Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / HKr.
Fréttir 20. apríl 2021

Ráðuneytið telur flutning Búnaðarstofu hafa verið framfaraskref

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bændasamtökin óskuðu fyrr á árinu eftir áliti umboðsmanns Alþingis á flutningi starfsemi Búnaðarstofu frá MAST til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Bent var á að í slíkum flutningi fælist mögulega brot á lögum um opinbera stjórnsýslu. Bændablaðið óskaði því eftir upplýsingum um fyrirkomulag á verkefnum sem snúa að framkvæmd búvörusamninga innan ráðuneytisins.

Bændasamtökin bíða enn eftir áliti umboðsmanns Alþingis, en í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Bændablaðsins segir:

„Verkefni sem áður tilheyrðu búnaðarstofu Matvælastofnunar voru flutt til ráðuneytisins með lögum nr. 84/2019 sem samþykkt voru á Alþingi 13. júní 2019. Með lögunum voru stjórnsýsluverkefni við framkvæmd búvörusamninga og söfnun hagtalna um úvöruframleiðslu færð frá Matvælastofnun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og heyra þau verkefni nú undir nýja skrifstofu landbúnaðarmála í samræmi við markmið um að efla stjórnsýslu landbúnaðarmála innan ráðuneytisins.“

Telur tilfærslu verkefnanna frá Matvælastofnun til ráðuneytisins hafa verið framfaraskref

„Nýtt skipurit atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tók gildi í október 2020 en með breytingunum urðu til þrjár nýjar fagskrifstofur í stað tveggja áður. Markmið skipulagsbreytinganna var að efla stjórnsýslu, skilvirkni og þjónustu ráðuneytisins með bættum vinnubrögðum, öflugu skipulagi og skýrri verkaskiptingu sem styður við fjölbreytt verkefni.

Hlutverk skrifstofu landbúnaðarmála er að skapa skilvirka umgjörð um landbúnaðarframleiðsluna. Á skrifstofunni starfa 11 starfsmenn með fjölbreytta þekkingu sem nýtist vel í þeim verkefnum sem þar er sinnt. Verkefni er varða framkvæmd búvörusamninga og söfnun hagtalna heyra undir verkefni skrifstofunnar og eru þannig afmörkuð með skýrum hætti innan ráðuneytisins. Starfsmenn skrifstofunnar vinna saman að því að tryggja skilvirka framkvæmd samninganna, framþróun í stafrænni þjónustu og upplýsingasöfnun og -miðlun.

Ráðuneytið telur tilfærslu verk­efnanna frá Matvælastofnun til ráðuneytisins hafa verið framfaraskref sem er til þess fallið að efla stjórnsýslu og stefnumótun á málefnasviði landbúnaðar.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...