Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hlutfall rafbíla er yfir helmingur nýskráninga.
Hlutfall rafbíla er yfir helmingur nýskráninga.
Mynd / transportenvironment.org
Fréttir 30. ágúst 2022

Rafbílum fjölgar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út er komin önnur stöðuskýrsla verkefnisstjórnar um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Samkvæmt skýrslunni eru stærstu tækifærin til að ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðir í áætluninni eru alls 50 og eru allar nema ein nú komnar í framkvæmd eða eru í vinnslu.

Í skýrslunni hvetur verkefnastjórn til að tryggt verði að jákvæð þróun í rafvæðingu bílaflotans haldi áfram og að hugað verði sérstaklega að orkuskiptum í þungaflutningum og fjölgun rafknúinna bílaleigubíla. Eins eru aðgerðir í sjávarútvegi og landbúnaði sagðar nauðsynlegar og að tryggja þurfi áframhaldandi úrbótaverkefni í landnotkun.

Samkvæmt því sem segir í skýrslunni hafa aðgerðir tengdar orkuskiptum í samgöngum á landi skilað árangri og rafbílum fjölga hratt. Er hlutfall vistvænna ökutækja yfir helmingur nýskráninga.

Nú eru 23 af 74 aðgerðum vegvísisins um vistvæna mannvirkjagerð komnar á undirbúnings-, framkvæmdastig eða þeim lokið.

Samkvæmt niðurstöðum losunarbókhalds Íslands frá því í vor dróst losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð Íslands saman um 5% milli áranna 2019- 2020 og var 13% minni en árið 2005, sem er viðmiðunarárið fyrir loftslagsskuldbindingar Íslands.

Skylt efni: rafbílar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...