Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Piparskott hafa lifa góðu lífi sem pottablóm og hafa þann skemmtilega eiginleika að sýna mikinn breytileika í blaðlögun, blaðlit og áferð.
Piparskott hafa lifa góðu lífi sem pottablóm og hafa þann skemmtilega eiginleika að sýna mikinn breytileika í blaðlögun, blaðlit og áferð.
Fræðsluhornið 19. september 2019

Piparskott

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Piparskott (Peperomia) er samheiti yfir fjölda skyldra tegunda sem eru fremur smágerðar, þéttvaxnar, fjöl­ærar jurtir með sígrænt lauf. Tegundir þessar eru skyldar piparjurtinni en eru ekki notaðar til matar. Náttúruleg heimkynni þeirra flestra eru Mið- og Suður- Ameríka en nokkrar tegundir vaxa villtar í Afríku.

Þessar tegundir hafa reynst lifa góðu lífi sem pottablóm og hafa þann skemmtilega eiginleika að sýna mikinn breytileika í blaðlögun, blaðlit og áferð, auk þess sem blómin geta verið til mikillar prýði.

Fjölbreytt útlit

Margar tegundir fást í blóma­verslunum og það getur verið smekklegt að raða þeim nokkrum saman á borð eða í glugga, ýmist saman í stóran pott eða hafa sína plöntu í hverjum potti. Hengipottar geta líka hentað þeim vel. Sumar tegundir eins og smaragðsskott bera rauðleitt, gárótt og nánast hringlaga lauf og langa, örmjóa blómstilka og fara vel með t.d. silfurskotti. Grængljáandi lauf smaragðs­skottsins stendur á alllöngum stilkum, er því aðeins hávaxnari og myndar gosbrunnslaga brúsk. Rákótt, gljáandi og silfur­dregin lauf­blöð silfurskottsins eru mjög falleg. Annars er best að fara í blómaverslun með góðu tegundaúrvali og finna sín eigin uppáhaldsyrki af þessum fjöl­breytta hópi skrautplantna.+

Piparskott þurfa ekki að vaxa í stórum potti til að ná góðum þrifum.

 

Takmörkuð krafa um daglega umhirðu

Lauf flestra þessara tegunda eru fremur þykk og því eru margar þeirra hálfgerðir þykk­blöðungar. Reglan er því sú að því þykkara sem laufið er, þeim mun sjaldnar þarf að vökva plöntuna. Moldin má þorna nokkuð vel milli vökvana og áburðargjöf er stillt mjög í hóf. Gefið helming upp­gefins magns af blómaáburði í aðra hverja vökvun frá vori og fram eftir sumri. Þegar haustar drögum við svo úr vökvun og höldum moldinni aðeins lítillega rakri þar til dag er farið að lengja á ný.

Umpottun og formklipping

Umræddar tegundir þurfa ekki að vaxa í mjög stórum potti til að ná góðum þrifum. Algengast er að umpotta ekki nema á 2–3 ára fresti. Meiri líkur virðast vera á kröftugri blómmyndun á plöntum sem vaxa í fremur smáum pottum, 13–14 cm víðum. Notið venjulega pottamold við umpottun. Lögun plantnanna getur verið mismun­andi eftir tegundum og er rétt að leyfa henni að njóta sín sem best. Ef greinar verða óþarflega langar eða plantan verður skökk í pottinum er auðvelt að leiðrétta það með því að fjarlægja óþarfan greinavöxt. Hægt er að klippa plöntuna vel niður ef hún þykir vera  orðin of stór.
Í beinu sólarljósi geta laufin orðið fölleit og fá jafnvel blaðskemmdir. Almennt hentar peperomia- tegundum að standa í hálf­skugga. Græðlingar róta sig greiðlega og fræfjölgun er líka auðveld. Meira að segja er hægt að setja afskorin lauf í raka mold og búast við að þau skjóti rótum, en sá eiginleiki er ekki algengur meðal plantna. Eldri plöntum má líka skipta í nokkra hluta.

Lauf flestra piparskotta eru þykk og því eru margar þeirra hálfgerðir þykkblöðungar.

Hóflegar hita- og rakakröfur

Venjulegur stofuhiti hentar plönt­unum vel, en huga mætti að því að úða yfir þær reglulega því loftraki er venjulega í lægra lagi í híbýlum okkar. Til að njóta blaðfegurðarinnar sem best er ágætt að skola plönturnar öðru hvoru, t.d. í sturtunni.

Ingólfur Guðnason brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu LbhÍ Reykjum, Ölfusi.

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...