Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Garðyrkjuráðunautar RML hafa farið með Jensen í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf. Hér eru þeir frá vinstri; Guðmundur Helgi Gunnarsson ráðunautur, Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Benny Jensen.
Garðyrkjuráðunautar RML hafa farið með Jensen í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf. Hér eru þeir frá vinstri; Guðmundur Helgi Gunnarsson ráðunautur, Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Benny Jensen.
Mynd / Borgar Páll
Fréttir 9. júlí 2014

Ráðlagt um korn- og kartöflurækt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Benny Jensen, kartöflu- og kornráðunautur, var á ferðinni hér á landi á dögunum, en hann starfar hjá BJ Agro í Danmörku. Hann var hér við störf ásamt Magnúsi Ágústssyni hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Fóru þeir víða og skoðuðu meðal annars kartöflugarða við Eyjafjörð ásamt ráðunautunum Eiríki Loftssyni, Sigurði Jarlssyni og Borgari Páli Bragasyni. Saman skoðuðu þeir kartöflur og korn í Eyjafirði og farið var yfir atriði eins og varnarefnanotkun, illgresi, sjúkdóma og skortseinkenni.

„Benny Jensen hefur komið hingað til lands í mörg ár og er kostaður af ferð hans hingað til lands greiddur af Aðlögunarsjóði garðyrkjunnar sem Samband garðyrkjubænda hefur umsjón með. Garðyrkjuáðunautar RML hafa farið með honum í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf,“ segir Borgar Páll Bragason.

„Örendurmenntunarnámskeið“

Í þessari ferð Benny Jensen var ákveðið að ráðunautar hjá RML myndu nýta ferð hans aðeins betur og haldin voru nokkurs konar „örendurmenntunarnámskeið“ fyrir nokkra ráðunauta. „Þá fengum við Benny meðal annars til að skoða með okkur kornakra á Möðruvöllum í Hörgárdal, en korn og kartöflur er það fagsvið sem Benny leggur stund á í ráðgjöf í Danmörku.“

Borgar Páll segir að ferðin hafi bæði verið skemmtileg og gagnleg fyrir alla aðila. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...