Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Perlur
Hannyrðahornið 27. júlí 2015

Perlur

Höfundur: Guðrún María Guðmundsdóttir
Þessi þægilega peysa á þau yngstu er prjónuð úr Baby Star garninu sem er sjálfmunstrandi og kemur fallega út í barnaflíkur og teppi. Garnið er til í 11 fallegum litum hjá okkur og einnig í netversluninni, www.garn.is. 
 
Stærð:
6-9 (12-18) 24 mánaða
 
Garn:
Kartopu Baby Star: 2 (2) 2 dokkur
 
Prjónar:
Hringprjónn 60 sm nr 3,5
 
Prjónfesta:
22 lykkjur = 10 sm
 
Yfirvídd:
56 (60) 66 sm
 
Ermalengd: 
19 (21) 24 sm 
 
Sídd: 26 (31) 34 sm
 
Perluprjón: 
Umferð 1: *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin* endurtakið *-* út umferðina 
Umferð 2: *1 lykkja brugðin, 1 lykkja slétt* endurtakið *-* út umferðina 
endurtakið umferð 1 og 2
 
Aðferð: Peysan er prjónuð fram og til baka.
Bak- og framstykki: Fitjið upp 123 (131) 145 lykkjur og prjónið perluprjón, 8 umferðir. Prjónið áfram slétt prjón þar til stykkið mælist 16 (20) 25 sm. Fellið af fyrir handvegi; prjónið 29 (31) 34 lykkjur fellið af 4 lykkjur, prjónið 57 (61) 69 lykkjur fellið af 4 lykkjur, prjónið 29 (31) 34 lykkjur. Nú er bak- og framstykki prjónuð sér.
 
Bak: Prjónið perluprjón en fellið af í handvegi 1x2 lykkjur. Haldið áfram þar til berustykkið mælist 10 (11) 12 sm. Setjið 19 (19) 21 lykkjur fyrir miðju á þráð/nælu. Geymið stykkið.
 
Framstykki: Prjónið perluprjón en fellið af í handvegi 1x2 lykkjur. Haldið áfram þar til berustykkið mælist 6 (7) 8 sm. Fellið af í hálsmáli 4,3,2,1 lykkjur í annarri hverri umferð. Prjónið áfram þar til stykkið er jafnlangt bakstykki. Prjónið hitt framstykkið eins en speglað.
Lykkið saman axlir eða fellið af með þremur prjónum.
 
Ermar: Fitjið upp 34 (34) 36 lykkjur, tengið í hring, setjið prjónamerki og prjónið perluprjón, 8 umferðir. Prjónið áfram slétt prjón auk en aukið út um 1 lykkju sitthvorum megin við prjónamerki í 6 hverri umferð alls  4 (6) 7 sinnum = 42 (46) 50 lykkjur á prjóninum. Prjónið áfram slétt prjón þar til ermin mælist um það bil 19 (21) 24 sm. Fellið af fyrir handvegi undir miðri ermi 4 lykkjur. Ermin er nú prjónuð áfram fram og til baka og fellt af fyrir ermakúpul. Fellið af á hvorri hlið: 2 lykkjur 2 (2) 2 sinnum, 1 lykkja 3 (4) 5 sinnum, 3 lykkjur 2 (3) 3 sinnum. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru.
 
Listi á framstykki: Takið upp um það bil 54-66 lykkjur og prjónið 6 umferðir perluprjón. Munið eftir að gera 3 hnappagöt á hægri lista fyrir stelpu og vinstri lista fyrir strák.
 
Kragi: Takið upp um það bil 52-62 lykkjur og prjónið 22 umferðir perluprjón. Fellið af og brjótið kragann niður.
 
Prjónakveðja, Guðrún María Guðmundsdóttir
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...