Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Orkuskipti í Flatey
Mynd / Unsplash - Einar H. Reynis.
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Höfundur: Þröstur Helgason

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, hafa undirritað samning um orkuskipti í Flatey.

Samningurinn leggur grunninn að nýtingu fjölbreyttra endurnýjanlegra orkugjafa í raforkukerfi eyjarinnar og mun um leið draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis við framleiðslu raforku.

Gert er ráð fyrir að með orkuskipta aðgerðunum verði hægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis sem nemur 62%. Alls styrkir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið verkefnið um 215 milljónir króna, en með því verður greidd leið grænna sveiflukenndra orkugjafa á borð við sólar- og vindorku.

Meðal þeirra orkuskiptaaðgerða sem ráðist verður í strax í ár er bygging rafstöðvarhúss og uppsetning birtufleka (sólarrafhlaðna) á þaki hússins. Í kjölfarið verður árið 2026 farið í frekari framkvæmdir við stærra sólarorkuver í Flatey, en rafhlöður verða miðjan í nýju orkustjórnunarkerfi eyjarinnar. Áætlað er að framleiðsla þessara tveggja sólarorkuvera muni standa undir um 35% af orkuþörf í eynni. Sólarorka hentar vel í Flatey þar sem raforkuþörf er mest þegar sólin er hæst á lofti.

Orkubú Vestfjarða hefur umsjón með framkvæmdinni og er horft til þess að afhending raforku geti hafist strax árið 2026.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...