Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar.
Hér fór allt í kássu fyrir trassaskap.
Hér fór allt í kássu fyrir trassaskap.
Öryggi, heilsa og umhverfi 3. mars 2021

Fyrirbyggjandi viðhald á vélum og tækjum lengir líftíma þeirra

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Það eru fá eða engin tæki og vélar sem þurfa ekki reglulegt viðhald. Að smyrja heimilisbílinn og önnur ökutæki er fyrir mörgum eitthvað sem flestir fá gert á þar til sérhæfðum verkstæðum. Svo eru það hinir sem gera þetta sjálfir.

Í mörgum tilfellum þarf ekki mikið af verkfærum til að skipta um olíu og síur á bílum. Í eigandahandbók á flestum tækjum er uppgefinn kílómetrafjöldi sem á að vera á milli olíuskipta, fyrir mér er þetta oft frekar langur tími og vil ég á mínum ökutækjum skipta um smurolíur örar en uppgefið er (sérstaklega ef ég hef skynjað að viðkomandi vél er að brenna olíu eða að hún er almennt notuð á miklu álagi).

Vatnasull, drif og gírkassi fer oft ekki vel saman

Sem starfsmaður til margra ára á verkstæði þar sem bílar koma í smurolíuskipti þá er ótrúlega oft sem jeppar og jepplingar koma í olíuskipti, að bæði fram- og afturdrif eru með vatn í olíunni og nokkrum sinnum hef ég séð líka vatn á gírkassa og millikassa. Ef maður er mikið í vatnasulli þá er skynsamlegt að opna tappann á drifinu og gá hvort liturinn á olíunni sé réttur (verður ljósbrúnn eða gráleitur á flestum drifum, en á sjálfskiptingum verður olían bleik ef vatn er í olíunni). Ef maður er alltaf að fá vatn í drifið getur eitthvað verið að loftönduninni á drifinu (sumir setja þá slöngu á loftöndunina og leiða hana ofar í bílinn og jafnvel inn í bílinn). Það að vera með vatnsblandaða olíu á drifi styttir ótrúlega hratt líftíma á legum og getur eyðilagt pakkdósir á stuttum tíma. Því er nauðsynlegt að kíkja sem fyrst á olíuna á drifum eftir vatnasull og jafnvel eftir akstur í miklum vatnsveðrum.

Ekki réttur litur á olíunni á drifinu, þá er bara að skipta strax.

Bremsuklossar og diskar virðast alltaf endast styttra og styttra

Á nýjum bílum eru almennt bremsur að verða betri og betri, en því fylgir sá ókostur að þær virðast þurfa mikið og reglulegt viðhald. Það er ekki óalgengt að bremsu­klossar séu ekki að duga nema á bilinu 25–35.000 kílómetra. Samanber nýjan bíl síðan í maí sem ég vinn á, keyrður 24.000 km og var að skipta um bremsuklossa að framan á honum í síðustu viku. Ef maður passar upp á að eyða bremsuklossunum ekki alveg þá dugir að skipta bara um klossana í flestum tilfellum. Ef klossarnir sjálfir klárast verður ekkert eftir nema stálplatan sem þeir eru festir á og ferð hún þá að skrapa stálið í bremsudiskinum sjálfum þegar bremsað er. Hægt er að skipta um bremsuklossana með einföldum verkfærum á flestum bílum. Það þarf tjakk, búkka, topplyklasett, tréþvingu og koppafeiti og dugar það á flesta bíla. Bremsuklossar kosta orðið lítið (borgar sig að hringja á undan sér á 2-3 staði og gera verðsamanburð), en verðmunur getur verið frá einhverjum hundrað köllum upp í mörg þúsund á parið af klossum. Ef maður telur sig ekki kunna eða geta gert þetta þá er það forsjárhyggja að eiga varahlutinn tilbúinn ef vinurinn sem kann og getur skyldi detta í heimsókn. Þá er bara að plata hann til að kenna þér að skipta um klossa.

