Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rabarbaraveisla og hrossakjöts-tartar
Matarkrókurinn 10. júní 2016

Rabarbaraveisla og hrossakjöts-tartar

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þeir sem eru með rabarbara í  garðinum sínum eru líklega að fá fyrstu uppskeruna um þessar mundir. Margir gera sultu úr honum eða graut og aðrir nota hann í eftirrétti. Það er upplagt að frysta rabarbarann og búa til góðgæti úr honum síðar. 
 
Það er auðvelt að útbúa hrosskjöts-tartar með rúgbrauði og steinseljupestó. Ekki þarf að elda kjötið en mikilvægt er að hráefnið sé nýtt og fyrsta flokks. Rétturinn er frægur þótt flestir þekki nauta-tartar með hrárri eggjarauðu og piparrót, rauðrófum og kapers.
 
Hrossakjöts-tartar 
 • 250 g hrossakjöt, helst file eða lund
 • 1 tsk. sinnep
 • 1 msk. fínt hakkað skalottlaukur
 • 6 sneiðar af rúgbrauð
Steinseljupestó
 • Stór handfylli steinselja eða önnur kryddjurt
 • ½ hvítlauksrif, söxuð
 • 1 bolli rifinn ostur, t.d. parmesan
 • ½ bolli valhnetur
 • 1 msk. eplaedik
 • ½ bolli ólífuolía
 • salt og pipar
 • Stökkt brauð
 
Skerið rúgbrauð. Helminginn undir tartarinn og svo nokkrar sneiðar til skrauts, eins þunnt og hægt er. Skrautbrauðið er bakað þar til gullið og stökkt í ofni við 200 ° í 5–10 mín.
 
Tartar
Saxið kjötið í hakkavél eða matvinnsluvél. Blandið sinnepi og skalottlauk í tartarinn ásamt salti og pipar. Kælið þangað til á að framreiða.
 
Steinseljupestó
Keyrið saman öll innihaldsefni í matvinnsluvél eða í morteli. Kryddið  með salti, pipar og ediki. 
Berið fram á rúgbrauðinu með tartarnum, stökku rúgbrauði og pestó. Nokkrar kryddjurtir til skrauts. Það má líka krydda og skreyta með niðurlögðum perlulauk eða því sem er við hendina.
 
Rabarbara- og jarðarberjasulta
 • 500 g rabarbari
 • 500 g sykur
 • 400–500 g jarðarber 
 • (má nota önnur ber)
Sjóðið saman rabarbara og sykur í frekar þunna sultu. Bætið jarðarberjunum í síðasta hálftímann (það má nota frosin ber). Geymið í krukkum á köldum stað.
 
Rabarbari með rjóma
 • ½ lítri rjómi
 • 300 g ferskur rabarbari
 • 150 g af sykri
 • ½ tsk. rifinn börkur af sítrónu  
 • Safi úr ½ appelsínu
 • 1 vanillufræbelgur
 • 1 lítil klípa af salti
Opnið vanillufræbelginn eftir endilöngu og skafið út fræin með hníf. Hrærið í vanillu, sykur ásamt öðrum innihaldsefnum í ofnfast fat. Setjið inn í ofn með álpappír eða loki og bakið í 30 mínútur. Slökkvið svo á ofninum og látið standa þangað til ofninn er orðinn kaldur. Framreiðið í sneiðum með jarðarberjum og rabarbara. 
 
Og svo er hægt að gera stökk fræ og hafra og strá yfir. Það er eitt besta múslí sem þú færð (hér er uppskrift á eftir).
 
Bökuð korn og fræ
 • 100 g af bókhveiti (hægt að kaupa fræ og kornblöndur)
 • 100 g af sólblómafræi
 • 100 g af hafraflögum
 • 200 g af vatni eða ávaxtasafa
 • 200 g af hrásykri
 • 5 g salt
 • 50 g af olíu
Blandið öllu hráefni saman og setjið á bökunarpappír (þunnt lag). Bakið við 160 °C í 40–60 mínútur. Hrærið nokkrum sinnum svo blandan bakist jafnt og fræin og kornin verði ljósbrún og stökk. Geymist í loftþéttum umbúðum.
 
Hjónabandssæla
 • 2 bollar haframjöl 
 • 2 bollar hveiti 
 • 2 bollar hrásykur (gott að blanda með púðursykri) 
 • 2 bollar möndlumjöl 
 • 2 tsk. matarsódi 
 • 250 g íslenskt smjör í teningum
 • 2 egg
Þetta er uppskrift í tvær kökur eða nokkrar litlar. Blandið öllum þurrefnum saman í matvinnsluvél og bætið síðan út í smjöri og eggjum. Þrýstið rúmlega helmingi af deiginu ofan í smurt form eða pönnu. Ofan á er smurt rabarbarasultu og hinum helmingnum af deiginu dreift yfir sultuna. Bakað við 200 °C í um 30 mín.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...