Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hlutfall rafbíla er yfir helmingur nýskráninga.
Hlutfall rafbíla er yfir helmingur nýskráninga.
Mynd / transportenvironment.org
Fréttir 30. ágúst 2022

Rafbílum fjölgar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út er komin önnur stöðuskýrsla verkefnisstjórnar um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Samkvæmt skýrslunni eru stærstu tækifærin til að ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðir í áætluninni eru alls 50 og eru allar nema ein nú komnar í framkvæmd eða eru í vinnslu.

Í skýrslunni hvetur verkefnastjórn til að tryggt verði að jákvæð þróun í rafvæðingu bílaflotans haldi áfram og að hugað verði sérstaklega að orkuskiptum í þungaflutningum og fjölgun rafknúinna bílaleigubíla. Eins eru aðgerðir í sjávarútvegi og landbúnaði sagðar nauðsynlegar og að tryggja þurfi áframhaldandi úrbótaverkefni í landnotkun.

Samkvæmt því sem segir í skýrslunni hafa aðgerðir tengdar orkuskiptum í samgöngum á landi skilað árangri og rafbílum fjölga hratt. Er hlutfall vistvænna ökutækja yfir helmingur nýskráninga.

Nú eru 23 af 74 aðgerðum vegvísisins um vistvæna mannvirkjagerð komnar á undirbúnings-, framkvæmdastig eða þeim lokið.

Samkvæmt niðurstöðum losunarbókhalds Íslands frá því í vor dróst losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð Íslands saman um 5% milli áranna 2019- 2020 og var 13% minni en árið 2005, sem er viðmiðunarárið fyrir loftslagsskuldbindingar Íslands.

Skylt efni: rafbílar

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...