Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Orkuskipti í Flatey
Mynd / Unsplash - Einar H. Reynis.
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Höfundur: Þröstur Helgason

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, hafa undirritað samning um orkuskipti í Flatey.

Samningurinn leggur grunninn að nýtingu fjölbreyttra endurnýjanlegra orkugjafa í raforkukerfi eyjarinnar og mun um leið draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis við framleiðslu raforku.

Gert er ráð fyrir að með orkuskipta aðgerðunum verði hægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis sem nemur 62%. Alls styrkir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið verkefnið um 215 milljónir króna, en með því verður greidd leið grænna sveiflukenndra orkugjafa á borð við sólar- og vindorku.

Meðal þeirra orkuskiptaaðgerða sem ráðist verður í strax í ár er bygging rafstöðvarhúss og uppsetning birtufleka (sólarrafhlaðna) á þaki hússins. Í kjölfarið verður árið 2026 farið í frekari framkvæmdir við stærra sólarorkuver í Flatey, en rafhlöður verða miðjan í nýju orkustjórnunarkerfi eyjarinnar. Áætlað er að framleiðsla þessara tveggja sólarorkuvera muni standa undir um 35% af orkuþörf í eynni. Sólarorka hentar vel í Flatey þar sem raforkuþörf er mest þegar sólin er hæst á lofti.

Orkubú Vestfjarða hefur umsjón með framkvæmdinni og er horft til þess að afhending raforku geti hafist strax árið 2026.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...