Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt sem orðið hefur á að framlengja rekstrarsamning menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin.

„Nú er liðið hátt á annað ár síðan síðasti langtímasamningur rann út í árslok 2021 og síðan hefur mikil óvissa ríkt með starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar og samtakanna. Tveir skammtímasamningar hafa með eftirgangs­ munum verið gerðir á þeim tíma. Þeir skammtímasamningar hafa haldið starfseminni á floti en sú óvissa sem verið hefur með rekstrargrundvöll samtakanna er óásættanleg til lengdar. Ekki bætir úr skák að í skammtímasamningunum er kveðið á um lækkun á framlagi frá fyrri tíð. Þetta gerist þrátt fyrir að framlag til samtakanna hafi verið skorið niður um nær helming í kjölfar efnahagserfiðleikanna fyrir rúmum áratug og hafi aldrei verið leiðrétt síðan.

Þjónustumiðstöð BÍL þjónustar nær alla þá aðila sem stunda leiklist á landinu og fyrir utan eigin aðildarfélög má þar m.a. nefna stofnanaleikhúsin, frjálsa leikhópa, grunn­ og framhaldsskóla auk kvikmyndafyrirtækja og margra fleiri. Mikilvægi hennar fyrir sviðslistir á landinu er óumdeilanlegt þó ekki fari það alltaf hátt. Aðalfundur BÍL skorar á ráðherra menningarmála og menningar­ og viðskiptaráðuneytið að bæta hér úr svo fljótt sem auðið er,“ segir í ályktun aðalfundar BÍL, sem fram fór í Neskaupstað 6. maí síðastliðinn.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...