Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Óásættanlegur frágangur ef þarf að nauðhemla er of algeng sjón í umferðinni þar sem kerrur eru.
Óásættanlegur frágangur ef þarf að nauðhemla er of algeng sjón í umferðinni þar sem kerrur eru.
Fréttir 23. júní 2017

Óskráðar kerrur og vagnar

Nú eru margir bændur komnir í heyskap og þurfa að aka heyrúllum sínum heim á vagni. Flestir heyvagnar eru óskráðir og margir án bremsubúnaðar og ljósa. 
 
Með tilvísan til dóms við Héraðsdóm Suðurlands frá 1. nóvember síðastliðinn var maður dæmdur fyrir að vera á dráttarvél með óskráðan vagn yfirhlaðinn og bremsulausan. Samkvæmt lögum má óskráður vagn eða kerra aldrei vera þyngri en 750 kg en í áðurnefndum dómi var heildarþyngd vagns 11.650 kg. Því var áðurnefndur vagn 1.553,3% yfir leyfilegri þyngd. Af þessum sökum vil ég benda mönnum á að kynna sér hvað má og má ekki hjá sínum sýslumanni til að forðast óþarfa sektir og óþægindi. 
 
Hvað má sýslumaður leyfa?
 
Eflaust er það mat hvers sýslumanns hvað hann má leyfa og ekki, en þess eru dæmi að menn þurfi að flytja heyrúllur um langan veg og veit ég dæmi um bónda sem þarf að fara um 60 km vegalengd og yfir tvær heiðar að fara á vestfirskum þjóðvegum. Það er kannski spurning um að fá skriflegt leyfi fyrir svona flutningum með óskráðan vagn, en þess eru dæmi að sýslumenn hafi gefið út ökuskírteini til að aka innan sýslu manni sem hefur verið sviptur ökuréttindum. Svoleiðis ökuleyfisbréf hef ég séð einu sinni, að vísu frá 1958, sem gefið var út handa starfsmanni ónefnds ríkisfyrirtækis í Þingeyjarsýslu.
Lausn á óskráðum vögnum, „vagnavandamálið“ ætti að vera auðveld að leysa
 
Persónulega tel ég að það ætti að vera auðvelt að leysa vandamál vegna óskráðra vagna. Í Sviss er sá sem á marga bíla bara með eitt sett af númeraplötum sem hann fer með á milli bíla og má hann einn aka á því númeri. Ef hvert bændabýli fengi eina númeraplötu (sér lit svipaða og bílaumboð hafa til að keyra nýja bíla til umboðs og í skráningu). Númerið er skráð á býlið og er ætluð aftan á það sem hengt er aftan í dráttarvélar s.s. vagna, rúlluvélar eða annað sem þarf að draga sem tengist býlinu. Einföld lausn sem ætti að vera lítið mál að framkvæma.
 
Smá reynslusaga um kerrur
 
Kerra sem hengd er aftan í bíl og er hlaðin mikið og vitlaust getur auðveldlega sett bílinn út af vegi eða velt bílnum. Þegar búið er að tengja bíl við hlaðna kerru og bíllinn fer niður eða upp um meira en fimm sentímetra er hætta á ferðinni.
 
Þegar fjöðrun bílsins er orðin svona skekkt er hætta á að kerran byrji að sveifla bílnum til og frá og getur auðveldlega hent bílnum út af veginum, yfir á næstu akrein í veg fyrir umferð sem kemur á móti. Í verstu tilfellum hefur þetta sett bíla á hvolf.
 
Til að forðast þetta þarf að passa að kerran sé rétt hlaðin, hraði ekki of mikill og mikið atriði er að loft í hjólbörðum á bíl og kerru sé rétt.
 
Byrji bíll að rugga vegna kerruþunga þarf að passa upp á að bremsa ekki of skarpt, hægja á rólega og passa upp á að halda hraða undir þeim hraða sem kerra byrjar hliðarruggið.
 
Að lokum; leggið aldrei af stað með kerru öðruvísi en að passa að farmurinn fari ekki af stað ef þú þarft að nauðhemla. Slæmur frágangur farms á kerrum er helsta ástæða tjóns og slysa þegar um kerrudrátt er að ræða.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...