Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / HKr.
Fréttir 20. apríl 2021

Ráðuneytið telur flutning Búnaðarstofu hafa verið framfaraskref

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bændasamtökin óskuðu fyrr á árinu eftir áliti umboðsmanns Alþingis á flutningi starfsemi Búnaðarstofu frá MAST til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Bent var á að í slíkum flutningi fælist mögulega brot á lögum um opinbera stjórnsýslu. Bændablaðið óskaði því eftir upplýsingum um fyrirkomulag á verkefnum sem snúa að framkvæmd búvörusamninga innan ráðuneytisins.

Bændasamtökin bíða enn eftir áliti umboðsmanns Alþingis, en í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Bændablaðsins segir:

„Verkefni sem áður tilheyrðu búnaðarstofu Matvælastofnunar voru flutt til ráðuneytisins með lögum nr. 84/2019 sem samþykkt voru á Alþingi 13. júní 2019. Með lögunum voru stjórnsýsluverkefni við framkvæmd búvörusamninga og söfnun hagtalna um úvöruframleiðslu færð frá Matvælastofnun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og heyra þau verkefni nú undir nýja skrifstofu landbúnaðarmála í samræmi við markmið um að efla stjórnsýslu landbúnaðarmála innan ráðuneytisins.“

Telur tilfærslu verkefnanna frá Matvælastofnun til ráðuneytisins hafa verið framfaraskref

„Nýtt skipurit atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tók gildi í október 2020 en með breytingunum urðu til þrjár nýjar fagskrifstofur í stað tveggja áður. Markmið skipulagsbreytinganna var að efla stjórnsýslu, skilvirkni og þjónustu ráðuneytisins með bættum vinnubrögðum, öflugu skipulagi og skýrri verkaskiptingu sem styður við fjölbreytt verkefni.

Hlutverk skrifstofu landbúnaðarmála er að skapa skilvirka umgjörð um landbúnaðarframleiðsluna. Á skrifstofunni starfa 11 starfsmenn með fjölbreytta þekkingu sem nýtist vel í þeim verkefnum sem þar er sinnt. Verkefni er varða framkvæmd búvörusamninga og söfnun hagtalna heyra undir verkefni skrifstofunnar og eru þannig afmörkuð með skýrum hætti innan ráðuneytisins. Starfsmenn skrifstofunnar vinna saman að því að tryggja skilvirka framkvæmd samninganna, framþróun í stafrænni þjónustu og upplýsingasöfnun og -miðlun.

Ráðuneytið telur tilfærslu verk­efnanna frá Matvælastofnun til ráðuneytisins hafa verið framfaraskref sem er til þess fallið að efla stjórnsýslu og stefnumótun á málefnasviði landbúnaðar.“

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...