Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ræktun árin 2012-2014
Á faglegum nótum 27. apríl 2015

Ræktun árin 2012-2014

Höfundur: Borgar Páll Bragason
Nú hafa flestir bændur gengið frá áburðarpöntunum sínum og eru því væntanlega búnir að gera áætlun um hversu mikið land þeir ætla að taka undir nýsáningu í vor. 
 
Sáðvöruframboðið liggur fyrir hjá flestum fræsölunum og má finna samantekið yfirlit yfir fræframboðið á síðu RML, rml.is. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma í að velja tegundir og yrki og meta hverjar þarfir búsins eru til öflunar tiltekins fóðurs. Þannig má leggja góðan grunn að fóðuráætlun næsta árs.
 
Það er spennandi að sjá hvernig bændur muni haga ræktun sinni í vor. Súluritið hér að neðan sýnir hvernig þróunin hefur verið síðustu þrjú ár. Árið 2013 var ræktunin mest og skýrist það að af því að tún kól illa á Norður- og Austurlandi veturinn áður og endurræktun túna og grænfóðurrækt var því nauðsynleg af þeim sökum.
 
Ekki alls staðar sama þróun
 
Þegar gögn um kornræktina eru skoðuð betur sést að þróunin er ekki alveg sú sama alls staðar á landinu en þar sem kornrækt er langmest stunduð á Suðurlandi munar mestu um hvaða stefnu sunnlenskir bændur taka í ræktun sinni. Ein ástæðan fyrir samdrætti í kornrækt á Norðurlandi árið 2013 er sú að þá kusu bændur að afla eins mikils gróffóðurs og þeir gátu í kjölfar kalskemmdanna, í stað þess að rækta korn. 
 
 

3 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...