Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ráðherra vill fækka sauðfé um 20 prósent
Mynd / HKr.
Fréttir 21. ágúst 2017

Ráðherra vill fækka sauðfé um 20 prósent

Í frétt á vef Ríkisútvarpsins í dag er greint frá því að í hugmyndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til að leysa vanda sauðfjárbænda sé gert ráð fyrir að sauðfé verði fækkað um allt að 20 prósent til lengri tíma.

Hugmyndirnar voru kynntar í atvinnuveganefnd Alþingis í hádeginu í dag og svo forsvarsmönnum sauðfjárbænda seinna í dag.

Þorgerður Katrín sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að leysa þurfi vandann með langtímaaðgerðum til að koma í veg fyrir að þetta verði endurtekið efni. Þetta verði gert meðal annars með uppkaupum ríkisins á ærgildum, til þess að fækka sauðfé og draga úr framleiðslu.

Einnig verði komið til móts við bændur sem hafi orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu svo þeir geti haldið áfram – auk þess sem fjármunir verða settir í frekari rannsóknir og þróun.

Þorgerður Katrín sagði að hluti af því að draga úr framleiðslunni fælist í að endurskoða búvörusamninginn, þar sem hann sé framleiðsluhvetjandi. „Þá er alveg ljóst að um leið og við vinnum eftir búvörusamningnum þá munum við fara í ákveðna endurskoðun eða biðja endurskoðunarnefndina sem er að störfum að koma með tillögur til að hjálpa til að leysa við þann vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu.

Þorgerður Katrín segir í samtalinu við Ríkisútvarpið að áfram verði unnið að markaðsstarfi erlendis þó að dregið verði úr framleiðslunni, en vill þó ekki koma að nýju á útflutningsskyldu á lambakjöti því hún myndi aðeins koma niður á skattgreiðendum.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...