Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Garðyrkjuráðunautar RML hafa farið með Jensen í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf. Hér eru þeir frá vinstri; Guðmundur Helgi Gunnarsson ráðunautur, Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Benny Jensen.
Garðyrkjuráðunautar RML hafa farið með Jensen í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf. Hér eru þeir frá vinstri; Guðmundur Helgi Gunnarsson ráðunautur, Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Benny Jensen.
Mynd / Borgar Páll
Fréttir 9. júlí 2014

Ráðlagt um korn- og kartöflurækt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Benny Jensen, kartöflu- og kornráðunautur, var á ferðinni hér á landi á dögunum, en hann starfar hjá BJ Agro í Danmörku. Hann var hér við störf ásamt Magnúsi Ágústssyni hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Fóru þeir víða og skoðuðu meðal annars kartöflugarða við Eyjafjörð ásamt ráðunautunum Eiríki Loftssyni, Sigurði Jarlssyni og Borgari Páli Bragasyni. Saman skoðuðu þeir kartöflur og korn í Eyjafirði og farið var yfir atriði eins og varnarefnanotkun, illgresi, sjúkdóma og skortseinkenni.

„Benny Jensen hefur komið hingað til lands í mörg ár og er kostaður af ferð hans hingað til lands greiddur af Aðlögunarsjóði garðyrkjunnar sem Samband garðyrkjubænda hefur umsjón með. Garðyrkjuáðunautar RML hafa farið með honum í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf,“ segir Borgar Páll Bragason.

„Örendurmenntunarnámskeið“

Í þessari ferð Benny Jensen var ákveðið að ráðunautar hjá RML myndu nýta ferð hans aðeins betur og haldin voru nokkurs konar „örendurmenntunarnámskeið“ fyrir nokkra ráðunauta. „Þá fengum við Benny meðal annars til að skoða með okkur kornakra á Möðruvöllum í Hörgárdal, en korn og kartöflur er það fagsvið sem Benny leggur stund á í ráðgjöf í Danmörku.“

Borgar Páll segir að ferðin hafi bæði verið skemmtileg og gagnleg fyrir alla aðila. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...