Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt sem orðið hefur á að framlengja rekstrarsamning menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin.

„Nú er liðið hátt á annað ár síðan síðasti langtímasamningur rann út í árslok 2021 og síðan hefur mikil óvissa ríkt með starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar og samtakanna. Tveir skammtímasamningar hafa með eftirgangs­ munum verið gerðir á þeim tíma. Þeir skammtímasamningar hafa haldið starfseminni á floti en sú óvissa sem verið hefur með rekstrargrundvöll samtakanna er óásættanleg til lengdar. Ekki bætir úr skák að í skammtímasamningunum er kveðið á um lækkun á framlagi frá fyrri tíð. Þetta gerist þrátt fyrir að framlag til samtakanna hafi verið skorið niður um nær helming í kjölfar efnahagserfiðleikanna fyrir rúmum áratug og hafi aldrei verið leiðrétt síðan.

Þjónustumiðstöð BÍL þjónustar nær alla þá aðila sem stunda leiklist á landinu og fyrir utan eigin aðildarfélög má þar m.a. nefna stofnanaleikhúsin, frjálsa leikhópa, grunn­ og framhaldsskóla auk kvikmyndafyrirtækja og margra fleiri. Mikilvægi hennar fyrir sviðslistir á landinu er óumdeilanlegt þó ekki fari það alltaf hátt. Aðalfundur BÍL skorar á ráðherra menningarmála og menningar­ og viðskiptaráðuneytið að bæta hér úr svo fljótt sem auðið er,“ segir í ályktun aðalfundar BÍL, sem fram fór í Neskaupstað 6. maí síðastliðinn.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...