Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ræktun árin 2012-2014
Á faglegum nótum 27. apríl 2015

Ræktun árin 2012-2014

Höfundur: Borgar Páll Bragason
Nú hafa flestir bændur gengið frá áburðarpöntunum sínum og eru því væntanlega búnir að gera áætlun um hversu mikið land þeir ætla að taka undir nýsáningu í vor. 
 
Sáðvöruframboðið liggur fyrir hjá flestum fræsölunum og má finna samantekið yfirlit yfir fræframboðið á síðu RML, rml.is. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma í að velja tegundir og yrki og meta hverjar þarfir búsins eru til öflunar tiltekins fóðurs. Þannig má leggja góðan grunn að fóðuráætlun næsta árs.
 
Það er spennandi að sjá hvernig bændur muni haga ræktun sinni í vor. Súluritið hér að neðan sýnir hvernig þróunin hefur verið síðustu þrjú ár. Árið 2013 var ræktunin mest og skýrist það að af því að tún kól illa á Norður- og Austurlandi veturinn áður og endurræktun túna og grænfóðurrækt var því nauðsynleg af þeim sökum.
 
Ekki alls staðar sama þróun
 
Þegar gögn um kornræktina eru skoðuð betur sést að þróunin er ekki alveg sú sama alls staðar á landinu en þar sem kornrækt er langmest stunduð á Suðurlandi munar mestu um hvaða stefnu sunnlenskir bændur taka í ræktun sinni. Ein ástæðan fyrir samdrætti í kornrækt á Norðurlandi árið 2013 er sú að þá kusu bændur að afla eins mikils gróffóðurs og þeir gátu í kjölfar kalskemmdanna, í stað þess að rækta korn. 
 
 

3 myndir:

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóð...

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt ...

Stagað í innviðaskuldina
Fréttir 18. júní 2025

Stagað í innviðaskuldina

Vegagerðin hefur jafnan í nógu að snúast í vegaframkvæmdum um leið og vetri létt...

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...