Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Orkugerðin gefur bændum 100 tonn af kjötmjöli til áburðarnota
Fréttir 2. október 2014

Orkugerðin gefur bændum 100 tonn af kjötmjöli til áburðarnota

Höfundur: smh

Í tilkynningu frá Orkugerðinni ehf. kemur fram að stjórn hennar hafi ákveðið að gefa bændum samtals 100 tonn af kjötmjöli til áburðarnota í kynningarskyni. Nota verður kjötmjölið fyrir 1. nóvember.

Tilkynningin frá Orkugerðinni er svohljóðandi:

„Orkugerðin ehf. rekur verksmiðju í Flóanum sem tekur við lífrænum afurðum og framleiðir úr þeim fitu og kjötmjöl. Með þessum hætti eru sköpuð verðmæti úr afurðum sem ella þyrfti að urða með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Fitan er notuð til að kynda verksmiðjuna auk þess sem hluti hennar er seldur til lífdiesel framleiðslu.
Kjötmjölið er selt sem áburðarmjöl til uppgræðslu og sem áburður. Kjötmjöl hefur reynst ákaflega vel sem áburður í þeim tilfellum sem hæg losun áburðarefna er æskileg. Þetta gildir um landgræðslu, skógrækt, golfvelli og endurvinnslu túna.

Strangar reglur gilda um notkun á kjötmjöli. Það má aðeins nota á lönd sem nota á til fóðurgerðar ef notkunin er fyrir 1. nóvember ár hvert og landið skal friðað fyrir beit til 1. apríl á eftir. Kaupendur verða að undirrita skuldbindingu um að fylgja þessum reglum. Mjölið skal geymt þannig að ekki sé hætta á að skepnur komist í það.

Í mjölið er blandað áburðarkalki til að það nýtist ekki sem fóður.

Til að kynna kjötmjöl til áburðarnotkunar hefur stjórn Orkugerðarinnar ákveðið að gefa bændum samtals 100 tonn af kjötmjöli til notkunar samkvæmt þessum skilmálum. Mjölið verður afhent við dyr verksmiðju á næstu vikum og er hámarksmagn 10 tonn á hvern aðila.

Eigendur Orkugerðarinnar eru Sláturfélag Suðurlands, Sláturhúsið á Hellu, Reykjagarður, Sorpstöð Suðurlands og Ísfugl.“

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...