Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Paloma-jakki
Hannyrðahornið 14. maí 2019

Paloma-jakki

Höfundur: Handverkskúnst
Bolero-jakki prjónaður úr Drops Kid-Silk. Léttur og fallegur jakki sem gott er að eiga yfir sumarkjólinn. 
 
Stærðir:  S (M) L (XL) XXL (XXXL).
 
Garn:  Drops Kid-Silk, fæst hjá Handverkskúnst: Rjómahvítur nr 01: 50 (75) 75 (75) 75 (100) g 35% aflsáttur frá 25.04. – 31.05 af öllu Drops garni.
 
Prjónar: Hringprjónn, 60-80 cm nr 5,5 – eða sú stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 34 umf í garðaprjóni með 1 þræði verði 10 x 10 cm.
 
Heklunál: nr 4,5 – fyrir hálsmál. 2 stk tölur í allar stærðir.
 
Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
Útaukning: Aukið út um 1L með því að taka upp bandið á milli 2ja lykkja og prjónið snúið slétt, þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann til að koma í veg fyrir göt.
 
Úrtaka: Fellið af innan við síðustu lykkju með því að prjóna 2 slétt saman.
 
Hnappagat: Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan. 1 hnappagat = prjónið aðra og þriðju lykkju frá kanti slétt saman og sláið uppá prjóninn. Mælt frá kanti á hálsi við miðju að framan og fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: 
STÆRÐ S (M) L: 1 og 4 cm.
STÆRÐ (XL) XXL (XXXL): 1 og 5 cm.
 
Bolero: Jakkinn er prjónaður sem eitt stykki. Byrjað er neðst á bakstykki, aukið út fyrir ermum, fellt af fyrir hálsmáli, jafnframt er fellt af á ermum og prjónað er niður framstykki. Prjónað er fram og til baka á hringprjón.
 
Bakstykki: Fitjið upp 60 (66) 74 (82) 92 (102) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjóna nr 5,5 með Kid-Silk. Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 1L á hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu með 3 (3) 3½ (3½) 4 (4) cm millibili 4 sinnum til viðbótar (alls 5 sinnum) = 70 (76) 84 (92) 102 (112) lykkjur. 
Þegar stykkið mælist 19 (20) 21 (22) 23 (24) cm fitjið upp 1 lykkju í lok hverrar umf á hvorri hlið: 1 (1) 2 (2) 3 (4) sinnum, 2 lykkjur; 2 (3) 2 (2) 1 (1) sinnum, 4 lykkjur; 2 (1) 1 (1) 1 (0) sinnum, 6 lykkjur; 1 sinni fyrir allar stærðir, 8 lykkjur; 1 sinni fyrir allar stærðir,  17 (18) 17 (14) 12 (12) lykkjur 1 sinni = 158 (162) 166 (168) 172 (176) lykkjur á prjóni. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 37 (39) 41 (43) 45 (47) cm. Fellið af fyrir hálsmáli 18 (18) 20 (20) 22 (24) lykkjur fyrir miðju = 70 (72) 73 (74) 75 (76) lykkjur á hvorri öxl/ermi. Setjið lykkjur af vinstra framstykki á þráð/band. 
 

 
Hægra framstykki: = 70 (72) 73 (74) 75 (76) lykkjur. Prjónið 1 cm, setjið 1 prjónamerki hér = miðja ofan á öxl. Héðan er nú mælt. Haldið áfram að prjóna fram og til baka þar til 11 cm hafa verið prjónaðir frá prjónamerki ofan á öxl. Fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umf við hálsmál þannig: 1 lykkju; 2 sinnum, 2 lykkjur; 2 sinnum og 6 (6) 7 (7) 8 (9) lykkjur; 1 sinni = 82 (84) 86 (87) 89 (91) lykkjur. (meðtaldar 3 kantlykkjur að framan), jafnframt þegar stykkið mælist 14 (15) 16 (17) 18 (19) cm eru felldar af lykkjur fyrir ermar. Munið eftir hnappagati. Fellið laust af í byrjun á hverri umf neðst á ermi: 17 (18) 17 (14) 12 (12) lykkjur 1 sinni, 8 lykkjur; 1 sinni, 6 lykkjur; 1 sinni, 4 lykkjur; 2 (1) 1 (1) 1 (0) sinnum, 2 lykkjur; 2 (3) 2 (2) 1 (1) sinnum, 1 lykkju; 1 (1) 2 (2) 3 (4) sinnum = 38 (41) 45 (49) 54 (59) lykkjur á prjóninum. Haldið áfram með garðaprjón þar til stykkið mælist 22 (24) 24 (26) 26 (28) cm fellið af 1 lykkju á hlið (sjá úrtaka). Endurtakið úrtöku með 3 (3) 3½ (3½) 4 (4) cm millibili 4 sinnum til viðbótar (alls 5 sinnum) jafnframt þegar stykkið mælist 25 (27) 29 (31) 33 (35) cm felllið af 1L í næstu umf við miðju að framan (fyrir bogalaga framstykki), endurtakið úrtöku í 4. hverri umf 4 (3) 3 (2) 2 (2) sinnum, síðan í annarri hvorri umf 6 (7) 6 (8) 7 (5) sinnum og að lokum í hverri umf 11 (13) 15 (15) 17 (21) sinnum = 12 (13) 16 (19) 23 (26) lykkjur á prjóni, fellið þær af í næstu umf. 
 
Vinstra framstykki: Setjið til baka lykkjur af bandi á prjóninn og prjónið eins og hægra framstykki nema gagnstætt.
 
Frágangur: Brjótið jakkann saman tvöfaldan við öxl = þar sem prjónamerki var sett í stykkið. Saumið hliðar- og ermasauma yst í lykkjubogann. Klippið frá og festið enda.
 
Hálsmál: Heklið kant í kringum hálsmál með heklunál nr 4,5 þannig: Festið endann með 1 fl á hægra framstykki við miðju að framan, 2 ll hoppið fram 1,5 cm, *1 fl, 2 ll, hoppið fram 1,5 cm*, endurtakið frá *-* í kringum allan kantinn að framan og endið á 1 fl. Klippið frá og festið enda.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...