Pottaplöntur auka framlegð
Nýlegar rannsóknir benda til að lifandi gróður á vinnustað auki ekki bara vellíðan starfsmann heldur auki líka afköst um allt að 15%. Fjármagni sem fer í að gróðurvæna vinnustaði er því vel varið.
Fjölþjóðleg rannsókn á vegum háskólans í Queensland í Ástralíu sýndi að langtíma áhrif gróðurs á vinnustöðum væru vanmetin og með því að dreifa pottaplöntum um skrifstofur, fundaherbergi og í skólastofum ykist ánægja starfsmanna og að þeim liði betur.
Í öðrum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að grænn litur plantna er róandi.