Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Steinunn Anna Halldórsdóttir.
Steinunn Anna Halldórsdóttir.
Líf og starf 23. desember 2016

Ráðunautur á flestum sviðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinunn Anna Halldórsdóttir býr ásamt sambýlismanni sínum, Ágústi Marinó Ágústssyni, að Sauðanesi í Langanesbyggð. Auk þess að vera bóndi er Steinunn einnig ráðunautur í Norðurþingi á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Svæðið sem Steinunn sinnir er Langanesbyggð, Svalbarðshreppur og yfir í Öxarfjörð, Kelduhverfi og Vopnafjörð.

Búfræðikandídat frá Hvanneyri

„Ég er búfræðikandídat frá Hvann­eyri og hef verið ráðunautur frá 2007, í fyrstu í Skagafirði en þetta er þriðja árið sem ég er á þessu svæði. Mitt sérsvið hjá RML er hrossarækt en þegar ég var á Hvanneyri tók ég ráðunautaréttindi í sauðfjár-, nautgripa- og hrossarækt.

Ég kom frá blönduðu búi, Brimnesi í Skagafirði, og vildi því kynna mér þetta allt saman.

Árin sem ég var ráðunautur í Skagafirði sinnti ég sauðfjár- og hrossarækt til að byrja með en sérhæfði mig síðan í hestunum enda Skagafjörður mikið hestahérað.

Eftir að ég flutti hingað víkkaði svo sviðið aftur og auk þess að vinna mikið í kringum hross sé ég einnig um lambaskoðanir á svæðinu og aðstoða bændur við skýrsluhald sé þess óskað. Í vor og haust bætist jarðræktin að hluta við með töku jarðvegs- og heysýna.“

Grænlendingar í verknámi

Steinunn segir að með búskapnum og starfinu sem ráðunautur sé því oft mikið að gera.
„Hingað koma stundum Græn­lendingar í verknám í ár í senn og það léttir talsvert undir hjá okkur. Grænlendingarnir sem hingað hafa komið eru ótrúlega duglegir og frábær starfskraftur.

Við höfum reyndar verið hér tvö frá því í júní og stundum fullmikið fyrir mig að vera bóndi, húsmóðir og ráðunautur í 85% starfi. Draumurinn er að minnka smám saman vinnu utan heimilisins og sinna eingöngu bústörfum.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...