga í nefndinni fylgja enda stefnu sinna sveitarfélaga og gæti hagsmuna þeirra.

Ekki er komin reynsla á skipan raflínunefnda og er von sveitarstjórnar að ef til þess kemur muni nefndin verða til þess að styrkja samtal Landsnets, ráðuneytis og sveitarfélaga sem vega muni fyllilega upp á móti þeim breytta farvegi skipulagsferlisins. Skipan raflínunefndar felur í sér eftirgjöf skipulagsvalds og þær breytingar sem gerðar hafa verið á raforkulögum síðustu ár hafa rýrt skipulagsvald sveitarfélaga gagnvart kerfisáætlun Landsnets.“

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, tekur í svipaðan streng í samtali og segir sveitarfélagið almennt séð ekki vera hlynnt stofnun raflínunefndar þó svo að þar sé ekki andstaða við Holtavörðuheiðarlínu 1. Fyrirhuguð raflína myndi ekki liggja í gegnum Húnaþing vestra nema að litlu leyti.

Samtal mikilvægt í ákvarðanatöku

Í svari frá Landsneti segir að til að tryggja öruggan og skilvirkan raforkuflutning um landið þarf að ráðast í framkvæmdir á flutningskerfinu. „Til þess að slíkar framkvæmdir geti gengið hratt og vel þarf samstarf stjórnvalda, sveitarfélaga og Landsnets. Raflínunefnd er sú leið sem Landsnet hefur lagt ríka áherslu á enda stuðlar hún að einfaldari og skilvirkari leyfisveitingum.

Við leggjum áherslu á opið og gagnlegt samtal við sveitarstjórnir og landeigendur enda eru sjónarmið þeirra mikilvæg í allri ákvarðanatöku. Aðalatriðið er að finna leiðir til að ná niðurstöðu þannig að undirbúningur framkvæmda geti haldið áfram án tafa þegar kemur að leyfisveitingu og skipulagi. Í tilviki Holtavörðuheiðarlínu 1 liggur fyrir að beiðni um skipan raflínunefndar hefur verið send ráðuneytinu sem enn á eftir að afgreiða málið. Einnig liggja fyrir umsagnir sveitarfélaga,“ segir í skriflegu svari Landsnets.

Landeigendur ósáttir

Landeigendur í Borgarfirði, sem hafa sett sig upp á móti Holtavörðuheiðarlínu 1 og skipun raflínunefndar, hafa stofnað með sér hagsmunasamtök. Eiríkur Blöndal, bóndi á Jaðri og félagi í Hagsmunasamtökum landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 1, segist í skriflegu svari vera undrandi á því að Landsnet hefji þetta mál aftur og að stjórnarráðið taki það til afgreiðslu.

„Engar nýjar haldbærar forsendur eru sjáanlegar frá því að þessari beiðni var síðast hafnað,“ segir í svari Eiríks. „Hér er einnig um að ræða beiðni sem gengur nærri rétti sveitarfélaga til sjálfsstjórnar samkvæmt stjórnarskrá og vegur nærri mannréttindum þess fólks sem verður fyrir fyrirhugaðri framkvæmd.

Efni lagagreinar þeirrar sem beiðni Landsnets vísar til er líka mjög óljóst. Verður ekki annað séð en að ef raflínunefnd verði stofnuð muni félags- og húsnæðismálaráðherra ráða öllu í málinu. Er honum ætlað þetta vald á grundvelli stefnumörkunar ríkis í málaflokknum, sem virðist ekki vera til. Framganga Landnets í málinu öllu er með ólíkindum og það er sérstaklega ámælisvert hversu sofandi stjórnvöld eru fyrir hegðun þessa óskabarns síns.“

Hafa ekki fengið upplýsingar

Eiríkur segir félaga í hagsmunasamtökunum hafa gengið á fund nokkurra ráðherra í sumar til þess að fara yfir þessi mál. Á fundi með félags- og húsnæðismálaráðherra, sem fer með málaflokk raflína, var framkvæmdin rædd í heild og „vangeta Skipulagsstofnunar til að hafa nokkurt vald á þeim málaflokki sem þeirri stofnun er ætlað,“ segir í skriflegu svari Eiríks. „Meðal annars því brjálæði að ætla almenningi að kynna sér og gera umsagnir við margar mörg þúsund blaðsíðna skýrslur sem Landsnet leggur fram, auk þeirra skýrslna í svipuðu umfangi sem samstarfsfjárfestar Landsnets leggja fram, m.a. vegna fyrirhugaðra vindmylluvera.“

Þá fóru landeigendur á fund fjármálaráðherra sem fer með málefni Landsnets til þess að kvarta undan ítrekuðum höfnunum fyrirtækisins að gefa hagsmunasamtökunum upplýsingar, meðal annars um fyrirhugaða legu línunnar og vegslóða, og upplýsingar um samninga sem hafa verið gerðir við landeigendur.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...