Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá Terra Madre í Tórínó árið 2016.
Frá Terra Madre í Tórínó árið 2016.
Mynd / smh
Fréttir 15. janúar 2018

Óskað eftir þátttakendum í Terra Madre Nordic 2018

Höfundur: smh
Terra Madre Nordic er norrænn viðburður sem haldinn verður í Kødbyen í Kaupmannahöfn dagana 27.–29. apríl 2018.
 
Terra Madre er Slow Food verkefni sem hugsað var í beinu framhaldi af vinsældum Slow Food-hreyfingarinnar. Terra Madre felst í viðburðahaldi og mótun tengslanets þeirra sem starfa í anda Slow Food-hreyfingarinnar. Fyrsti Terra Madre viðburðurinn var haldinn á Ítalíu árið 2004 en frá árinu 2007 hafa sambærilegir viðburðir verið haldnir til dæmis á Írlandi, í Tansaníu, Brasilíu, Argentínu, Rússlandi og fleiri löndum. Alltaf er um að ræða sama form á Terra Madre viðburðum; sýningar (sala og kynning á afurðum), smiðjur og fyrirlestrar.
 
Terra Madre í fyrsta skiptið á Norðurlöndunum
 
Þetta er í fyrsta sinn sem Terra Madre viðburður er skipulagður á Norðurlöndunum. Slow Food-samtökin á Norðurlöndum ásamt samstarfsaðilum þeirra móta viðburðinn en í boði verða fyrirlestrar, smiðjur (workshops) og sölu- og kynningarbásar fyrir þátttökufyrirtæki sem starfa samkvæmt Slow Food-hugmyndafræðinni.
 
Verkefnið hefur hlotið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni, sem gildir um Ísland jafnt sem hinar Norðurlandaþjóðirnar. Styrkurinn nýtist til að setja upp og skipuleggja viðburðinn og greiða laun verkefnisstjóra en auk þess fær hvert land fjármagn til að standa undir hluta af kostnaði þátttakenda í Kaupmannahöfn; uppsetningu bása og fleira.  Þátttakendur sjá hins vegar sjálfir um kostnað við ferðir, uppihald, og sendingar á vörum.
 
Þrjú þemu verða lögð til grundvallar á viðburðinum:
  • Conservation through Consumption 
  • Nordic Diversity: From Tradition to Innovation
  • Food Policy for a common future. 
Skilyrði fyrir þátttöku eru að aðilar starfi samkvæmt Slow Food-hugmyndafræðinni. 
 
Slow Food-samtökin á Íslandi munu svo velja þátttakendur úr innsendum umsóknum. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta sent umsóknir á Dominique Plédel Jónsson (dominique@simnet.is) eða Dóru Svavarsdóttur (dora@culina.is) hjá Slow Food Reykjavík, þar sem frekari upplýsingar fást einnig. Umsóknarfrestur er til 20. janúar.
 
Samstarfsaðilar verkefnisins eru Slow Food Reykjavík, Íslandsstofa og Matarauður Íslands. 
 
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...