Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ráðherra vill fækka sauðfé um 20 prósent
Mynd / HKr.
Fréttir 21. ágúst 2017

Ráðherra vill fækka sauðfé um 20 prósent

Í frétt á vef Ríkisútvarpsins í dag er greint frá því að í hugmyndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til að leysa vanda sauðfjárbænda sé gert ráð fyrir að sauðfé verði fækkað um allt að 20 prósent til lengri tíma.

Hugmyndirnar voru kynntar í atvinnuveganefnd Alþingis í hádeginu í dag og svo forsvarsmönnum sauðfjárbænda seinna í dag.

Þorgerður Katrín sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að leysa þurfi vandann með langtímaaðgerðum til að koma í veg fyrir að þetta verði endurtekið efni. Þetta verði gert meðal annars með uppkaupum ríkisins á ærgildum, til þess að fækka sauðfé og draga úr framleiðslu.

Einnig verði komið til móts við bændur sem hafi orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu svo þeir geti haldið áfram – auk þess sem fjármunir verða settir í frekari rannsóknir og þróun.

Þorgerður Katrín sagði að hluti af því að draga úr framleiðslunni fælist í að endurskoða búvörusamninginn, þar sem hann sé framleiðsluhvetjandi. „Þá er alveg ljóst að um leið og við vinnum eftir búvörusamningnum þá munum við fara í ákveðna endurskoðun eða biðja endurskoðunarnefndina sem er að störfum að koma með tillögur til að hjálpa til að leysa við þann vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu.

Þorgerður Katrín segir í samtalinu við Ríkisútvarpið að áfram verði unnið að markaðsstarfi erlendis þó að dregið verði úr framleiðslunni, en vill þó ekki koma að nýju á útflutningsskyldu á lambakjöti því hún myndi aðeins koma niður á skattgreiðendum.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...