Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Óskar Magnússon.
Óskar Magnússon.
Fréttir 26. mars 2018

Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka kosinn nýr formaður Landssamtaka landeigenda

Höfundur: HKr.
Landssamtök landeigenda héldu aðalfund sinn á Hótel Sögu þann 15. mars. Þar var Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð kosinn nýr formaður í stað Arnars Bergssonar á Hofi í Öræfum, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. 
 
Örn Bergsson var aftur á móti kosinn í stjórn félagsins ásamt Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur úr Reykjahlíð, Sigurði Jónssyni í Eyvindartungu og Birni Magnússyni að Hólabaki. 
 
Í varastjórn voru kosin Snorri H. Jóhannesson, Erlendur Ingvarsson, Þórólfur Sveinsson, Haukur Halldórsson og Elín R. Líndal. 
 
Hættir formennsku eftir 10 ár
 
Örn Bergsson hefur setið í stjórn Landssamtaka landeigenda frá stofnun þess fyrir 11 árum og þar af sem formaður í 10 ár. 
 
Nýi formaðurinn, Óskar Magnússon, er fæddur á Sauðárkróki 13. apríl 1954. Hann nam lögfræði við Háskóla Íslands og lauk Master of International Business Law frá George Washington University í Bandaríkjunum. Óskar hefur verið blaðamaður, lögmaður og hæstaréttarlögmaður, verið forstjóri og stjórnarformaður ýmissa fyrirtækja og setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. 
Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...