Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / ANR
Fréttir 8. febrúar 2018

Ráðherra skipar nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga

Höfundur: TB

Átta fulltrúar verða í nýjum samráðshópi vegna endurskoðunar búvörusamninga. Athygli vekur að formenn eru tveir, þeir Haraldur Benediktsson bóndi og alþingismaður og Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sent skipunarbréf til allra fulltrúanna auk erindisbréfs þar sem verkefni hópsins eru tíunduð.

Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að við afgreiðslu búvörusamninganna árið 2016 hafi verið lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur. Í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hafi fulltrúum fjölgað í annars vegar 12 og hins vegar 13. Um áramótin ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskipa í hópinn og er honum gert að taka mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa:

  • Brynhildur Pétursdóttir, formaður (Neytendasamtökin)
  • Haraldur Benediktsson, formaður (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)
  • Þórlindur Kjartansson (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)
  • Hafdís Hanna Ægisdóttir (umhverfis- og auðlindaráðuneytið)
  • Jóhanna Hreinsdóttir (Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði / Landssamtök sláturleyfishafa)
  • Halldór Árnason (Samtök atvinnulífsins)
  • Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)
  • Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands)

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er lögð áhersla á að hópurinn ljúki störfum sem fyrst og eigi síðar en í lok árs 2018.

„Við skipan hópsins hef ég lagt ríka áherslu á að veita sjónarmiðum neytenda aukna vigt við endurskoðun búrvörusamninganna, m.a. með því að skipa fulltrúa Neytendasamtakanna sem annan formanna hópsins. Þessi fjölbreytti hópur hefur fulla burði til að ná víðtæku samkomulagi um tillögur sem geta orðið grundvöllur að  öflugum atvinnurekstri í landbúnaði og ekki síður skapað meiri sátt um uppbyggingu íslensks landbúnaðar," er haft eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á vef atvinnuvegaráðuneytisins.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...