Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt sem orðið hefur á að framlengja rekstrarsamning menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin.

„Nú er liðið hátt á annað ár síðan síðasti langtímasamningur rann út í árslok 2021 og síðan hefur mikil óvissa ríkt með starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar og samtakanna. Tveir skammtímasamningar hafa með eftirgangs­ munum verið gerðir á þeim tíma. Þeir skammtímasamningar hafa haldið starfseminni á floti en sú óvissa sem verið hefur með rekstrargrundvöll samtakanna er óásættanleg til lengdar. Ekki bætir úr skák að í skammtímasamningunum er kveðið á um lækkun á framlagi frá fyrri tíð. Þetta gerist þrátt fyrir að framlag til samtakanna hafi verið skorið niður um nær helming í kjölfar efnahagserfiðleikanna fyrir rúmum áratug og hafi aldrei verið leiðrétt síðan.

Þjónustumiðstöð BÍL þjónustar nær alla þá aðila sem stunda leiklist á landinu og fyrir utan eigin aðildarfélög má þar m.a. nefna stofnanaleikhúsin, frjálsa leikhópa, grunn­ og framhaldsskóla auk kvikmyndafyrirtækja og margra fleiri. Mikilvægi hennar fyrir sviðslistir á landinu er óumdeilanlegt þó ekki fari það alltaf hátt. Aðalfundur BÍL skorar á ráðherra menningarmála og menningar­ og viðskiptaráðuneytið að bæta hér úr svo fljótt sem auðið er,“ segir í ályktun aðalfundar BÍL, sem fram fór í Neskaupstað 6. maí síðastliðinn.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...