Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Orkugerðin gefur bændum 100 tonn af kjötmjöli til áburðarnota
Fréttir 2. október 2014

Orkugerðin gefur bændum 100 tonn af kjötmjöli til áburðarnota

Höfundur: smh

Í tilkynningu frá Orkugerðinni ehf. kemur fram að stjórn hennar hafi ákveðið að gefa bændum samtals 100 tonn af kjötmjöli til áburðarnota í kynningarskyni. Nota verður kjötmjölið fyrir 1. nóvember.

Tilkynningin frá Orkugerðinni er svohljóðandi:

„Orkugerðin ehf. rekur verksmiðju í Flóanum sem tekur við lífrænum afurðum og framleiðir úr þeim fitu og kjötmjöl. Með þessum hætti eru sköpuð verðmæti úr afurðum sem ella þyrfti að urða með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Fitan er notuð til að kynda verksmiðjuna auk þess sem hluti hennar er seldur til lífdiesel framleiðslu.
Kjötmjölið er selt sem áburðarmjöl til uppgræðslu og sem áburður. Kjötmjöl hefur reynst ákaflega vel sem áburður í þeim tilfellum sem hæg losun áburðarefna er æskileg. Þetta gildir um landgræðslu, skógrækt, golfvelli og endurvinnslu túna.

Strangar reglur gilda um notkun á kjötmjöli. Það má aðeins nota á lönd sem nota á til fóðurgerðar ef notkunin er fyrir 1. nóvember ár hvert og landið skal friðað fyrir beit til 1. apríl á eftir. Kaupendur verða að undirrita skuldbindingu um að fylgja þessum reglum. Mjölið skal geymt þannig að ekki sé hætta á að skepnur komist í það.

Í mjölið er blandað áburðarkalki til að það nýtist ekki sem fóður.

Til að kynna kjötmjöl til áburðarnotkunar hefur stjórn Orkugerðarinnar ákveðið að gefa bændum samtals 100 tonn af kjötmjöli til notkunar samkvæmt þessum skilmálum. Mjölið verður afhent við dyr verksmiðju á næstu vikum og er hámarksmagn 10 tonn á hvern aðila.

Eigendur Orkugerðarinnar eru Sláturfélag Suðurlands, Sláturhúsið á Hellu, Reykjagarður, Sorpstöð Suðurlands og Ísfugl.“

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...