Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Óðinn Örn, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi, sem fylgist með velferð dýra. Hann hvetur fólk til að láta vita ef það veit um eitthvað óeðlilegt við umhirðu dýra, hvert tilfelli sé þá skoðað.
Óðinn Örn, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi, sem fylgist með velferð dýra. Hann hvetur fólk til að láta vita ef það veit um eitthvað óeðlilegt við umhirðu dýra, hvert tilfelli sé þá skoðað.
Mynd / MHH
Fréttir 6. apríl 2016

Ósammála Sigurði dýralækni um slæma meðferð á útigangshrossum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Ég get ekki tekið undir þau orð Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis að útigangshross á Suðurlandi hafi það slæmt, þeim sé ekki gefið, þau hafi ekki skjól og hafi ekki vatn, ég hef ekki orðið var við þetta og vísa þessu á bug,“ segir Óðinn Örn Jóhannsson, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi. 
 
Sigurður hefur gert mikið úr ástandi útigangshrossa síðustu vikur í fjölmiðlum og vísar þar helst í nokkra staði í kringum Selfoss.
 
„Helsti mælikvarðinn á velferð hrossa á útigangi er holdafarið en auk þess er litið til hárafars, almenns heilbrigðis og upplits hrossanna. Óhjákvæmilegt er að fóðurskortur eða illur aðbúnaður komi með tímanum niður á holdafari og útliti hrossanna. Til að tryggja samræmt mat á holdafari hrossa hefur verið gefinn út holdastigunarkvarði sem unnið hefur verið eftir undanfarinn áratug og reynst vel,“ segir  Óðinn Örn.  Í reglugerð um aðbúnað útigangshrossa kemur m.a. fram að hross skulu hafa aðgang að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni eða snjó og að hross á útigangi hafi aðgang að skjóli allan ársins hring.

Skylt efni: aðbúnaður búfjár

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f