Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ræðum fæðuöryggi
Skoðun 5. september 2018

Ræðum fæðuöryggi

Höfundur: Oddný Steina Valsdóttir formaður LS - oddny@bondi.is
Það er erfitt fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með fréttum af langvarandi þurrkum í Norður-Evrópu og skógareldum bæði þar og sunnar í álfunni. Við bætast svo fréttir af ógnarhita í Kína í fyrra, Japan nú í sumar og mannskæðum skógareldum í Kaliforníu. Uppskerubrestur er fyrirsjáanlegur víða um heim og yfirvofandi vatnsskortur er veruleiki sem sumar nágrannaþjóðir okkar horfast í augu við.
 
Verð á korni fer hækkandi og fleiri landbúnaðarafurðir munu hækka vegna afleiðinga náttúruhamfara um heiminn. Við munum einnig finna fyrir margvíslegum áhrifum hamfaranna hér á landi og þær íslensku landbúnaðargreinar sem nota innflutt korn í fóður verða ekki jafnar þegar framleiðslukostnaður þeirra hækkar í kjölfarið.
 
Öfgafyllra veðurfar í heiminum leiðir hugann að fæðuöryggi. Margar þjóðir hafa markað ákveðna stefnu, greint og kortlagt þörf sína fyrir matvæli. Þær hafa viðbragðsáætlanir  um fæðuöryggi. og reyna að tryggja að ávallt séu til birgðir af nauðsynlegum aðföngum eða matvælum. Það stendur upp á íslenska stjórnkerfið að marka slíka stefnu fyrir Ísland. Nýting innlendra áburðarefna og innlendrar orku til landbúnaðar eru þættir sem þarf að horfa meira til. Það er verkefni stjórnvalda í dag að virkja stofnanir hins opinbera til að vinna vandaða stefnu um fæðuöryggi fyrir Ísland. Fræðasamfélagið með Landbúnaðarháskóla Íslands ætti þar að vera í fararbroddi.
 
Hugum að samspili mannskepnunnar við náttúruna. Meðferð okkar á landi og nýtingu náttúrugæða. Það skiptir máli hvernig við förum með land. Það fylgja því bæði réttindi og skyldur að eiga og hafa forsjá með landi, því fylgir mikil ábyrgð. Meðferð og nýting náttúrugæða skiptir máli, það skiptir máli að landsins gæðum sé ekki um of misskipt. 
 
Íslendingar eiga að sjá sóma sinn í því að byggja landbúnaði og matvælaframleiðslu lífvænleg skilyrði. Það er mjög mikilvægt sjónarmið inn í umræðu um stórtæk uppkaup einstaklinga á landi. Það er líka mikilvægt sjónarmið inn í umræðu um stöðu sauðfjárræktarinnar. Sauðfjárrækt stendur ekki eingöngu undir mikilvægri matvælaframleiðslu sem styður við fæðuöryggi. Sauðfjárrækt viðheldur einnig drjúgum hluta ræktarlands, enda ein búgreina í landinu sem nýtir nánast eingöngu heimaaflað fóður til framleiðslu. Viðhald ræktarlands er einn af mikilvægustu hlekkjunum í því að tryggja fæðuöryggi.
 
Að búa landbúnaði og matvælaframleiðslu lífvænleg skilyrði er alltaf mikilvægt og spurningar um hvert stefnir hafa sjaldan verið áleitnari. 

Skylt efni: fæðuöryggi

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...