Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hlutfall rafbíla er yfir helmingur nýskráninga.
Hlutfall rafbíla er yfir helmingur nýskráninga.
Mynd / transportenvironment.org
Fréttir 30. ágúst 2022

Rafbílum fjölgar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út er komin önnur stöðuskýrsla verkefnisstjórnar um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Samkvæmt skýrslunni eru stærstu tækifærin til að ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðir í áætluninni eru alls 50 og eru allar nema ein nú komnar í framkvæmd eða eru í vinnslu.

Í skýrslunni hvetur verkefnastjórn til að tryggt verði að jákvæð þróun í rafvæðingu bílaflotans haldi áfram og að hugað verði sérstaklega að orkuskiptum í þungaflutningum og fjölgun rafknúinna bílaleigubíla. Eins eru aðgerðir í sjávarútvegi og landbúnaði sagðar nauðsynlegar og að tryggja þurfi áframhaldandi úrbótaverkefni í landnotkun.

Samkvæmt því sem segir í skýrslunni hafa aðgerðir tengdar orkuskiptum í samgöngum á landi skilað árangri og rafbílum fjölga hratt. Er hlutfall vistvænna ökutækja yfir helmingur nýskráninga.

Nú eru 23 af 74 aðgerðum vegvísisins um vistvæna mannvirkjagerð komnar á undirbúnings-, framkvæmdastig eða þeim lokið.

Samkvæmt niðurstöðum losunarbókhalds Íslands frá því í vor dróst losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð Íslands saman um 5% milli áranna 2019- 2020 og var 13% minni en árið 2005, sem er viðmiðunarárið fyrir loftslagsskuldbindingar Íslands.

Skylt efni: rafbílar

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...