Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ræðum fæðuöryggi
Skoðun 5. september 2018

Ræðum fæðuöryggi

Höfundur: Oddný Steina Valsdóttir formaður LS - oddny@bondi.is
Það er erfitt fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með fréttum af langvarandi þurrkum í Norður-Evrópu og skógareldum bæði þar og sunnar í álfunni. Við bætast svo fréttir af ógnarhita í Kína í fyrra, Japan nú í sumar og mannskæðum skógareldum í Kaliforníu. Uppskerubrestur er fyrirsjáanlegur víða um heim og yfirvofandi vatnsskortur er veruleiki sem sumar nágrannaþjóðir okkar horfast í augu við.
 
Verð á korni fer hækkandi og fleiri landbúnaðarafurðir munu hækka vegna afleiðinga náttúruhamfara um heiminn. Við munum einnig finna fyrir margvíslegum áhrifum hamfaranna hér á landi og þær íslensku landbúnaðargreinar sem nota innflutt korn í fóður verða ekki jafnar þegar framleiðslukostnaður þeirra hækkar í kjölfarið.
 
Öfgafyllra veðurfar í heiminum leiðir hugann að fæðuöryggi. Margar þjóðir hafa markað ákveðna stefnu, greint og kortlagt þörf sína fyrir matvæli. Þær hafa viðbragðsáætlanir  um fæðuöryggi. og reyna að tryggja að ávallt séu til birgðir af nauðsynlegum aðföngum eða matvælum. Það stendur upp á íslenska stjórnkerfið að marka slíka stefnu fyrir Ísland. Nýting innlendra áburðarefna og innlendrar orku til landbúnaðar eru þættir sem þarf að horfa meira til. Það er verkefni stjórnvalda í dag að virkja stofnanir hins opinbera til að vinna vandaða stefnu um fæðuöryggi fyrir Ísland. Fræðasamfélagið með Landbúnaðarháskóla Íslands ætti þar að vera í fararbroddi.
 
Hugum að samspili mannskepnunnar við náttúruna. Meðferð okkar á landi og nýtingu náttúrugæða. Það skiptir máli hvernig við förum með land. Það fylgja því bæði réttindi og skyldur að eiga og hafa forsjá með landi, því fylgir mikil ábyrgð. Meðferð og nýting náttúrugæða skiptir máli, það skiptir máli að landsins gæðum sé ekki um of misskipt. 
 
Íslendingar eiga að sjá sóma sinn í því að byggja landbúnaði og matvælaframleiðslu lífvænleg skilyrði. Það er mjög mikilvægt sjónarmið inn í umræðu um stórtæk uppkaup einstaklinga á landi. Það er líka mikilvægt sjónarmið inn í umræðu um stöðu sauðfjárræktarinnar. Sauðfjárrækt stendur ekki eingöngu undir mikilvægri matvælaframleiðslu sem styður við fæðuöryggi. Sauðfjárrækt viðheldur einnig drjúgum hluta ræktarlands, enda ein búgreina í landinu sem nýtir nánast eingöngu heimaaflað fóður til framleiðslu. Viðhald ræktarlands er einn af mikilvægustu hlekkjunum í því að tryggja fæðuöryggi.
 
Að búa landbúnaði og matvælaframleiðslu lífvænleg skilyrði er alltaf mikilvægt og spurningar um hvert stefnir hafa sjaldan verið áleitnari. 

Skylt efni: fæðuöryggi

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...