Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Prestbakki
Bóndinn 22. mars 2016

Prestbakki

Áramótin 2014–2015 komu Marvin og Þorbjörg inn í búskap foreldra hennar, Jóns og Sigrúnar, og var stofnað ehf. um búreksturinn. Fjósið var þá stækkað lítillega og fénu fjölgað. Jón og Sigrún tóku við búinu af foreldrum Jóns árið 1996 en höfðu áður verið með sauðfé frá 1980. 
 
Býli:  Prestsbakki á Síðu.
 
Staðsett í sveit:  Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Tvær fjölskyldur sjá um búskapinn, Jón Jónsson og Sigrún Böðvarsdóttir, ásamt Berglindi, dóttur þeirra, í fríum. Svo eru það Marvin Einarsson og Þorbjörg Ása Jónsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Jón og Sigrún eiga þrjár dætur. Dóttir þeirra, Þorbjörg, ásamt kærasta hennar, Marvin, og eiga þau von á sínu fyrsta barni.
 
Stærð jarðar?  Einhvers staðar á bilinu 3–4.000 hektarar. Ræktað land er um 65 ha í augnablikinu.
 
Gerð bús? Blandað bú, kýr, kindur og nokkur hross.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 24 kýr og viðeigandi geldneyti, rétt um 350 fjár, nokkrir hestar og hundarnir Tryggur og Skotta.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjar á mjöltum og gegningum í fjósi og gegningum í fjárhúsi. Ýmis árstíðabundin störf yfir daginn. Seinni partinn er svo gefið aftur, mjólkað, og dagurinn endar svo á því að líta á kýrnar fyrir nóttina. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast þykir okkur heyskapur, smalamennskur í góðu veðri, flagvinna og svo er skítkeyrsla alltaf skemmtileg. Leiðinlegast hlýtur að vera að gera við ónýtar girðingar. Annars er allt skemmtilegt svo lengi sem vel gengur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Stærri, betri og meiri vinnuhagræðing.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við teljum að þau séu í ágætis standi.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel ef okkur bændum tekst að halda hreinleika og heilnæmi íslenskra afurða á lofti.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Íslenska lambakjötið, þar eigum við hágæðavöru sem þarf að markaðssetja enn betur sem slíka.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt með kartöflum og tilheyrandi sósu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þorbjörgu og Marvin þykir sennilega eftirminnilegast þegar við komum inn í búskapinn, þegar við keyptum okkur lífgimbrar og fjölguðum fénu lítillega.

4 myndir:

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...