Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Perluprjónshúfa
Hannyrðahornið 24. október 2018

Perluprjónshúfa

Þessi skemmtilega húfa heldur hita á þér í vetur. Prjónuð úr Drops Nepal sem nú er á 30% afslætti hjá okkur. 
 
Stærðir:  S/M (L/XL)
 
Höfuðmál: ca 53/55 (56/58) cm
 
Garn: Drops Nepal fæst í Handverkskúnst
 
Litur grár nr 0501: 100 (100) g
 
Prjónar: Hringprjónn 60 cm nr 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur með perluprjóni verði 10 cm.
 
Tvöfalt perluprjón:
Umferð 1 (rétta): *Prjónið 1 L sl, 1 L br*,endurtakið frá *-*.
Umferð 2 (ranga): Prjónið sl yfir sl og br yfir br.
Umferð 3 (rétta):Prjónið br yfir sl og sl yfir br.
Umferð 4 (ranga): Prjónið eins og umf 2.
Endurtakið umf 1 til 4.
 
Garðaprjón (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
Aðferð: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 80 (88) lykkjur. Prjónið 1 umf slétt, prjónið nú tvöfalt perluprjón – sjá skýringu að ofan – yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 20 (21) cm (stillið af þannig að síðasta umf er frá réttu) er prjónað garðaprjón – sjá skýring að ofan – til loka, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í 4. hverri umf þannig: 
Umferð 4: Fækkið um 16 (18) lykkjur jafnt yfir (= ca 5. hver L) = 64 (70) lykkjur á prjóni.
Umferð 8: Fækkið um 13 (14) lykkjur (= ca 5. hver L) = 51 (56) lykkjur.
Umferð 12: Fækkið um 10 (11) lykkjur (= ca 5. hver L) = 41 (45) lykkjur.
Umferð 16: Fækkið um 9 (9) lykjur (= ca 5. hver L) = 32 (36) lykkjur.
Umferð 20: Prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman = 16 (18) lykkjur.
Umferð 24: Prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman = 8 (9) lykkjur.
 
Klippið bandið frá og dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Saumið húfuna saman við miðju að aftan, saumið kanti í kant þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. 
 
Húfan mælist ca 26 (27) cm. Festið bandið vel og þvoið húfuna.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...