Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sarah Høegh hlaut tvær viðurkenningar eftir reiðsýningu brautskráninganema. Hún er hér ásamt hryssunni sinni, Frigg frá Austurási.
Sarah Høegh hlaut tvær viðurkenningar eftir reiðsýningu brautskráninganema. Hún er hér ásamt hryssunni sinni, Frigg frá Austurási.
Mynd / Helle Høegh
Hross og hestamennska 20. júní 2017

Praktíkin heillar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Tæplega sextíu nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Hólum föstudaginn 9. júní. Meðal þeirra er Sarah Høegh, sem gekk hlaðin verðlaunagripum frá reiðsýningu brautskráningarnema í reiðmennsku og reiðkennslu sem fram fór í maí.
 
Sarah Høegh hlaut viðurkenningu Háskólans á Hólum fyrir besta árangur á lokaprófi í reiðmennsku. Einnig vann hún Morgunblaðshnakkinn, sem veittur er fyrir besta heildarárangur í öllum reiðmennskugreinum í BS-námi í reiðmennsku og reiðkennslu.
 
Sarah er 25 ára frá Danmörku en hefur búið hér á landi í sex ár. „Ég kom til landsins þegar ég var 19 ára og ætlaði að vera hér í þrjá mánuði. Síðan fannst mér svo gaman að ég sá fram á að vera hérna,“ segir Sarah sem réði sig í vinnu á hrossaræktarbúinu Grænhóli í Ölfusi. 
 
Sarah og Frigg á sundspretti. Mynd/ Linda Gustafsson
 
Árin urðu þrjú og Sarah gat ekki hugsað sér að leggja neitt annað fyrir sig en hestamennsku og skráði sig ásamt vinkonu sinni í nám í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum.
 
Hún segir námið hafa veitt sér dýpri skilning á fjölbreyttum þáttum hestamennskunnar. „Af hverju þær aðferðir, sem beittar eru í þjálfun hestsins, eru notaðar og af hverju þær virka. Maður fer að skilja betur eðli hestsins, hvernig hann hugsar og lærir. Ég hafði einnig mikið upp úr því og var að læra hvernig líkami hestsins virkar, allt í tengslum við þjálfunarlífeðlisfræði og fóðurfræði hans. Þetta hefur allt áhrif á þjálfun hans,“ segir Sarah.
 
Rannsakaði áhrif hófhlífa á brokk
 
Sarah skrifaði lokaverkefni um áhrif hófhlífa á fótlyftu, skreflengd og skreftíðni á brokki á hlaupabretti. „Við létum átta hross brokka á hlaupabretti án hlífa og síðan með 240 g hlífar. Við tókum þau upp á háhraðamyndavél og út frá myndum mældum við skreflengd og skreftíðni. Einnig mældum við hnélyftu og vinkla á framfótum. 
 
Niðurstaðan leiddi í ljós að skreflengd og svif breytist ekki við hófhlífanotkun. En maður sækist eftir því að ná því fram í keppni. Hins vegar lyfta hross meira með hlífar,“ segir Sarah en bendir þó á að niðurstöðurnar taka aðeins til áhrifa hófhlífa því hrossin voru knapalaus í rannsókninni. 
 
Útskriftarnemar í reiðmennsku og reiðkennslu stilla sér upp eftir að hafa fengið hina bláu einkennisjakka Félags tamningamanna. 
 
Hún segir það hafa verið fróðlegt að vinna með vísindalegu hlið hestamennskunnar en sjái þó ekki fyrir sér  að leggja rannsóknir fyrir sig. „Ég vil frekar vera í praktíska hlutanum, það er að segja að þjálfa hross og keppa. Ég held að það gæfist aldrei tími til að leggja báða þætti fyrir sig samhliða,“ segir hún.
 
Þjálfar og temur í Þorleifskoti
 
Sarah hefur nú hafið störf við tamningar og þjálfun á Þorleifskoti hjá Selfossi, en þar vinnur hún með kærasta sínum, Bjarna Sveinssyni. 
 
„Aðaláherslan verður lögð á að þjálfa upp kynbóta- og keppnishross, en mér þykir gaman að byggja upp hross til lengri tíma til að sjá hverju hægt sé að ná fram úr þeim. Þá þarf maður alltaf að halda áfram að frumtemja, því maður lærir svo mikið af því,“ segir hún og ber náminu á Hólum góða söguna. 
 
„Þetta voru frábær þrjú ár þar sem ég lærði svo margt. Auk þess kynntist ég fullt af fólki sem ég get leitað til í framtíðinni.“
 
Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...