Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rafbændur sameinast árið 1999
Mynd / samsett mynd / BBL
Gamalt og gott 14. maí 2019

Rafbændur sameinast árið 1999

Höfundur: smh

Í forsíðufrétt 18. maí árið 1999 er greint frá undirbúningi að stofnun Landssamtaka raforkubænda, en það eru þeir bændur sem möguleika hafa á raforkuvirkjun á eigin landareign. 

Áhugavert er að rifja þessa tuttugu ára frétt í því ljósi að í síðasta Bændablaði var sagt frá nýlegum aðalfundi Landssamtaka raforkubænda, þar sem fram kom að víðtækur áhugi sé á raforkumálum og meira sé litið til smærri virkjanamöguleika.

Í fréttinni frá vordögum 1999 kemur fram að undirbúningsvinna fyrir stofnun samtakanna hafi verið í höndum þeirra Þórarins Hrafnkelssonar frá  Hallgeirsstöðum, Norður-Héraði, og Ólafs Eggertssonar frá Þorvaldseyri, Austur-Eyjarfjallahreppi.

Í fréttinni segir ennfremur: „Þróunarstofa Austurlands hefur tekið að sér aðstoð við undirbúningsvinnu en kynningarfundur verður haldinn á Byggðabrúnni, tölvuneti Byggðastofunnar, miðvikudaginn 26. maí klukkan 17.

Á kynningarfundinum verður gerð grein fyrir tildrögum og tilgangi væntanlegra samtaka. Óskað er eftir því að atvinnuráðgjafar um allt land finni fólk sem er líklegt til að eiga hagsmuna að gæta og áhuga hafa á málinu. Þátttöku í kynningarfundinum þarf að tilkynna til atvinnuþróunarfélaga á hverjum stað. Samtökin verða formlega stofnuð í Reykjavík 4. eða 5. júni.

I gögnum sem Þróunarstofa Austurlands hefur sent frá sér kemur fram að smávirkjanir sé að finna nánast um allt land þar sem náttúrulegar aðstæður eru fyrir hendi. „Með smávirkjun er átt við virkjun með uppsett afl á bilinu 0 til 200 kW. í samtökum raforkubænda geta þessi mörk orðið önnur og því er ekki rétt að afmarka kynningu á stofnun þeirra við þessi mörk."

Einnig segir að hagkvæmni smávirkjana hafi vaxið á undanförnum áruin og að möguleikar hafi skapast á raforkuframleiðslu umfram eigin not eigenda. Rafmagnsveitur ríkisins hafi sýnt því áhuga að kaupa hluta umframorkunnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með því hafa skapast aðstæður fyrir bændur til nýsköpunar ílandbúnaði og aukinna tekjuöflunarmöguleika á bújörðum sínum.

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...