Ráðherra boðar til funda um frumvarp um innflutning á ófrystu kjöti
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar til fundar í félagsheimilinu Þingborg í Hraungerðishreppi mánudagkvöldið 25. feb. kl. 20:00 til að ræða frumvarp um innflutning á ófrystu kjöti og stöðu landbúnaðarins almennt. Fundurinn er öllum opinn.
Ráðherra mun á næstu tveimur vikum halda fundi hringinn í kringum landið og verða þeir auglýstir sérstaklega.