Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá Terra Madre í Tórínó árið 2016.
Frá Terra Madre í Tórínó árið 2016.
Mynd / smh
Fréttir 15. janúar 2018

Óskað eftir þátttakendum í Terra Madre Nordic 2018

Höfundur: smh
Terra Madre Nordic er norrænn viðburður sem haldinn verður í Kødbyen í Kaupmannahöfn dagana 27.–29. apríl 2018.
 
Terra Madre er Slow Food verkefni sem hugsað var í beinu framhaldi af vinsældum Slow Food-hreyfingarinnar. Terra Madre felst í viðburðahaldi og mótun tengslanets þeirra sem starfa í anda Slow Food-hreyfingarinnar. Fyrsti Terra Madre viðburðurinn var haldinn á Ítalíu árið 2004 en frá árinu 2007 hafa sambærilegir viðburðir verið haldnir til dæmis á Írlandi, í Tansaníu, Brasilíu, Argentínu, Rússlandi og fleiri löndum. Alltaf er um að ræða sama form á Terra Madre viðburðum; sýningar (sala og kynning á afurðum), smiðjur og fyrirlestrar.
 
Terra Madre í fyrsta skiptið á Norðurlöndunum
 
Þetta er í fyrsta sinn sem Terra Madre viðburður er skipulagður á Norðurlöndunum. Slow Food-samtökin á Norðurlöndum ásamt samstarfsaðilum þeirra móta viðburðinn en í boði verða fyrirlestrar, smiðjur (workshops) og sölu- og kynningarbásar fyrir þátttökufyrirtæki sem starfa samkvæmt Slow Food-hugmyndafræðinni.
 
Verkefnið hefur hlotið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni, sem gildir um Ísland jafnt sem hinar Norðurlandaþjóðirnar. Styrkurinn nýtist til að setja upp og skipuleggja viðburðinn og greiða laun verkefnisstjóra en auk þess fær hvert land fjármagn til að standa undir hluta af kostnaði þátttakenda í Kaupmannahöfn; uppsetningu bása og fleira.  Þátttakendur sjá hins vegar sjálfir um kostnað við ferðir, uppihald, og sendingar á vörum.
 
Þrjú þemu verða lögð til grundvallar á viðburðinum:
  • Conservation through Consumption 
  • Nordic Diversity: From Tradition to Innovation
  • Food Policy for a common future. 
Skilyrði fyrir þátttöku eru að aðilar starfi samkvæmt Slow Food-hugmyndafræðinni. 
 
Slow Food-samtökin á Íslandi munu svo velja þátttakendur úr innsendum umsóknum. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta sent umsóknir á Dominique Plédel Jónsson (dominique@simnet.is) eða Dóru Svavarsdóttur (dora@culina.is) hjá Slow Food Reykjavík, þar sem frekari upplýsingar fást einnig. Umsóknarfrestur er til 20. janúar.
 
Samstarfsaðilar verkefnisins eru Slow Food Reykjavík, Íslandsstofa og Matarauður Íslands. 
 
 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...