Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Framsýn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Póstsins að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinist eingöngu að landsbyggðinni og komi sér afar illa fyrir íbúa og atvinnulíf úti um hinar dreifðu byggðir.
Framsýn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Póstsins að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinist eingöngu að landsbyggðinni og komi sér afar illa fyrir íbúa og atvinnulíf úti um hinar dreifðu byggðir.
Fréttir 5. nóvember 2021

Pósturinn sendir íbúum landsbyggðar fingurinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Með þessum glórulausu hækkun­um er Pósturinn að senda íbúum í hinum dreifðu byggðum fingurinn,“ segir í ályktun sem Framsýn, stéttarfélag hefur sent frá sér. Bent er á að verðhækkun sem tók gildi hjá Póstinum í byrjun þessa mánaðar hafi áhrif á útgjaldaliði heimilanna og um mikilvægt byggðamál sé að ræða.

Framsýn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Póstsins að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinist eingöngu að landsbyggðinni og komi sér afar illa fyrir íbúa og atvinnulíf úti um hinar dreifðu byggðir. Ástæða verðbreytinga hjá Póstinum eru ný lög sem kveða á um að ekki sé heimilt að innheimta sama gjald fyrir sendingar um landið líkt og fyrri lög kváðu á um.

Fer jafnvel yfir 100% hækkun

Aðalsteinn Árni Baldursson, for­maður Framsýnar, segir að fram til þessa hafi verðskrá hins opinbera fyrirtækis, Póstsins, miðað við að sama verð gilti um land allt og sú hafi verið krafa löggjafans. Samkvæmt boðuðum verðskrárbreytingum nemi hækkunin í mörgum tilvikum tugum prósenta og fari jafnvel yfir 100%. Stjórnvöld geti ekki setið hjá og látið þetta óréttlæti viðgangast, vitlaust sé gefið, sem er ólíðandi.

Munum finna fyrir hærri kostnaði

„Við sem búum á landsbyggðinni höfum horft upp á það undanfarin ár að banka- og tryggingaútibú loka, sem og verslanir. Í auknum mæli verslar fólk í gegnum netið og þess verður ekki langt að bíða að menn finna fyrir því í enn hærri sendingarkostnaði en var,“ segir hann og bendir á sem dæmi að fréttabréf Framsýnar sé prentað á Egilsstöðum og flutt til Húsavíkur með pósti.
„Við flýttum útgáfu næsta tölublaðs til að komast hjá verðhækkuninni. Mér sýnist að það muni borga sig að senda mann eftir blaðinu næst,“ segir Aðalsteinn.

„Í sumum tilvikum er ódýrara að fara í leiðangra eftir vörum á næstu þéttbýlisstaði heldur en að fá sent með Póstinum. Ef sú verður raunin, dregur úr umsvifum Póstsins og verða fleiri á ferðinni. Það auðvitað er ekki gott upp á kolefnissporið. Allt hangir þetta saman,“ segir hann. 

Skylt efni: Framsýn | Pósturinn

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...