Búið að gera við með lágmarks verk­færum.

Þegar bíllinn bilar er maður alltaf að flýta sér og í sparifötunum

Örlítið um lakkskemmdir eftir stein­kast. Ef maður verður var við lakkskemmd eftir steinkast á malarvegi þá er gott að nota til bráðarbirgða glært naglalakk til að loka sárinu svo ekki myndist ryðblettur (virkar fínt og endist ótrúlega lengi).

Sumt í bílum er klárlega ekki hannað fyrir íslenska veðráttu og mikinn saltaustur á vegi og götur. Þetta á t.d. við um þegar varadekk er fest undir bíla. Þessi varadekk eru ótrúlega oft svo ryðguð föst að ekki nokkur leið er að ná varadekkinu undan bílnum.

Svo er það enn eitt varðandi varadekkið, það er ótrúlega oft loftlaust. Þess vegna þarf maður reglulega að gá hvort varadekkið sé laust og auðvelt að ná þegar til þarf og í leiðinni að athuga hvort réttur loftþrýstingur sé í því.

Eitt sem virðist ótrúlega oft gerast, en það er að þegar bíllinn bilar eða dekk springur þá er maður alltaf að flýta sér og í sparifötunum. Þess vegna er sniðugt að hafa þunnan vinnugalla með í bílnum og vinnuvettlinga í vasanum til að bregða sér í þegar það gerist.

Förum varlega í kringum tæki og tól
Öryggi, heilsa og umhverfi 31. mars 2021

Förum varlega í kringum tæki og tól

Frá 1. nóvember 2013 byrjuðu þessir pistlar hér sem nefnast Öryggi – Heilsa – Um...

Rétt að verða ár frá fyrstu forvarnarskrifum um COVID-19
Öryggi, heilsa og umhverfi 19. mars 2021

Rétt að verða ár frá fyrstu forvarnarskrifum um COVID-19

Margt hefur verið skrifað síðastliðið ár um COVID-19, en það er rétt tæplega ár ...

Fyrirbyggjandi viðhald á vélum og tækjum lengir líftíma þeirra
Öryggi, heilsa og umhverfi 3. mars 2021

Fyrirbyggjandi viðhald á vélum og tækjum lengir líftíma þeirra

Það eru fá eða engin tæki og vélar sem þurfa ekki reglulegt viðhald. Að smyrja h...

Biðin eftir sprautunni með sjálfsaga Íslendinga
Öryggi, heilsa og umhverfi 15. febrúar 2021

Biðin eftir sprautunni með sjálfsaga Íslendinga

Með hverjum degi styttist biðin eftir COVID-sprautunni um einn dag. Biðin er mör...

Of margir vaða út í umferðina með ekkert útsýni
Öryggi, heilsa og umhverfi 10. febrúar 2021

Of margir vaða út í umferðina með ekkert útsýni

Aðalstarf mitt er atvinnubílstjóri og því er umferð og umferðar­menning mér mjög...

Árið 2020 er búið sem betur fer, flestir gera miklar væntingar til 2021
Öryggi, heilsa og umhverfi 25. janúar 2021

Árið 2020 er búið sem betur fer, flestir gera miklar væntingar til 2021

Síðasta ár var fjallað of mikið um COVID-19 hér í þessum pistlum, greinar sem ég...

Hugað að eldvörnum fyrir jól
Öryggi, heilsa og umhverfi 22. desember 2020

Hugað að eldvörnum fyrir jól

Samfara skammdeginu, ekki síst á aðventu er ekki óalgengt að fólk kveiki á kerta...

Hversu mikið „bras“ er að eiga rafmagnsbíl og fá hleðslu?
Öryggi, heilsa og umhverfi 26. nóvember 2020

Hversu mikið „bras“ er að eiga rafmagnsbíl og fá hleðslu?

Ég horfði á fyrstu 5 þætti af sjónvarpsþáttaseríu sem nefnast „Long Way Up“ þar ...