Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óásættanlegt er fyrir kúabændur að ekki sé hægt að kalla saman fund verðlagsnefndar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum.
Óásættanlegt er fyrir kúabændur að ekki sé hægt að kalla saman fund verðlagsnefndar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum.
Fréttir 23. júní 2022

Óstarfandi vegna formannsleysis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Formaður verðlagsnefndar búvöru sagði af sér eftir síðasta fund nefndarinnar, 30. mars síðastliðinn. Nefndin hefur ekki fundað síðan þá en samkvæmt lögum skal verðlagsgrundvöllur kúabúa reiknaður fjórum sinnum á ári, í mars, júní, september og desember. Nefndarmenn voru skipaðir til tveggja ára.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður búgreinadeildar nautgripa- bænda, NautBÍ. Mynd / H.Kr.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður NautBÍ, segir að síðasti fundur verðlagsnefndar búvara hafi verið haldinn 30. mars síðastliðinn þegar verðlagsgrundvöllur fyrir marsmánuð var tekinn fyrir. Verðlagsgrundvöllur kúabúa er uppreiknaður fjórum sinnum á ári, í mars, júní, september og desember, þegar teknar eru fyrir kostnaðarbreytingar sem hafa átt sér stað frá því að síðasti grundvöllur var reiknaður.

Formaðurinn segir sig frá störfum

„Til stóð að halda fund verð- lagsnefndar 26. maí til að taka fyrir verðlagsgrundvöllinn í júní en þegar nefndarmenn óskuðu eftir fundartíma tilkynnti formaðurinn, Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, nefndinni að hann hefði sagt sig frá störfum í nefndinni.

Í framhaldinu tilkynnti starfs- maður matvælaráðuneytisins að fundum nefndarinnar yrði frestað þar til nýr formaður yrði skipaður eða þar til nefndin yrði endurskipuð í september næstkomandi.“

Óvissa um greiðslur til kúabænda

Herdís segir frestun fundarins bagalega og skapi óvissu um greiðslur til kúabænda en samkvæmt búvörulögum skal nefndin halda fund óski nefndarmenn eftir því og samkvæmt því ræður ráðuneytið því ekki hvenær nefndin fundar.

„Verðlagsnefnd búvöru hafði stefnt að því að funda í lok maí til að taka fyrir júnígrundvöllinn enda sjaldan verið jafn nauðsynlegt að nefndin fundi með reglubundnum hætti og um þessar mundir.

Eins og flestir vita hafa gríðarlegar aðfangahækkanir í kjölfar heimsfaraldursins og stríðsins í Úkraínu reynst landbúnaðinum erfiðar en áður hafði versnandi rekstrarstaða kúabúa þegar verið okkur áhyggjuefni.
Það skiptir bændur miklu máli að verðlagsnefnd búvara starfi eðlilega og að lágmarksverð til bænda sé ákveðið með reglubundnum hætti og þar sé tekið mið af þróun framleiðslukostnaðar hverju sinni. 

Það er því óásættanlegt fyrir kúabændur að ekki sé hægt að kalla saman fund verðlagsnefndar og von mín að matvælaráðherra bregðist hratt og vel við þeirri stöðu sem upp er komin svo að nefndin geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum.“

BÍ vill nýjan formann strax

Bændasamtök Íslands hafa farið fram á að matvælaráðuneytið skipi þegar í stað nýjan formann nefndarinnar sem og að boðað verði strax til fundar þar sem verðlagsgrundvöllur fyrir júnímánuð er tilbúinn.

Herdís segir að í svari frá ráðuneytinu 8. júní segi að unnið sé í málinu og að formaður verði ekki skipaður fyrir 10. júní. „Ráðuneytið mun þó reyna að hraða skipuninni eins og unnt er.“

Að sögn Herdísar hefur ekkert heyrst frá ráðuneytinu eftir það.

Í búvörulögum segir að formaður verðlagsnefndar búvöru sé skipaður af matvælaráðherra og sama gildir um varaformanninn, en svo virðist sem skipun varaformanns hafi gleymst.

Skylt efni: Verðlagsnefnd

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...