Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Garðyrkjuráðunautar RML hafa farið með Jensen í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf. Hér eru þeir frá vinstri; Guðmundur Helgi Gunnarsson ráðunautur, Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Benny Jensen.
Garðyrkjuráðunautar RML hafa farið með Jensen í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf. Hér eru þeir frá vinstri; Guðmundur Helgi Gunnarsson ráðunautur, Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Benny Jensen.
Mynd / Borgar Páll
Fréttir 9. júlí 2014

Ráðlagt um korn- og kartöflurækt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Benny Jensen, kartöflu- og kornráðunautur, var á ferðinni hér á landi á dögunum, en hann starfar hjá BJ Agro í Danmörku. Hann var hér við störf ásamt Magnúsi Ágústssyni hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Fóru þeir víða og skoðuðu meðal annars kartöflugarða við Eyjafjörð ásamt ráðunautunum Eiríki Loftssyni, Sigurði Jarlssyni og Borgari Páli Bragasyni. Saman skoðuðu þeir kartöflur og korn í Eyjafirði og farið var yfir atriði eins og varnarefnanotkun, illgresi, sjúkdóma og skortseinkenni.

„Benny Jensen hefur komið hingað til lands í mörg ár og er kostaður af ferð hans hingað til lands greiddur af Aðlögunarsjóði garðyrkjunnar sem Samband garðyrkjubænda hefur umsjón með. Garðyrkjuáðunautar RML hafa farið með honum í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf,“ segir Borgar Páll Bragason.

„Örendurmenntunarnámskeið“

Í þessari ferð Benny Jensen var ákveðið að ráðunautar hjá RML myndu nýta ferð hans aðeins betur og haldin voru nokkurs konar „örendurmenntunarnámskeið“ fyrir nokkra ráðunauta. „Þá fengum við Benny meðal annars til að skoða með okkur kornakra á Möðruvöllum í Hörgárdal, en korn og kartöflur er það fagsvið sem Benny leggur stund á í ráðgjöf í Danmörku.“

Borgar Páll segir að ferðin hafi bæði verið skemmtileg og gagnleg fyrir alla aðila. 

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...