Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Guðlaugur Þór og Liam Fox.
Guðlaugur Þór og Liam Fox.
Fréttir 22. desember 2017

Ráðherrar ræða fríverslun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti fyrr í þessum mánuði fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu. Guðlaugur var staddur í Argentínu vegna ráðherrafundar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir málefni stofnunarinnar og fríverslun á heimsvísu, auk málefna sem tengjast útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þáði breski ráðherrann boð utanríkisráðherra um að heimsækja Ísland á næsta ári.

Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir Guðlaugur Þór Þórðarson. „Íslendingar og Bretar skipa sér í hóp þeirra þjóða sem vilja veg fríverslunar sem mestan. Við áttum góðan fund og við munum halda okkar nána samstarfi áfram. Heimsókn ráðherrans til Íslands á næsta ári er til marks um vilja Breta til að viðhalda og efla náin tengsl ríkjanna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson eftir fundinn.

 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...