Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Óskar Magnússon.
Óskar Magnússon.
Fréttir 26. mars 2018

Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka kosinn nýr formaður Landssamtaka landeigenda

Höfundur: HKr.
Landssamtök landeigenda héldu aðalfund sinn á Hótel Sögu þann 15. mars. Þar var Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð kosinn nýr formaður í stað Arnars Bergssonar á Hofi í Öræfum, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. 
 
Örn Bergsson var aftur á móti kosinn í stjórn félagsins ásamt Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur úr Reykjahlíð, Sigurði Jónssyni í Eyvindartungu og Birni Magnússyni að Hólabaki. 
 
Í varastjórn voru kosin Snorri H. Jóhannesson, Erlendur Ingvarsson, Þórólfur Sveinsson, Haukur Halldórsson og Elín R. Líndal. 
 
Hættir formennsku eftir 10 ár
 
Örn Bergsson hefur setið í stjórn Landssamtaka landeigenda frá stofnun þess fyrir 11 árum og þar af sem formaður í 10 ár. 
 
Nýi formaðurinn, Óskar Magnússon, er fæddur á Sauðárkróki 13. apríl 1954. Hann nam lögfræði við Háskóla Íslands og lauk Master of International Business Law frá George Washington University í Bandaríkjunum. Óskar hefur verið blaðamaður, lögmaður og hæstaréttarlögmaður, verið forstjóri og stjórnarformaður ýmissa fyrirtækja og setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. 
Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.