Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Brokkólí getur verið fljótt að skemmast í flutningi og í hillum verslana.
Brokkólí getur verið fljótt að skemmast í flutningi og í hillum verslana.
Fréttir 3. júlí 2017

Plastpokar í stað ískælingar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í vefriti Israel Agri 8. júní er greint frá nýjungum í pökkun á grænmeti. Þar er rætt um aðferð sem þróuð hefur verið af ROP og sérstökum „XC-Broccoli retail“ plastpokum sem fyrirtækið selur. Þar mun þó að því er virðist ekki vera um nein geimvísindi að ræða.
 
Við flutninga á grænmeti eins og viðkvæmu brokkólíi um langan veg á markað í heitari löndum með flutningabílum eða flugvélum, hefur gjarnan verið mokað ís yfir það til kælingar svo það skemmist síður. Þetta hefur í för með sér margvíslega ókosti auk þess að auka þyngd vörunnar í flutningi.
 
Aðferð sem ROP hefur kynnt miðar að því að minnka kostnað í flutningi og draga úr hættu á örverumyndun og skemmdum sem orðið getur þegar ísinn þiðnar. Samt sem áður á aðferð ROP að tryggja ferskleika og gæði pakkaðs brokkólí í langan tíma, eða allt að mánuði við 1 til 3 gráður á Celsíus. Einnig er þessi aðferð sögð tryggja gæði í allt að viku í hillum verslana  við 16 til 18 gráðu hita. Þá er aðferðin sögð koma í veg fyrir að brokkólí gulni og í því myndist mygla. Það á líka síður að svertast vegna oxunar og haldast lengur stíft og ferskt en ella. 
 
Í raun virðist ekki vera um annað að ræða en að plastpokarnir eru ekki hafðir stærri en nauðsynlegt er. Við pökkun er síðan tryggt að loftmagnið í pokunum verður eins lítið og mögulegt er, eða um eða innan við 10%, og tryggt með góðri lokun svo að loft komist heldur ekki inn í pokann. Vart er hægt að kalla þetta geimvísindi, en svo virðist sem þetta virki samt vel. 
 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...