Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Perluprjónshúfa
Hannyrðahornið 24. október 2018

Perluprjónshúfa

Þessi skemmtilega húfa heldur hita á þér í vetur. Prjónuð úr Drops Nepal sem nú er á 30% afslætti hjá okkur. 
 
Stærðir:  S/M (L/XL)
 
Höfuðmál: ca 53/55 (56/58) cm
 
Garn: Drops Nepal fæst í Handverkskúnst
 
Litur grár nr 0501: 100 (100) g
 
Prjónar: Hringprjónn 60 cm nr 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur með perluprjóni verði 10 cm.
 
Tvöfalt perluprjón:
Umferð 1 (rétta): *Prjónið 1 L sl, 1 L br*,endurtakið frá *-*.
Umferð 2 (ranga): Prjónið sl yfir sl og br yfir br.
Umferð 3 (rétta):Prjónið br yfir sl og sl yfir br.
Umferð 4 (ranga): Prjónið eins og umf 2.
Endurtakið umf 1 til 4.
 
Garðaprjón (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
Aðferð: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 80 (88) lykkjur. Prjónið 1 umf slétt, prjónið nú tvöfalt perluprjón – sjá skýringu að ofan – yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 20 (21) cm (stillið af þannig að síðasta umf er frá réttu) er prjónað garðaprjón – sjá skýring að ofan – til loka, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í 4. hverri umf þannig: 
Umferð 4: Fækkið um 16 (18) lykkjur jafnt yfir (= ca 5. hver L) = 64 (70) lykkjur á prjóni.
Umferð 8: Fækkið um 13 (14) lykkjur (= ca 5. hver L) = 51 (56) lykkjur.
Umferð 12: Fækkið um 10 (11) lykkjur (= ca 5. hver L) = 41 (45) lykkjur.
Umferð 16: Fækkið um 9 (9) lykjur (= ca 5. hver L) = 32 (36) lykkjur.
Umferð 20: Prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman = 16 (18) lykkjur.
Umferð 24: Prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman = 8 (9) lykkjur.
 
Klippið bandið frá og dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Saumið húfuna saman við miðju að aftan, saumið kanti í kant þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. 
 
Húfan mælist ca 26 (27) cm. Festið bandið vel og þvoið húfuna.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...