Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / HKr.
Fréttir 20. apríl 2021

Ráðuneytið telur flutning Búnaðarstofu hafa verið framfaraskref

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bændasamtökin óskuðu fyrr á árinu eftir áliti umboðsmanns Alþingis á flutningi starfsemi Búnaðarstofu frá MAST til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Bent var á að í slíkum flutningi fælist mögulega brot á lögum um opinbera stjórnsýslu. Bændablaðið óskaði því eftir upplýsingum um fyrirkomulag á verkefnum sem snúa að framkvæmd búvörusamninga innan ráðuneytisins.

Bændasamtökin bíða enn eftir áliti umboðsmanns Alþingis, en í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Bændablaðsins segir:

„Verkefni sem áður tilheyrðu búnaðarstofu Matvælastofnunar voru flutt til ráðuneytisins með lögum nr. 84/2019 sem samþykkt voru á Alþingi 13. júní 2019. Með lögunum voru stjórnsýsluverkefni við framkvæmd búvörusamninga og söfnun hagtalna um úvöruframleiðslu færð frá Matvælastofnun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og heyra þau verkefni nú undir nýja skrifstofu landbúnaðarmála í samræmi við markmið um að efla stjórnsýslu landbúnaðarmála innan ráðuneytisins.“

Telur tilfærslu verkefnanna frá Matvælastofnun til ráðuneytisins hafa verið framfaraskref

„Nýtt skipurit atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tók gildi í október 2020 en með breytingunum urðu til þrjár nýjar fagskrifstofur í stað tveggja áður. Markmið skipulagsbreytinganna var að efla stjórnsýslu, skilvirkni og þjónustu ráðuneytisins með bættum vinnubrögðum, öflugu skipulagi og skýrri verkaskiptingu sem styður við fjölbreytt verkefni.

Hlutverk skrifstofu landbúnaðarmála er að skapa skilvirka umgjörð um landbúnaðarframleiðsluna. Á skrifstofunni starfa 11 starfsmenn með fjölbreytta þekkingu sem nýtist vel í þeim verkefnum sem þar er sinnt. Verkefni er varða framkvæmd búvörusamninga og söfnun hagtalna heyra undir verkefni skrifstofunnar og eru þannig afmörkuð með skýrum hætti innan ráðuneytisins. Starfsmenn skrifstofunnar vinna saman að því að tryggja skilvirka framkvæmd samninganna, framþróun í stafrænni þjónustu og upplýsingasöfnun og -miðlun.

Ráðuneytið telur tilfærslu verk­efnanna frá Matvælastofnun til ráðuneytisins hafa verið framfaraskref sem er til þess fallið að efla stjórnsýslu og stefnumótun á málefnasviði landbúnaðar.“

Rauðgrönótt kvíga fæddist  á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi
Fréttir 17. maí 2021

Rauðgrönótt kvíga fæddist á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi

Nýlega kom í bæinn mjög falleg hvít kvíga á bænum Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi þar ...

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt
Fréttir 17. maí 2021

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt

Umhverfisstofnun hefur samþykkt umsókn ORF Líftækni hf. um leyfi fyrir útiræktun...

Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar
Fréttir 17. maí 2021

Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar

Aðalfundur VOR (félags bænda í lífrænum búskap og fullvinnslu afurða) hélt aðalf...

Sveitahljómurinn ómar inn í helgina
Fréttir 14. maí 2021

Sveitahljómurinn ómar inn í helgina

Nýr Sveitahljómur er nú aðgengilegur í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Að þes...

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda
Fréttir 14. maí 2021

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda fór fram í Þykkvabæ fyrr í dag og var Axel Sæ...

Landgræðslu- og landsáætlun í skógrækt
Fréttir 14. maí 2021

Landgræðslu- og landsáætlun í skógrækt

Drög að landgræðsluáætlun og lands­áætlun í skógrækt eru nú til kynningar á vefs...

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?
Fréttir 12. maí 2021

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra teki...

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða
Fréttir 12. maí 2021

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða

Sauðburður er víðast hvar kominn í gang og gengur eftir atvikum vel, að því er S...