Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur var ýtt úr vör hjá RML í vikunni.
Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur var ýtt úr vör hjá RML í vikunni.
Mynd / Anna Guðrún Grétarsdóttir
Fréttir 9. mars 2023

Örmerkingarmönnum hrossa býðst samstarf við Matís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur hrossa var ýtt úr vör hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sl. mánudag, 6. mars.

Nú býður Matís öllum aðilum sem hafa réttindi til örmerkinga hrossa á Íslandi að stofna til viðskipta og að skila DNA-sýnum inn til greiningar og úrvinnslu. Niðurstöður sýna eru vistaðar í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng.

„Fram til þessa hefur sýnataka úr hrossum, til úrvinnslu Matís, einvörðungu verið á hendi dýralækna, starfsfólks RML og Búnaðarsambanda en með stærri hópi sýnatökufólks standa vonir til að fjölga megi sýnatökum til muna; fjölga DNA-greindum hrossum. Ath. að hér ræðir um stroksýni úr nösum hrossa (eða hársýni) en blóðsýnatökur eru eingöngu á hendi dýralækna.

Starfandi og virkir örmerkingamenn ættu flestir að hafa allt sem til þarf, þekkingu á skráningarferli í WFeng, aðgengi að örmerkjaskanna og möguleikann á að örmerkja hross samhliða sýnatöku en það er ófrávíkjanleg krafa að sýni eru eingöngu tekin úr þegar örmerktum gripum,“ segir í tilkynningu frá RML.

Áhugasamir örmerkingamenn eru hvattir til að setja sig í samband sérfræðinga Matís til að fá frekari upplýsingar og nálgast sýnatökubúnað.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...