Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Framkvæmdum lokið haustið 2023.
Framkvæmdum lokið haustið 2023.
Fréttir 24. ágúst 2021

Óskað eftir framkvæmdaleyfi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Vegagerðin hefur óskað eftir að Blönduósbær veiti framkvæmda­leyfi til að hægt sé að byggja nýjan Þverárfjallsveg frá Hringvegi austan Blönduóss og að nýverandi Þverárfjallsvegi skammt sunnan við núverandi brú yfir Laxá í Refasveit.

Nýi vegurinn er um 8,5 kílómetra langur en einnig verður byggður 3,3 kílómetra langur vegur til norðurs frá nýjum Þverárfjallsvegi, yfir nýja brú á Laxá og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan Höskuldsstaða.Sótt er um þann hluta framkvæmdarinnar sem er innan Blönduósbæjar en hluti hennar er einnig innan Skagabyggðar. Áætlað er að framkvæmdum verði að fullu lokið haustið 2023. Markmiðið með framkvæmdinni er að bæta og tryggja greiðar samgöngur á Norðurlandi vestra og hafa þannig jákvæð áhrif á samfélagið auk þess að gera samgöngur á svæðinu öruggari.

Fjallað var um málið á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar nýverið. Þar kom fram að framkvæmdin sé í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar og var skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll gögn liggja fyrir.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...