Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 3. apríl 2019

Óskað eftir lengri fresti vegna sameiningar Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Sameiningarviðræður Norð­lenska, Kjarnafæðis og SAH afurða hafa gengið ágætlega, en einhverjar tafir hafa þó orðið enda málið ekki einfalt viðureignar,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
 
Hann segir að áhugasamir fjárfestar hafi óskað eftir lengri tímafrestum til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í hlut í sameinuðu fyrirtæki.
 
„Tilboð hafa nú borist en það á eftir að fara betur yfir þau og eins að ræða við tilboðsgjafa,“ segir Ágúst Torfi.
 
Boðað hafði verið til hlut­hafafundar í Búsæld, félagi sem á Norðlenska, nú á laugardag 30. mars í Mývatnssveit, en vegna tafa sem orðið hafa hefur honum verið frestað. Ágúst Torfi segir að nýtt fundarboð verði sent út þegar ljóst sé hvenær þeirri vinnu sem þarf að ljúka fyrir hluthafafund verði lokið.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...