Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur var ýtt úr vör hjá RML í vikunni.
Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur var ýtt úr vör hjá RML í vikunni.
Mynd / Anna Guðrún Grétarsdóttir
Fréttir 9. mars 2023

Örmerkingarmönnum hrossa býðst samstarf við Matís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur hrossa var ýtt úr vör hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sl. mánudag, 6. mars.

Nú býður Matís öllum aðilum sem hafa réttindi til örmerkinga hrossa á Íslandi að stofna til viðskipta og að skila DNA-sýnum inn til greiningar og úrvinnslu. Niðurstöður sýna eru vistaðar í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng.

„Fram til þessa hefur sýnataka úr hrossum, til úrvinnslu Matís, einvörðungu verið á hendi dýralækna, starfsfólks RML og Búnaðarsambanda en með stærri hópi sýnatökufólks standa vonir til að fjölga megi sýnatökum til muna; fjölga DNA-greindum hrossum. Ath. að hér ræðir um stroksýni úr nösum hrossa (eða hársýni) en blóðsýnatökur eru eingöngu á hendi dýralækna.

Starfandi og virkir örmerkingamenn ættu flestir að hafa allt sem til þarf, þekkingu á skráningarferli í WFeng, aðgengi að örmerkjaskanna og möguleikann á að örmerkja hross samhliða sýnatöku en það er ófrávíkjanleg krafa að sýni eru eingöngu tekin úr þegar örmerktum gripum,“ segir í tilkynningu frá RML.

Áhugasamir örmerkingamenn eru hvattir til að setja sig í samband sérfræðinga Matís til að fá frekari upplýsingar og nálgast sýnatökubúnað.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...