Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Prestbakki
Bóndinn 22. mars 2016

Prestbakki

Áramótin 2014–2015 komu Marvin og Þorbjörg inn í búskap foreldra hennar, Jóns og Sigrúnar, og var stofnað ehf. um búreksturinn. Fjósið var þá stækkað lítillega og fénu fjölgað. Jón og Sigrún tóku við búinu af foreldrum Jóns árið 1996 en höfðu áður verið með sauðfé frá 1980. 
 
Býli:  Prestsbakki á Síðu.
 
Staðsett í sveit:  Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Tvær fjölskyldur sjá um búskapinn, Jón Jónsson og Sigrún Böðvarsdóttir, ásamt Berglindi, dóttur þeirra, í fríum. Svo eru það Marvin Einarsson og Þorbjörg Ása Jónsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Jón og Sigrún eiga þrjár dætur. Dóttir þeirra, Þorbjörg, ásamt kærasta hennar, Marvin, og eiga þau von á sínu fyrsta barni.
 
Stærð jarðar?  Einhvers staðar á bilinu 3–4.000 hektarar. Ræktað land er um 65 ha í augnablikinu.
 
Gerð bús? Blandað bú, kýr, kindur og nokkur hross.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 24 kýr og viðeigandi geldneyti, rétt um 350 fjár, nokkrir hestar og hundarnir Tryggur og Skotta.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjar á mjöltum og gegningum í fjósi og gegningum í fjárhúsi. Ýmis árstíðabundin störf yfir daginn. Seinni partinn er svo gefið aftur, mjólkað, og dagurinn endar svo á því að líta á kýrnar fyrir nóttina. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast þykir okkur heyskapur, smalamennskur í góðu veðri, flagvinna og svo er skítkeyrsla alltaf skemmtileg. Leiðinlegast hlýtur að vera að gera við ónýtar girðingar. Annars er allt skemmtilegt svo lengi sem vel gengur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Stærri, betri og meiri vinnuhagræðing.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við teljum að þau séu í ágætis standi.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel ef okkur bændum tekst að halda hreinleika og heilnæmi íslenskra afurða á lofti.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Íslenska lambakjötið, þar eigum við hágæðavöru sem þarf að markaðssetja enn betur sem slíka.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt með kartöflum og tilheyrandi sósu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þorbjörgu og Marvin þykir sennilega eftirminnilegast þegar við komum inn í búskapinn, þegar við keyptum okkur lífgimbrar og fjölguðum fénu lítillega.

4 myndir:

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...