Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Orkugerðin gefur bændum 100 tonn af kjötmjöli til áburðarnota
Fréttir 2. október 2014

Orkugerðin gefur bændum 100 tonn af kjötmjöli til áburðarnota

Höfundur: smh

Í tilkynningu frá Orkugerðinni ehf. kemur fram að stjórn hennar hafi ákveðið að gefa bændum samtals 100 tonn af kjötmjöli til áburðarnota í kynningarskyni. Nota verður kjötmjölið fyrir 1. nóvember.

Tilkynningin frá Orkugerðinni er svohljóðandi:

„Orkugerðin ehf. rekur verksmiðju í Flóanum sem tekur við lífrænum afurðum og framleiðir úr þeim fitu og kjötmjöl. Með þessum hætti eru sköpuð verðmæti úr afurðum sem ella þyrfti að urða með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Fitan er notuð til að kynda verksmiðjuna auk þess sem hluti hennar er seldur til lífdiesel framleiðslu.
Kjötmjölið er selt sem áburðarmjöl til uppgræðslu og sem áburður. Kjötmjöl hefur reynst ákaflega vel sem áburður í þeim tilfellum sem hæg losun áburðarefna er æskileg. Þetta gildir um landgræðslu, skógrækt, golfvelli og endurvinnslu túna.

Strangar reglur gilda um notkun á kjötmjöli. Það má aðeins nota á lönd sem nota á til fóðurgerðar ef notkunin er fyrir 1. nóvember ár hvert og landið skal friðað fyrir beit til 1. apríl á eftir. Kaupendur verða að undirrita skuldbindingu um að fylgja þessum reglum. Mjölið skal geymt þannig að ekki sé hætta á að skepnur komist í það.

Í mjölið er blandað áburðarkalki til að það nýtist ekki sem fóður.

Til að kynna kjötmjöl til áburðarnotkunar hefur stjórn Orkugerðarinnar ákveðið að gefa bændum samtals 100 tonn af kjötmjöli til notkunar samkvæmt þessum skilmálum. Mjölið verður afhent við dyr verksmiðju á næstu vikum og er hámarksmagn 10 tonn á hvern aðila.

Eigendur Orkugerðarinnar eru Sláturfélag Suðurlands, Sláturhúsið á Hellu, Reykjagarður, Sorpstöð Suðurlands og Ísfugl.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...