Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Óðinn Örn, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi, sem fylgist með velferð dýra. Hann hvetur fólk til að láta vita ef það veit um eitthvað óeðlilegt við umhirðu dýra, hvert tilfelli sé þá skoðað.
Óðinn Örn, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi, sem fylgist með velferð dýra. Hann hvetur fólk til að láta vita ef það veit um eitthvað óeðlilegt við umhirðu dýra, hvert tilfelli sé þá skoðað.
Mynd / MHH
Fréttir 6. apríl 2016

Ósammála Sigurði dýralækni um slæma meðferð á útigangshrossum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Ég get ekki tekið undir þau orð Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis að útigangshross á Suðurlandi hafi það slæmt, þeim sé ekki gefið, þau hafi ekki skjól og hafi ekki vatn, ég hef ekki orðið var við þetta og vísa þessu á bug,“ segir Óðinn Örn Jóhannsson, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi. 
 
Sigurður hefur gert mikið úr ástandi útigangshrossa síðustu vikur í fjölmiðlum og vísar þar helst í nokkra staði í kringum Selfoss.
 
„Helsti mælikvarðinn á velferð hrossa á útigangi er holdafarið en auk þess er litið til hárafars, almenns heilbrigðis og upplits hrossanna. Óhjákvæmilegt er að fóðurskortur eða illur aðbúnaður komi með tímanum niður á holdafari og útliti hrossanna. Til að tryggja samræmt mat á holdafari hrossa hefur verið gefinn út holdastigunarkvarði sem unnið hefur verið eftir undanfarinn áratug og reynst vel,“ segir  Óðinn Örn.  Í reglugerð um aðbúnað útigangshrossa kemur m.a. fram að hross skulu hafa aðgang að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni eða snjó og að hross á útigangi hafi aðgang að skjóli allan ársins hring.

Skylt efni: aðbúnaður búfjár

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...