Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Framkvæmdum lokið haustið 2023.
Framkvæmdum lokið haustið 2023.
Fréttir 24. ágúst 2021

Óskað eftir framkvæmdaleyfi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Vegagerðin hefur óskað eftir að Blönduósbær veiti framkvæmda­leyfi til að hægt sé að byggja nýjan Þverárfjallsveg frá Hringvegi austan Blönduóss og að nýverandi Þverárfjallsvegi skammt sunnan við núverandi brú yfir Laxá í Refasveit.

Nýi vegurinn er um 8,5 kílómetra langur en einnig verður byggður 3,3 kílómetra langur vegur til norðurs frá nýjum Þverárfjallsvegi, yfir nýja brú á Laxá og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan Höskuldsstaða.Sótt er um þann hluta framkvæmdarinnar sem er innan Blönduósbæjar en hluti hennar er einnig innan Skagabyggðar. Áætlað er að framkvæmdum verði að fullu lokið haustið 2023. Markmiðið með framkvæmdinni er að bæta og tryggja greiðar samgöngur á Norðurlandi vestra og hafa þannig jákvæð áhrif á samfélagið auk þess að gera samgöngur á svæðinu öruggari.

Fjallað var um málið á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar nýverið. Þar kom fram að framkvæmdin sé í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar og var skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll gögn liggja fyrir.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...