Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ræktun árin 2012-2014
Fræðsluhornið 27. apríl 2015

Ræktun árin 2012-2014

Höfundur: Borgar Páll Bragason
Nú hafa flestir bændur gengið frá áburðarpöntunum sínum og eru því væntanlega búnir að gera áætlun um hversu mikið land þeir ætla að taka undir nýsáningu í vor. 
 
Sáðvöruframboðið liggur fyrir hjá flestum fræsölunum og má finna samantekið yfirlit yfir fræframboðið á síðu RML, rml.is. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma í að velja tegundir og yrki og meta hverjar þarfir búsins eru til öflunar tiltekins fóðurs. Þannig má leggja góðan grunn að fóðuráætlun næsta árs.
 
Það er spennandi að sjá hvernig bændur muni haga ræktun sinni í vor. Súluritið hér að neðan sýnir hvernig þróunin hefur verið síðustu þrjú ár. Árið 2013 var ræktunin mest og skýrist það að af því að tún kól illa á Norður- og Austurlandi veturinn áður og endurræktun túna og grænfóðurrækt var því nauðsynleg af þeim sökum.
 
Ekki alls staðar sama þróun
 
Þegar gögn um kornræktina eru skoðuð betur sést að þróunin er ekki alveg sú sama alls staðar á landinu en þar sem kornrækt er langmest stunduð á Suðurlandi munar mestu um hvaða stefnu sunnlenskir bændur taka í ræktun sinni. Ein ástæðan fyrir samdrætti í kornrækt á Norðurlandi árið 2013 er sú að þá kusu bændur að afla eins mikils gróffóðurs og þeir gátu í kjölfar kalskemmdanna, í stað þess að rækta korn. 
 
 

3 myndir:

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...