Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fundurinn var mjög vel sóttur og líflegar umræður sköpuðust á milli sauðfjárbænda og ráðamanna.
Fundurinn var mjög vel sóttur og líflegar umræður sköpuðust á milli sauðfjárbænda og ráðamanna.
Mynd / BR
Fréttir 16. ágúst 2018

Ráðamenn taka púlsinn á sauðfjárbændum

Höfundur: Bjarni Rúnars

Fjölmennur fundur sauðfjárbænda á Norðurlandi vestra fór fram í Víðihlíð miðvikudaginn 15. ágúst. Á fundinn mættu Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Haraldur Benediktsson alþingismaður, sem veitti samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga formennsku ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis og nýkjörins formanns samninganefndar um endurskoðun sauðfjársamningsins.

Á fundinum fóru Kristján Þór og Haraldur yfir skýrslu samráðshópsins og útlistuðu atriði skýrslunnar og tillögur hópsins. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og komu fundarmenn fram með athugasemdir, m.a. gagnvart skýrslunni og málefnum sauðfjárræktarinnar er varða afurðaverð. Einnig var fundað í Búðardal fyrr um daginn og verða fleiri fundir með bændum á næstu dögum.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ræðustól.

Vilja ekki að sauðfjársamningur sé grunnur að byggðastefnu

Meðal þess sem kom fram í máli fundarmanna var gagnrýni á þann veg að það eigi ekki að vera hlutverk sauðfjársamnings að halda uppi byggðastefnu í landinu. Kallað var eftir öðrum aðgerðum til að koma slíku til vegar. Kom það fram í máli fundarmanna að ríkisstyrkur til sauðfjárræktar eigi að ganga til þeirra sem hana stunda, en ekki styðja við aðrar atvinnugreinar. Þeir fjármunir sem bundnir eru í sauðfjársamningi eigi að nýtast innan þeirrar greinar.

Þá var mönnum tíðrætt um afurðaverð og tók Haraldur undir að þar lægi stærsti vandinn. Ríkisstuðningurinn ætti ekki að vera aðal þrætueplið, heldur að hækka afurðaverðið.

Málefni afurðastöðva ofarlega á baugi

Fundarmönnum var tíðrætt um málefni afurðastöðva og m.a. talaði Jón Kristófer Sigmarsson um að verðmyndun til bænda hafði gjörbreyst á undanförnum árum. Þær gætu ekki tekið við nýjum viðskiptavinum og þar með væri frjálst flæði ekki til staðar, hendur manna væru hreinlega bundnar.

Fram kom í máli Haraldar og Kristjáns Þórs að varasamt væri að pólitíkin væri að skipta sér af innri málefnum sauðfjárræktarinnar, og vísaði Haraldur þar til landbúnaðarsögu Nýja-Sjálands. Þar hafi landbúnaðarkerfið verði margbrotið og pólitíkin ákveðið að sópa út öllum pólitískum stuðningskerfum á einu bretti. Kristján Þór tók undir með Haraldi og sagði að stjórnmálamenn ættu ekki að blanda sér í hagsmunaátök sauðfjárbændanna sjálfra. Bændur eigi sjálfir að taka á málum sem snúa að afurðarstöðvunum.

„Þegar bóndinn, framleiðandinn, er búinn að selja fyrirtæki framleiðslu sína þá þurfi bóndinn að reyna að selja vöruna sem hann á ekki lengur. Þetta er í mínum huga eins og að trillu- eða togarasjómaðurinn veiði fiskinn, fari í land og fari svo að reyna að selja fiskinn sem hann er nýbúinn að leggja inn í frystihús. Þetta finnst mér sérstakt að upplifa,“ sagði Kristján Þór Júlíusson í ræðustól.

Útflutningsskylda möguleg lausn

Meðal þess sem kom fram í fyrirspurnum fundarmanna til ráðherra var hvort að endurvekja ætti útflutningsskylduna. Kristján Þór sagðist ekki vilja loka á slíkt. Hann segir þó að það sé erfitt að koma henni í gegnum þingið. Hann segist ekki vera sannfærður um að útflutningsskylda sé draumalausn fyrir sauðfjárbændur.

Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum, talaði um mikilvægi þess að tryggja það að afurðastöðvar flyttu út þær afurðir sem gengju af umfram innanlandsmarkað. Slíkt þurfi að tryggja með lagasetningu eða öðrum leiðum. Þannig náist afurðaverð upp á við.

 

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...