Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 3. apríl 2019

Óskað eftir lengri fresti vegna sameiningar Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Sameiningarviðræður Norð­lenska, Kjarnafæðis og SAH afurða hafa gengið ágætlega, en einhverjar tafir hafa þó orðið enda málið ekki einfalt viðureignar,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
 
Hann segir að áhugasamir fjárfestar hafi óskað eftir lengri tímafrestum til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í hlut í sameinuðu fyrirtæki.
 
„Tilboð hafa nú borist en það á eftir að fara betur yfir þau og eins að ræða við tilboðsgjafa,“ segir Ágúst Torfi.
 
Boðað hafði verið til hlut­hafafundar í Búsæld, félagi sem á Norðlenska, nú á laugardag 30. mars í Mývatnssveit, en vegna tafa sem orðið hafa hefur honum verið frestað. Ágúst Torfi segir að nýtt fundarboð verði sent út þegar ljóst sé hvenær þeirri vinnu sem þarf að ljúka fyrir hluthafafund verði lokið.
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...