Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Garðyrkjuráðunautar RML hafa farið með Jensen í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf. Hér eru þeir frá vinstri; Guðmundur Helgi Gunnarsson ráðunautur, Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Benny Jensen.
Garðyrkjuráðunautar RML hafa farið með Jensen í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf. Hér eru þeir frá vinstri; Guðmundur Helgi Gunnarsson ráðunautur, Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Benny Jensen.
Mynd / Borgar Páll
Fréttir 9. júlí 2014

Ráðlagt um korn- og kartöflurækt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Benny Jensen, kartöflu- og kornráðunautur, var á ferðinni hér á landi á dögunum, en hann starfar hjá BJ Agro í Danmörku. Hann var hér við störf ásamt Magnúsi Ágústssyni hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Fóru þeir víða og skoðuðu meðal annars kartöflugarða við Eyjafjörð ásamt ráðunautunum Eiríki Loftssyni, Sigurði Jarlssyni og Borgari Páli Bragasyni. Saman skoðuðu þeir kartöflur og korn í Eyjafirði og farið var yfir atriði eins og varnarefnanotkun, illgresi, sjúkdóma og skortseinkenni.

„Benny Jensen hefur komið hingað til lands í mörg ár og er kostaður af ferð hans hingað til lands greiddur af Aðlögunarsjóði garðyrkjunnar sem Samband garðyrkjubænda hefur umsjón með. Garðyrkjuáðunautar RML hafa farið með honum í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf,“ segir Borgar Páll Bragason.

„Örendurmenntunarnámskeið“

Í þessari ferð Benny Jensen var ákveðið að ráðunautar hjá RML myndu nýta ferð hans aðeins betur og haldin voru nokkurs konar „örendurmenntunarnámskeið“ fyrir nokkra ráðunauta. „Þá fengum við Benny meðal annars til að skoða með okkur kornakra á Möðruvöllum í Hörgárdal, en korn og kartöflur er það fagsvið sem Benny leggur stund á í ráðgjöf í Danmörku.“

Borgar Páll segir að ferðin hafi bæði verið skemmtileg og gagnleg fyrir alla aðila. 

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur
Fréttir 5. nóvember 2025

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur

Mikið áfall hefur dunið yfir hjónin og bændurna hjá Landnámseggjum ehf. í Hrísey...

Harðasti nagli norðursins í vanda
Fréttir 31. október 2025

Harðasti nagli norðursins í vanda

Snjótittlingi hefur fækkað á bilinu tvö til fimm prósent árlega á sunnanverðu há...

Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.