Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Óttast að skörð verði höggvin í byggðirnar
Fréttir 7. september 2017

Óttast að skörð verði höggvin í byggðirnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson / Vilmundur Hansen

Formaður Landssamtaka sauðfjár­bænda segir tillögur ráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda ekki taka heildstætt á vandanum og óttast að stærri bú og yngri bændur muni einna helst taka tilboðinu og bregða búi.

Oddný Steina Valsdóttir, bóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að lausnin sem landbúnaðarráðherra leggi til taki ekki á vandanum heildstætt.

„Í tillögu ráðherra vantar alveg að það sé tekið á núverandi niðursveiflu á markaði. Umframmagnið á markaði núna er um 20% vegna þess að það hefur lokast á markaði erlendis, meðal annars í Noregi, Rússlandi og Spáni.“

Óttast að yngri sauðfjárbændur bregði búi

Þegar Oddný er spurð hvort hún hafi heyrt hljóðið í sauðfjárbændum, hvað þeir segi um tillögur og hvort þeir ætli að taka tilboði landbúnaðarráðherra, svarar hún að stutt sé síðan að tillögur ráðherra voru gefnar út.

„Ég geri mér því ekki enn grein fyrir því hvernig bændur ætla að bregðast við. Í tillögunum er mikill hvati fyrir að sauðfjárbændur hætti búskap en minni hvati til að þeir fækki fé sem er á allan hátt samfélagslega betra.

Þrátt fyrir að erfitt sé að ráða í stöðuna og spá í framtíðina óttast ég að það verði einna helst yngri bændur og stærri bú sem koma til með að taka tilboðinu og hætti sauðfjárbúskap.“

Erfitt að vinna úr hugmyndum ráðherra

Haraldur Benediktsson, alþingis­maður og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að vandi verði að vinna úr hugmyndum ráðherra varðandi lausn á vanda sauðfjárbænda.

„Fyrstu viðbrögð mín eru að mér finnst mestu máli skipta hvernig við ætlum að bæta afkomu sauðfjárbænda til lengri tíma.   Auðvitað stóð aldrei annað til en að bregðast við þeim forsendubresti sem sauðfjárrækt hefur orðið fyrir.“ 

Hefði átt að draga sláturleyfishafa að borðinu líka

„Ég sakna þess að sláturleyfishafar séu ekki á einhvern hátt dregnir að þessu borði með markvissum hætti. Búinn verði til eðlilegur grunnur fyrir þá til að starfa saman á erlendum mörkuðum. Einnig að stuðla að áframhaldandi hagræðingu í sláturhúsageiranum ásamt rannsókna- og þróunarstarfi sem eykur virði sauðfjárafurða. Ekkert skiptir meira máli en að takist að hækka aftur afurðaverð í haust.  Ég verð að segja að mér finnst sú gríðarlega lækkun á afurðaverði sem hefur verið kynnt ekki hafa verið útskýrð. Hefði tíminn verið nýttur hefði verið hægt að ná mikilli hagræðingu strax á þessu ári.“

Ekki meiri eyðibýlastefnu

„Alþingismenn hafa fengið margar ályktanir sveitarstjórna úti um allt land. Þær hafa áhyggjur af þróun byggðar vegna ástandsins í sauðfjárræktinni. Ég óttast þessa fækkunarumræðu sem komin er í gang. Það verður mikið vandaverk að útfæra þetta tilboð sem fram kemur í tillögum ráðherra um starfslok sauðfjárbænda. Ég hefði mun frekar viljað sjá tilboð um tímabundna fækkun fjár,“ segir Haraldur.

Hann segist þó ekkert vilja útiloka starfslok einhverra bænda, en á þeim grunni þurfi þó að reisa einhvern rekstur á jörðunum til framtíðar.

„Í sjálfu sér skiptir samfélögin ekki öllu máli hvort menn búa með sauðfé á jörðunum eða stunda þar annan verðmætaskapandi rekstur.  Ég vil ekki meiri eyðibýlastefnu.  Það var ekki það sem sveitarstjórnir voru að kalla eftir með ályktunum sínum.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...